Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. apríl 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðsluslini 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. r Blaðaprent h.f. Gjaldeyriseyðslan Fyrstu mánuði þessa árs varð geigvænlegur halli á vöruskiptajöfnuði Islendinga. Nær hálfum áttunda milljarði króna var eytt umfram aflafé — riflega sex hundruð milljónum á viku hverri — þennan fyrsta fjórðung ársins 1975. Þetta gerist samtimis og alþjóð manna er kunnugt, að gjald- eyrissjóðir landsmanna eru til þurrðar gengnir. Þetta er hryggileg saga. Þjóðin lifir dag hvern langt um efni fram og lætur það, sem vind um eyr- un þjóta, þótt öllum megi skiljast, að i ófæru er stefnt með sliku háttalagi. Þjóð getur ekki til lang- frama, fremur en einstaklingur, eytt meiru en aflað er, án þess að hitta sjálfa sig fyrir. Enda þótt þetta ætti að vera öllum harla auðskil- in hagfræði, haldast eftir sem áður i hendur hóf- laus kaup á hvers konar útlendum varningi og utanferðir meiri og striðari en nokkru sinni fyrr. Varúð i meðferð gjaldeyris virðist utan við sjón- deildarhring mikils fjölda fólks i landinu og gætni við ráðstöfun fjármuna gleymd dyggð. Þetta stýrir ekki góðri lukku. Með sliku atferli dæmir þjóðin sjálfa sig til vergangs, ef ekki verður breyting á. Það eru engar lindir til þess að ausa af til þess að jafna metin, og gjaldeyrislán, sem tekin eru til þess að fullnægja daglegri eyðslu, svo að gjaldeyrisstaða hangi i járnum, eru ekki annað en baggar, sem framtiðinni eru bundnir. Allt verður að greiðast, og skuldadögunum verður ekki enda- laust skotið á frest. Fyrr á árum áttu íslendingar við langvarandi gjaldeyrisskort að striða. Þeim örðugleikum var mætt og á þeim sigrazt. Þorri landsmanna gerði sér ljóst, að það var skylda þeirra að kaupa frem- ur það, sem islenzkt var en útlent, svo fremi sem það var á boðstólum. Það gerði hvort tveggja i senn, að glæða atvinnu i landinu og halda gjald- eyrisstöðunni i horfinu. Þetta á enn við, þó að allt of fáir vilji gefa þvi gaum. Ef umtalsverður hópur fólks vildi hugsa sig ofurlitið betur um, áður en það festir kaup á þvi, er ekki ber brýna nauðsyn til að kaupa, myndi það þegar segja til sin. Ef þær tugþúsundir manna, sem daglega ganga i búðir, hefðu það hugfast að kaupa fremur islenzka framleiðslu en útlenda, áynnist enn stórmikið. Ef sá sægur manna, sem flykkjast úr landi sér til skemmtunar, leiddi hug- ann að þvi, að margt er sjónarvert i heimalandinu og kynnin af þvi ef til vill minni en skyldi, drægi úr gjaldeyrisútlátum til ferðalaga. Nú fyrir skemmstu var haldið náttúruverndar- þing. Sú samkoma ætti að hafa verið vel til þess fallin að beina huga fólks inn á við — að landi þess sjálfs, þar sem áreiðanlega eru margir fagrir staðir, sem það hefur aldrei notið — staðir, sem fegurð og yndi jafnast fyllilega á við margt af þvi, sem farið er óravegu i önnur lönd til þess að sjá og skoða. Þannig eru til margar leiðir til þess að spara knappan gjaldeyri, án þess að missa mikils i, ef fólk aðeins vill kunna fótum sinum forráð. Vilji aðeins fáir eygja þær leiðir eða fara þær, munu kaldar staðreyndirnar setja landsmönnum stól fyrir dyrnar, áður en lýkur. Nils Tandrup, Kristeligt Dagblad: Verða Kambódíumenn hlutlausir aftur? Þeir eru trúir fornum hefðum og þjóðræknir, en sósíalistar munu nó völdum Khieu Samphan og Sihanouk prins. ÞEGAR Phnon Penh var tekin, má með nokkrum rétti segja, að lokið hafi fimm ára styrjöld, sem var jafn fjarri öllu samkomulagi og stjórn- málastyrjaldir einar geta verið. Á rústum þessarar styrjaldar verður að byggja nýtt riki i Kambódiu. Stjórn- málagrunnur þess rikis er enn i óvissu, enda þótt öruggt megi telja, að sósiölsk lifsskoðun veröi þar ráðandi. Hrein hugsjónastefna verður það þó varla, heldur miðað við þjóðareðli og aðstæður i suðaustur Asiu, sem átök kinverskrar og sovézkrar stefnu árum saman hafa haft sin áhrif á. Óvissan um stjórnmálin i framtiðinni stafar að nokkru leyti af þvi, að Einingar- fylkingin i Kambódiu hefur ekki mótað stefnu sina jafn skýrt og Þjóðfrelsishreyfingin i Vietnam til dæmis. MIKIÐ veltur efalaust á þvi.hvaða hlutverki Norodom Sihanouk prins muni gegna. Að sjálfsögðu kemur hann heim til lands sins, sem hann stjórnaði nálega einvaldur i sextán ár, eða frá þvi 1954 og allt til þess að stjórnar- byltingin var gerð árið 1970. Ástæður allar eru nú allt aðrar. Hann hefur sjálfur lýst þvi yfir hvað eftir annað að undanförnu, að hann muni verða sem næst valdalaus æðsti maður rikisins, og verði einkum ætlað að glæða og viðhalda þjóðerniskennd Kambódiumanna. Allmargir i forustusveit Einingarfylkingarinnar munu þó halda tryggð við stjórn- málahugmyndir Sihanouks, en meirihlutinn og hin raun- verulegu völd, bæði i stjórn og her, eru i höndum nanna, sem hylla sósialismann. Skoðana- ágreiningurinn hefur komið fram með ýmsum hætti. t þeim héruðum, sem Einingar- fylkingin hefir náð á sitt vald, var til dæmis gripið til þjóð- nýtingar, þvert gegn skoðun- um Sihanouks. STARFSMENN Ritzau- fréttastofunnar telja þó vafa- samt að gera ráð fyrir, að „refurinn frá Phnom Penh” eins og Sihanouk hefur stund- um verið nefndur — láti loka sig inni i búri. Ot frá þvl er gengið sem gefnu, að hann reyni að reisa stjórnmála- kerfið á innlendum, þjóðleg- um grunni, enda þótt hann hafi stjórnað útlagastjórn sinni frá Peking og Rauðu Khmerarnir hafi hlotið mest- an stuðning frá Norður-Viet- nam. Sihanouk er jafnvel talinn hafa nokkra möguleika á að halda áfram fyrri viðleitni sinni við að móta óháð rlki i Kambódiu, með aðstoð Rauðu Khmeranna. Tæpast mun þó takast að fylgja fram þeirri hlutleysisstefnu, sem hann fylgdi áður. 1 raun réðu afskipti Banda- rikjamanna úrslitum um, að Kambódiumenn gátu ekki haldið hlutleysi sinu. ÞETTA gerðist, þegar bandariskur her réðst inn i Kambódiu árið 1970 til þess að ráöast á stöðvar Þjóðfrelsis- hreyfingar Vietnama og rjúfa þannig birgðaflutningaleiðina frá Norður-Vietnam, en hún var kennd við Ho Chi Minh. En stöðvar Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar fundust raun- ar ekki. Þegar Lon Nol marskálkur steypti Sihanouk af stóli með stjórnarbyltingu sinni, var hlutleysið endanlega úr sögunni. Þá gerðist stjórn Kambódiu samherji Banda- rikjamanna og Suður-VIet- nama i fyrsta sinn siðan 1954, en ekkert var sameiginlegt með Kambódiumönnum og þessum þjóðum, og enn siður stjórnum þeira. Þannig hófst harmleikurinn sem staðið hefur i fimm ár, og Kambodiumenn klæddust sama stjórnmálastakki og Vietnamar. Stjórnmálaað- stæður einar nægðu til að valda þvi, að þetta var banda- lag, sem þjóðin sjálf óskaði ekki eftir. ÁHERZLA var á það lögð i forustugrein I The Times fyrir skömmu, að Kambódíumenn hafi allt aðra aðstöðu I suð- austur Asiu en Vietnamar. Vletnam hafi alla tið verið partur af hinum kinverska heimshluta, en Kambodiu- menn hafi ávallt verið óháðir þessu stóra riki i Asiu, bæði meðan það var „himneskt riki” og eins eftir að Mao Tse- tung tók völdin. Vegna fornra hefða búddatrúarinnar séu Kambodiumenn miklu nánar tengdir Lao og Thailandi, og þetta muni ráða miklu um þá afstöðu I utanrikismálum, sem mótuð verði að unnum sigri Rauðu Khmeranna. . FARIÐ var að bollaleggja um sennilega afstöðu Kambódiumanna i framtiðinni, áður en hætt var að rjúka úr rústunum i Phnom Penh. Serge Romensky, fréttaritari frönsku fréttastof- unnar AFP i Peking, skrifar til dæmis, að þar sé fall Lon Nols og stjórnar hans talið mikill sigur fyrir Kina i utan- rikismálum, en einkum þó persónulegur sigur fyrir Chou En-lai forsætisráðherra. Stjórn þjóðrækinna marxista i Kambodiu gæti breytt stjórnmálaástandi og afstöðu i Indókina, þegar timar liða. Þá kynnu Kambódiumenn að gegna þar svipuðu hlutverki og Júgóslavar gegna i Austur- Evrópu, eða staðið utan stór- veldasamtaka, enda þótt þeir fylgi hugstjónastefnu marxista. Valdamenn i Peking lita svo á, að fall Phom Penh dragi ekki aðeins úr trúverðugleika Bandarikjamanna, heldur sé einnig mikið áfall fyrir „sovézka heimsvaldasinna,” og það er þeim enn meira fagnaðarefni. ósigur Sovét- manna á að koma fram i þvi, að Sovétrikin höfðu árum saman stjórnmálasamband við hershöfðingjastjórn Lon Nols i Phnom Penh, en veittu Sihanouk og útlagastjórn hans litinn stuðning. Leiðtogarnir i Peking hafa oft vakið athygli á þessu i hugsjónastriði sinu við leiðtoga Sovétrikjanna. VIÐA um heim var litið svo á árið 1970, að Chou- En-lai forsætisráðherra Kinverja, tefldi á tvær hættur, þegar hann tók opinberlega afstöðu með Sihanouk undir eins eftir stjórnarbyltinguna. En af- staða kinverska forsætis- ráðherrans hefur reynzt hyggileg, og ber þar einkum tvennt til: Stjórnmálavald Banda- rikjamanna i Suð-austur Asiu er brotið á bak aftur, og „hitt risaveldið” hefur einnig beðið álitshnekki. Sennilega veldur framvinda mála þvi, að áhrifa Sovét- manna gæti ekki i Kambodiu, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Þetta er leiðtogunum i Peking sérstakt fagnaðarefni, en þeir hafa einmitt óttazt meira en flest annað, að þjóðir Suðaustur-Asiu gerðu banda- lag við Sovétrikin. MARGUR veltir þvi fyrir sér, hvort eða að hve miklu leyti Kambódiumenn muni reyna að fara sinar eigin götur i stjórnmálunum. Stjórnmála- rýnendur i Peking eru margir þeirrar skoðunar, að sjálf- stæðiskennd Kambódiumanna sé svo rik, að þeir muni ekki einu sinni láta Norður-VIet- nama hafa áhrif á stefnu- mörkunina, enda þótt stuðningur þeirra hafi ráðið úrslitum um, að sigurinn vannst. Leiðtogar Rauðra Khmera hafa sjálfir fullyrt hvað eftir annað, að Norður-Vietnamar hafi látið sina „bróðurlegu hjálp” i té án allra skilyrða. Pham Van Dong, forsætis- ráðherra i Hanoi, hefur einnig hvað eftir annað lýst yfir, að Norður-Vietnamar ætli að virða landamæri Kambódiu og viðurkenna stjórnmálasjálf- stæði Kambódiumanna. HAFT er fyrir satt, að leiðtogar i Hanoi séu undir niðri uggandi um stjórnmála- afstöðu Kambódiumanna i náinni framtið, hvað sem þeir hafi á orði. Þeir eru sagðir tortryggja hæstráðanda skæruliða, Khieu Samphan, sem er varnamála- og for- sætisráðherra i stjórn Sihanouks. Hanoi-mönnum þykirhann hafa verið helzt til mikill þjóðernissinni fyrrum, til dæmis sem ráöherra i stjórn Sihanouks um skeið Kambódiumenn hafa löngum reynzt trúir gömlum hefðum og gæddir rikri þjóðernis- kennd. Þeir, sem gerzt fylgj- ast með umræðum um fram- tiðarafstöðu Kambódiu- manna, gera þvi ráð fyrir, að stjórn Rauðra Khmera fái öruggan stuðning landsmanna til þess að reyna að halda Kambódiu utan við heims- átökin og forðast fylgni við stórveldin. Rauðir Khmerar muni þvi reyna að miða stefnu sina við fornar hefðir þjóðarinnar, að svo miklu leyti sem unnt er. —JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.