Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur ’.ÍO. april 1975. VERKEFNI ÞEIRRA SEM VINNA AÐ NÁTTÚRUVERND ERU UTAN ENDA Ræða Vilhjálms Hjálmarssonar, menntamálaráðherra við setningu Náttúruverndarþings Fyrsta næturfrost. I nótt greip sá duttlungur drottinn heimins og jaröar að dubba svolítið upp á veröldina. Þvi ekki var trútt um að dagana drabb og vafstur væri dálitið farið að velkja þar fegurðina. Fyrst þvoði hann allan himinninn tandurhreinan og hengdi upp um rjáfur hans stjörnur og blikandi mána. Svo sveipaði hann jörðina silfurknipplinga hrimi og saumaði kristalsskarir við lækinn og ána. Og þegar hann hafði hagrætt öllu sem snotrast svo hvergi varð framar bætt um engið né völlinn. Þá kveikti hann fölrauð blys á björkum og eini og breiddi mjallhvit altarisklæði á fjöllin. Svo bauð hann morgunsins sól að sjá hvaö var orðið en sendi mánann I rekkju, sem vera átti. Og sólin brosti sæl yfir drottins verki og sá það var harla gott, eins og vænta mátti. En þegar mennirnir loksins læptust á fætur og litu nýja veröld á sinu hlaði varð drottni hugsað: Hvað tekur þá langan tima að turna henni um að gera hana aftur aö svaði? ÞEGAR ég var beðinn að ávarpa Náttúruverndarþing, þá kom mér í hug að punta svolitið upp á annars fátækleg orð min með þvi að hafa yfir örstutt ljóð eftir séra Sigurð Einarsson, sem hann nefnir: Eftir þúsund ára búsetu höfðu íslendingar og búsmali þeirra gengið nokkuð nærri landi sinu. Skógur var nærri þorrinn, stór landsvæöi höfðu blásið upp og veiði rénað i ám og vötnum. Fleira kom til þvi eldgos og isa- vetur létu sig ekki án vitnis- burðar en eyddu gróðri i byggð og óbyggð. Loks sáu menn að svo búið mátti ekki standa. Ungt fólk efndi til krossferðar undir kjörorðinu: „Komið grænum skógi að skrýða, skriður berar sendna strönd”. Arin liðu og ail- stór sveit manna á íslandi gekk ótrauð að ræktunarstörfum. En á meöan reið nýr timi I hlað, enda tsland komið i „vegasam- band” við umheiminn I gegnum loftin blá. Nú gerist margt I senn. Þar sem áður fóru hrosshófur og sauðarklauf, og settu niður fin- lega göngustigi handa þjóðinni að feta, þar var komin jarðýta ásamt gröfu og skóflu að gera hrikagóöa vegi, en lika hervirki i landinu. í stað hestsins, sem lét eftir sig nokkra köggla af hrossataði, sem græddu og hurfu siöan og hann sjálfur að lokum étinn, að af visu óguðlegu fólki, er nú kominn billinn, sem spillir and- rúmslofti; lamar þrek og hefir likama, sem illa samlagast náttúrunni eftir notkun. íslendingar byggðu I 1.000 ár hús meö reku og páli, hamri og sög, og þau voru eitt með land- inu. Gröfur, jaröýtur, steypu- vélar og kranar komu og menn hættu að jarðbinda húsin á sama hátt og áöur, en leituðu I upphæðir meö misjöfnum árangri. Og ekki sizt, og raunar ekki siðast heldur, þvi svoddan upp- talning er utan enda: íslending- ar byggðu borgir eins og af- gangurinn af veröldinni hafði gertá undan þeim, hættu að búa dreift og vera eitt meö landinu sinu á sama hátt og áöur, en fluttu „suður” I hópum að gera hitt og þetta. Þegar þetta hafði gengið svona 1100 ár eða þar um bil, þá var ekki trútt um, að daganna drabb og vafstur væri dálitið byrjað aö velkja hina islenzku fegurð. Og ekki nóg með það. Hér — og vitt um heimsbyggð- ina tóku menn alvarlega að ótt- ast, að nú væri komið, eins og segir hjá Hallgrimi sáluga Péturssyni, að: Heims hrörna gæði, hnignar allt og þverr Margur á tá sér tyllir tæpt þó standi hér. Leikur lff á þræði, en lukkan völt er.” Það var þvf ekki vonum seinna, þegar sá duttlungur greip okkur aö fara á ný að dubba svolitiö upp á umhverfið, átthaga okkar og annað það, sem við til náum. Og þá var m.a. gripið til þess að stofnsetja Náttúruverndarráð og Náttúru- verndarþing. Nú skal ég ekkert um það segja, hvort sú tilhögun, sem þá var upp tekin, var hin eina rétta. Hitt ætla ég sé þegar ljóst, og mun enn skýrast og m.a. á þessu þingi, að Náttúruverndar- ráð og lið þess hafi þegar og á ótviræðan hátt sannaö tilveru- rétt sinn. Það er ekki mitt aö greina frá starfi ráðsins I einstökum at- riðum, en allir vita, aö þar er á ýmsum vígstöðvum bæði sótt og varizt af töluvert mikilli hörku. Nægir þar að minna á viðfangs- efni eins og landnýting, vernd gróðurs fyrir ágangi manna og dýra, staðarval fyrir mann- virki, mengunarvarnir I and- rúmslofti og umhverfi, skipu- lagningu þjóðgarða og útivist- arsvæða fyrir almenning, friö- lýsingar margvislegar o.s.frv. Annar meginþáttur náttúru- verndar er að viöhalda gróðri, fegurð og hreinleika ættjarð- arinnar af fagurfræðilegum ástæðum og til yndisauka. Hinn er sá að koma i veg fyrir að spillt sé þeim náttúrugæðum, sem nýtt eru til framleiöslu og fjáröflunar, eða þau ofnýtt til tjóns. En þar koma til átaka jafnframt ýmsir aðrir aöilar i þjóðfélaginu, svo sem rann- sóknarstofnanir atvinnuveg- anna. Ekki fer hjá þvi, þegar fjallað er um viðfangsefni af þessum toga, sem eru nátengd bæði fjármunalegum hagsmunum og tilfinningalegum, ef svo mætti segja, þá hlýtur iðulega að koma til ágreinings og jafnvel árekstra. Það er bót I máli, að enda þótt mat manna á einstökum at- riðum sé aö sjálfsögðu misjafnt, þá eru vist allir eða nær allir innst inni þannig þenkjandi, að þeir vilja varöveita Island og þess aðskiljanlegu náttúrur til heilla og aukinnar' lifsfyllingar fyrir aldna og óborna. En, góðir þingfulltrúar. Það er svo auðvelt, bæði fyrir mann- skepnuna og máttarvöldin, aö turna um og gera aftur að svaði. Þess vegna eru verkefni þeirra sem vinna að náttúruvernd utan enda. Ég flyt þakkir náttúruvernd- arráði og þess liðsmönnum fjær og nær fyrir mikil og óeigin- gjörn og þjóðnýt störf. Ég árna þessu þingi góðs gengis — að það megi skýra málin og treysta samstöðuna og gera siðan viturlegar ályktanir. Að lokum vil ég greina frá þvi, að ég hef endurskipað þá til starfa, Eystein Jónsson, for- mann Náttúruverndarráðs og Eyþór Einarsson, varafor- mann. — Ég held þeir og fram- kvæmdastjórinn Árni Reynis- son og aðrir þar á bæ verðskuldi voldugt lófaklapp. Björn Ólafsson: ÞungafÍutningar d sjó og landi Guöjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar rikisins,skrifar at- hyglisverða grein i Timann 2. april, og er þar með ýmsar vangaveltur um vöruflutninga, með skipum annars vegar og bif- reiðum hins vegar, og fær þar nokkuð einhliða niðurstöður, og langar mig til að fara um þær nokkrum orðum. En fyrst ætla ég að eyða nokkrum orðum i það, sem Guðjón telur eitt aðalmein i rekstri Rikisskipa, en það eru of lág flutningsgjöld með strand- ferðaskipunum. Ég er honum mjög sammála um að farmgjöldin eru ekki i neinu samræmi við rekstrarr kostnaðinn, en ég held, að ef farmgjöld væru hækkuö I kostn- aðarverð, þá myndi engin vara verða flutt með skipunum, ef önn- ur leið væri til, svo ekki myndi það leysa nein vandræði, nema þá i eitt skipti fyrir öll, með þvi að Rikisskip hætti rekstri sinum, en þaö vill Guöjón áreiðanlega ekki Benda mætti á að önnur leið er til að endar nái saman, og það er sú leið sem eigendur vöruflutninga- bifreiða verða að fara, vegna þess að þeir eiga ekki sömu leið ofan i vasa skattborgaranna og Rikis- skip, en það er að draga úr rekstrarkostnaði, minnka skrif- stofubáknið og yfirbygginguna á fyrirtækinu, og ýmislegt fleira. En nú langar mig til að vikja nokkrum orðum að ýmsum lið- um, sem Guðjón Teitsson nefnir i grein sinni, og leyfi ég mér að nota sömu númer á athugasemdir minar og hann gerði i grein sinni. 1. Guðjón talar um i grein sinni tjón, sem skipin valda. og bætur fyrir þau, og fær nokKuð langsóttan samanburð. Litum á hvað gerist,þegar bifreið á i hlut. Aki vöruflutningabifreið á af- greiðslubyggingu eða önnur mannvirki, þá verða útgerð bif- reiðarinnar eða tryggingafélag að bæta tjónið, sem sagt sama og gerist I tilfellinu með skipið. Þá er og rétt að upplýsa Guðjón Teitsson um, aö vörubifreiðar með 20-30 tonna heildarþunga eru ekki á ferðinni að vorlagi, þar sem vegir eru viðkvæmir, vegna þessað þeir fylgja settum reglum um öxulþungatakmarkanir, þeg- ar ástand vega er slikt. Einnig má koma fram, að greidd er full upphæð þungaskatts á kilómetra, þótt bifreiðinni sé aðeins ekið með broti af mögulegri hleðslu^eða jafnvel tómri. Viðvikjandi snjó- mokstri þá kemur hann fleiri til góða en vöruflutningabifreiðum einum, t.d. við að koma afurðum bænda til vinnslustöðva, auka öryggi heilbrigðisþjónustu og margt fleira, þvi að enn þá ganga skipin ekki á hvern bæ á tslandi. 2. Viðvikjandi þvi að strand- ferðaskipin hafi ekki haft neitt sérleyfi,þá má það vera rétt, en enginn flutningaaðili á vörum hefur heldur slikt sérleyfi,og er hér þvi algjörlega um að ræða frjálsa samkeppni, og kemur þá að þvi, sem Guðjón segir, að skip- in séu ekki rekin á venjulegum viðskiptagrundvelli. Þar er ég honum sammála að öðru leyti en þvi, að ég tel,að hækkun flutn- ingsgjalda með skipum þýddi i raun að allar vörur færu yfir á bila til flutnings, vegna þess að I dag freista menn þess enn að senda þungavöru ýmsa og sekkjavöru meö Rlmisskip vegna hinna óeðlilegu farmgjalda. 3. Viðvikjandi þjónustu skip- anna.þá er hún sizt betri hjá þeim en bilunum. Báðir aðilar eiga við vissa erfiðleika að striða, skip komast ekki inn á hafnir vegna veðurs og verða að sigla framhjá. og ef til vill losa farminn á næstu höfn, sem þýöir venjulega aö vöruflutningabillinn sem gengur á leiöinni tekur farminn og skilar honum á ákvörðunarstað. Einnig má nefna, að komið hefur fyrir að hafis hefur lokað heilum lands- hlutum, og þá fer lltið fyrir þjón- ustunni. Bilar veröa jú einnig að biöa vegna færöar eða veöurs, en þeir fara sjaldan framhjá við- komustööum án þess að losa farm sinn þar sem við á. 4. Viðvikjandi þvi sem Guð- jdn segir um farmgjaldataxtann, þá má það vera ágreiningslaust að það skapi jöfnuð milli fólks á hinum ýmsu stöðum, en þá kemur aftur á móti að hafnir eru misdýr- ar hvað snertir hafnargjöld,upp- skipun og fleira, einnig má benda á aö hinir ruglingslegu taxtar Rikisskip, eftir þvi hver varan er, fá menn oft til að halda að þeir fái tiltekna vöru ódýrari með skipinu, en þegar allir póstar eru komnir, eins og útskipun, uppskipun.vöru- gjald og hvað það allt heitir, þá er flutningskostnaðurinn oft orðinn meiri en með bilnum, sem hefur aðeins tvo gjaldflokka,rúmmál og þyngd, og auðveldar þannig að átta sig á flutningskostnaðinum. 5. Viðvikjandi samkeppni vöruflutningabifreiða og Rikis- skip, þá er það rétt, að þjónusta strandferðaskipanna er oft nauð- synleg að vetrinum, en siður að sumrinu, þegar færð er góð á landinu, en sem betur fer verða með hverju árinu sem liður betri samgöngur við flesta staði á land- inu allt árið, og má t.d. segja að flestir staðir á Austurlandi séu i vegasambandi allt árið, með til- komu hringvegarins. En Vest- firðir munu þvi miöur eiga lengra i land meö sömu aðstööu, og eru þvi fyrirsjáanleg verkefni fyrir strandferöaskip þar eitthvaö áfram. 6. Rekstur strandferðaskipa er hliöstæður öðrum rekstri, launakostnaður og afskriftir eru liðir, sem finnast hjá öllum þjón- ustufvriri-pkium, og þá ekki sizt hj* vöruflutningahifreiðunum þar sem fáir menn leysa oft mikil verkefni með löngum og erfiðum vinnutima, og eiga þó gjarnan ekki afgangs fyrir afskriftunum af tækjunum. 7. Strandferðaskip greiða hafnargjöld,segir Guðjón, Já,öll opinber þjónusta kostar peninga, ekki siður en annað. Vöruflutn- ingabifreiðar borga þungaskatt af akstri sinum um vegi landsins, hann er hliðstæða hafnargjald- anna, og honum er skipt niður af hinu opinbera til framkvæmda i hinum ýmsu landshlutum. Og ekki eru hafnirnar byggðar ein- göngu fyrir hafnargjöld strand- ferðaskipanna. Ég er hræddur um að sums staðar væru litil hafnarmannvirki, ef ekki kæmi til að það þyrfti að landa fiski og öðrum hráefnum til vinnslu á stöðunum. 8. Ég vil leyfa mér að mót- mæla þvi áliti Guðjóns Teitsson- ar, að um sé að ræða óþarflega mikla fjárfestingu i vöruflutn- ingabifreiðum. Hér er um að ræða ákveðna þróun i flutninga- þjónustu sem eykst með batnandi vegakerfi, og er tilkominn fyrst og fremst fyrir að leiðir hér á Is- landi eru tiltölulega stuttar og Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.