Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 30. april 1975. TÍMINN 11 Umsjón: Sigmundur O. Steinarsson FRAKKAR HALDA TRYGGÐ VIÐ ALBERT — hann hefur fengið tvö boð fró Knattspyrnusambandi Frakklands ALBERT GUÐMUNDSSON, fyrrum formaður KSÍ, hefur fengið tvö boð frá Knattspyrnu- sambandi Frakklands. Honum hefur verið boöið til Nizza, þar sem hann verður verndari alþjóð- legs unglingaknattspyrnumóts 16.-19. mai. n.k. Albert hefur tekið þessu boði og mun hann vera fyrsti útlendingurinn, sem er skipaður verndari knattspyrnu- móts i Frakklandi. Þá hefur Albert veriö boðiö sem heiðurs- gesti á úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða, sem fer fram i Paris f lok mal. — Þar mætast Leeds og Bayern Munchen. Þessi boð sýna vei, hversu mikils Frakkar meta Albert og þeir hafa greinilega ekki gieymt honum, frá þvf að hann var einn bezti knattspyrnumaður Frakka. Iþróttasiöan náði tali af Albert I gær og spurði hann, i hverju starf verndara væri fólgið og hverjir tækju þátt I unglingamótinu I Nizza? — Það hefur ávallt verið siður, aö hafa verndara I mótum erlendis. Starf hans er i þvi fólgiö, að hann stjórnar mótinu, setur það og afhendir verölaun að þvi loknu. Mjög sterk lið taka þátt i þessu móti, — ég veit nú þegar um liö frá Júgóslavlu, A-Þýzka- landi, Frakklandi, V-Þýzkalandi og Belgiu. Athugasemdir frá Ólafi Sigurgeirssyni formanni lyftingadeildar KR: ALLAR DYLGJUR UAA SVIK GÚSTAFS AGNARSSON- AR ERU ÚT í HÖTT „Vegna furðulegra skrifa á iþróttaslðum dagblaðanna út af þátttöku Gústafs Agnarssonar i Norðurlandamótinu i lyftingum, sem haldið var i Sviþjóð, vil ég, formaður lyftingadeildar KR, koma eftirfarandi á framfæri. Gústaf fór til Sviþjóðar I fullu samráði við lyftingadeild KR, og án mótmæla Lyftingasambands Islands, þar sem keppnisstað hafði verið breytt. Astæður þær, er lágu fyrir ákvörðun Norður- landasambandsins i lyftingum, hafa alls ekki komið fram og ver- iðmjög rangtúlkaðar af formanni LSI og I fjölmiðlum. Formönnum NS var tilkynnt um að flug- mannaverkfall væri yfirvofandi, og það myndi standa yfir i fjóra sólarhringa. Höfðu þeir því sam- ráð sin á milli, og samþykktu að ekki kæmi til greina að fresta mótinu, og yrði þvi lokaákvörðun um staðsetningu mótsins að vera ákveðin fyrir kl. lOf.h. á miðviku- daginn sl. Með skemmri fyrir- vara væri ekki unnt að skipu- leggja mótið á nýjum stað. Reyndu þeir þvi að hafa samband við framkvæmdaaðila NM-móts- ins á Islandi á miðvikudaginn, en vegna bilana á sæsimastengnum „Scotice” var ekki unnt að hafa fjarskiptasamband við ísland. Vegna þess höfðu þeir samband við skrifstofu Loftleiða ytra og þar fengu þeir það uppgefið, að umr. flugmannaverkfall væri skollið á, og myndi standa i fjóra sólarhringa. NS ákvað því að færa NM-mótið til Stokkhólms — um annað væri ekki að ræða. Voru þvl allar ferðir lyftinga- manna endurskipulagðar, vegna breyttra aðstæðna, og lagt i ýms- an kostnað í þvi sambandi. Þegar NS fékk þær fréttir að flug- mannaverkfallinu væri aflétt á fimmtudaginn, var annar fundur haldinn, þar sem öllum bar sam- an um, að ókleift væri að færa til keppnisstaðinn einu sinni enn, þar sem endurskipulagning ferða væri of timafrek. Er þvi ljóst, að við engan er að sakast, og eru þvi allar dylgjur um svik Gústafs Agnarssonar út i hött, og eru ein- göngu tilkomnar vegna hugar- óra manna, sem ekki gera sér grein fyrir staðreyndum málsins og lagalegum sjónarmiðum.” Formaður lyftingadeildar KR: Ólafur Sigurgeirsson. ..Strákarnir hefðu ekki fenqiS svona gott frí... — í vetur, ef ég hefði verið með þá," sagði Albert Guðmundsson ,,ÉG TEL að strákarnir hafi góða möguieika á sigri gegn Frökk- um”, sagði Albert Guðmundsson, þegar við spurðum hann hvaða möguleika hann teldi að island ættigegn Frökkum á Laugardals- vellinum 25. mai n.k. I Evrópu- keppni landsliða. — „Ég hef fylgzt með strákunum undanfarin ár, og ef þeir leika eins vel gegn Frökkum, eins og þeir léku gegn Belglumönnum og Hoilendingum i undankeppni HM, þá getur allt gerzt. —-Úrslitin hafa verið mjög góð i „GLIMAN HEFUR ÞROSKAZT MEÐ ÞJÓDINNI UM ALDARAÐIR' sagði Kjartan Bergmann, formaður GSÍ á 10 ára afmæli sambandsins GLÍMUSAMBAND tslands var stofnað 11. april árið 1965. Voru þvi liöin 10 ár frá stofnun þess nú I april. Af þvl tilefni hafði sam- bandið boð inni að Hótel Esju. Formaöur Gllmusambands is- lands, Kjartan Bergmann Guð- jónsson ávarpaði gesti og flutti erindi um gllmuna. Ræddi upp- runa hcnnar og sögu gegn um ald- irnar og minntist ýmissa merkra atburöa, sem gleymzt hafa varð- andi iþróttina og sagði slöan. „Gliman er islenzk iþrótt, sem hefir þroskazt með þjóðinni um aldaraðir. Hún er sériþrótt Is- lendinga, þó að hún sé að stofni til eldri en byggðin í landinu, eins og , tunga okkar, fslenzkan, er einnig. En báðar hafa þær, glíman og tungan, þróazt og orðið séreign okkar Islendinga”. Margir tóku til máls, m.a. varaforseti Iþróttasambands Is- lands, Sveinn Björnsson og formaður Ungmennafélags ts- lands, Hafsteinn Þorvaldsson, sem fluttu sambandinu árnaðar- óskir þessara heildarsamtaka og færðu gjafir, svo og forystumenn einstakra iþróttahéraða, og ein- stakra félaga, sem fluttu árn- aðaróskir og færðu gjafir. Þá bár- ust sambandinu mörg skeyti I til- efni afmælisins. I tilefni þessara timamóta sæmdi Glimusamband Islands þá Sigurö Ingason, Reykjavik og Aðalstein Eiriksson, Reyðarfirði gullmerki sambandsins fyrir heillarik störf i þágu glimunnar. Góðir möauleikar gegn Frökkum f en þá verður að herða á æfingum FRAKKAR, sem mæta islending- um á Laugardalsvellinum 25. mai i Evrópukeppni landsliða I knatt- spyrnu, töpuðu (0:2) fyrir Portú- gölum I vináttulandsleik, sem fór fram i Paris á laugardaginn. Þessiósigur Frakka á heimavelli sýnir, að islendingar eiga góða Orkustofnun óskar eftir að taka á leigu nokkrar jeppabifreið- ar. Upplýsingar i sima 2-88-28, frá kl. 9-10 og 13-14. inöguleika á að velgja þeim undir uggum, þegar þeir heimsækja okkur 25. mai n.k. Af landsliði okkar er það að frétta, að þeir leikmenn sem hafa verið valdir til æfinga, mættu all- irá landsliðsæfingu sl. sunnudag. En ekki var sú æfing erfið, þvi að hún stóð aðeins yfir i klukkutima. Ef við ætlum að eiga möguleika i sigri gegn Frökkum, þá þýðir litið að æfa einn klukkutima i viku. Það verður að fara að gera breyt- ingar á æfingum landsliðsins og jafnvel að fjölga þeim. Betur má, ef duga skal! landsleikjum okkar undanfarin ár. Fyrst i hinum erfiðu leikjum gegn Belgiumönnum og Hol- lendingum, og siðan úrslitin gegn Svlum i Sviþjóð og A-Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 1973. Islendingar fengu gullið tækifæri til að leggja A-Þjóðverja að velli — islenzku strákarnir náðu for- ustu (1:0) eftir að löglegt mark hafði verið dæmt af þeim, eins og myndir sýndu á sinum tima. A- Þjóðverjar náðu að jafna (1:1) og siðan að komast yfir (2:1). Rétt fyrir leikslok fengu strákarnir möguleika á að jafna, en mis- notuðu vitaspyrnu. Þá stóðu strákarnirsig mjög vel i Magden- burg I A-Þýzkalandi, þegar þeir kórónuðu góða frammistöðu sina undanfarin ár, með þvi að ná jafntefli gegn A-Þjóðverjum (1:1).- — Eftir þennan árangur hef ég haft áhyggjur af þvi, hvað hefur verið farið seint af stað með undirbúning landsliðsins fyrir þetta keppnisti'mabil. Strákarnir hefðu ekki fengið svona gott fri i vetur, ef ég hefði verið með þá. En eins og komið er, þá getur þjálfari þeirra hvatt þá til dáða. Ég þekki hann ekki, en hann virð- ist áhugasamur um að ná árangri og það eitt hefur mikið að segja. — Ef æfingar hefðu verið hjá strákunum i vetur, þá hefði ég hiklaust veðjað á sigur ísl. gegn Frökkum. En eins og nú er i pott- inn búið, þá er ég á báðum áttum — leikurinn verður tvisýnn. Samt kæmi mér það ekki á óvart, að við næðum sigri. Frakkarnir eru óvanir að leika á velli eins og Laugardalsvöllurinn er á þessum tima — þungur. Völlurinn hentar ekki fyrir Frakkana, þvi að þeir ná örugglega ekki að sýna þá knattspyrnu, sem þeir eru vanir að leika.” Matthías fer ekki bann Akranes Vantar börn til að bera út Timann. Guðmundur Björnsson, simi 1771. M ATTHIAS HALLGRÍMSSON fer ekki I keppnisbann, eins og við sögöum hér á siðunni I gær. Við sögðum frá þvi, að Matthias hefði þrisvar sinnum fengið að sjá gula spjaldið. Það er ekki rétt, hann hefur aðeins fengið þaö tvisvar sinnum, og leikur þvi með Skaga- mönnum fyrsta leikinn i tslands- mótinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.