Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 16
' Miövikudagur 30. april 1975. >i FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 fyrir yóóan waM ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS l ‘ Bandariskir hermenn stiga á land i Vietnam áriö 1965: Allt til einskis. Ihlutun Banda- ríkjanna í Víetnam lokið Viðbrögð Bandaríkjamanna eru að vonum misjöfn d þessum tímamótum Reuter—Washington — Siöustu Bandarikjamennirnir voru fluttir frá Suöur-Vietnam i gær. Þar meö lauk tuttugu ára ihlutun Bandarikjanna um málefni Viet- nam. Viöbrögö Bandarikjamanna við þessum „fyrsta ósigri Bandarikj- anna i styrjöld” eru mjög misjöfn. Flestir virðast þö fegnir, og vonast nú til, aö Bandarikja- stjórn beini augum sinum aö nærlægari vandamálum. Aðrir — og þá einkum þeir, sem misst hafa ástvini sina i striöinu i Viet- nam, en alls féllu 55 þúsund bandariskir hermenn i bardögum þar — eru bitrir og spyrja spurninga á borð við: Fyrir hverju vorum við eiginlega að berjast? Af hverju þurftum við að sjá á bak ástvinum okkar, að þvi er virðist til einskis? Og loks er þriðji hópurinn, en viðhorf hans stjórnast fyrst og fremst af reiði. í þeim hópi er t.d. öldungadeild- arþingmaðurinn Barry Goldwat- er, sem sagöi fyrir skömmu: Það þýðir ekkert að fara I strið, nema maður ætli sér að vinna það. Bandarisk blöð skýra frá siðustu atburðum i Vietnam i sérútgáfum, en fæst þeirra hnýta neinu viö fréttirnar. Stórblaðið Washington Evening Star segir þó I leiöara: Hörmungarnar i Vletnam virðast nú á enda — a.m.k. fyrir okkur Bandarikja- menn, þótt það sama verði e.t.v. ekki sagt um Suöur-VIetnama. UM hádegisbiliö I gær kom varöskipiö Týr meö brezka togarann Bru- cella til hafnar I Reykjavik, en sem kunnugt er af fréttum, sendi togar- inn út neyðarkall á iaugardaginn vegna leka, sem vart heföi oröiö viö. Þá var togarinn staddur út af Stokksnesi. Myndin sýnir togarann viö komuna til Iteykjavikur I gær. —Tfmamynd: G.E. Saigon getur fallið á hverri stundu Tilraunir til að koma d vopnahléi bera engan drangur NTB/Reuter—Saigon/Washing- ton/Parls — Þykk reykjarský grúföu yfir Saigon I gær, meðan þúsundir Bandarlkjamanna og Suöur-Vietnama voru fluttir á brott frá borginni I þyrlum. Þá héidu þjóðfrelsisliðar (og Norður-VIetnamar) uppi látlausri skothrið á Tan Son Nhut-flugvöll, sem er aðalflugvöilur Saigon. Alger upplausn virðist nú rlkja i Saigon. Þúsundir Suður-VIet- nama reyndu að troðast inn i bandariska sendiráðið og aörar byggingar Bandarikjamanna i borginni, en þangað voru banda- riskir borgarar (og fylgdarlið þeirra) sóttir af þyrlum. Á meöan gekk fólk rænandi og ruplandi um I verzlunum. Fáein skot kváðu við annað slagið I gær, en undir kvöld varð allt kyrrt og hljótt, en and- rúmsloftið er þrungið spennu að sögn fréttaritara I Saigon. Fjöldi bandariskra þingmanna réðist I gær á Gerald Ford forseta og stjórn hans fyrir að draga of lengi að flytja bandariska borg- ara á brott frá Saigon. Sannast sagna sluppu þeir siðustu með naumindum þaðan vegna siauk- inna árása þjóðfrelsisliða á borg- ina. Fréttir hermdu og i gær, aö tveir bandariskir landgönguliðar hefðu fallið. Flóttamennirnir eru fluttir I fyrsta áfanga um borð I flugvéla- móðurskip Bandarikjaflota, er biða átekta undan ströndum Viet- nam. Óstaðfestar fréttir hermdu slð- degis I gær, að samið hefði verið um vopnahlé. Áður hafði þjóð- frelsisfylkingin sent frá sér tilkynningu, þar sem hin nýja stjórn undir forsæti Duong Van Minh hershöfðingja er sögð lepp- stjórn Bandarikjamanna. Skorað er á Ibúa Saigon að taka þátt I „sögufrægasta sigri i landinu til þessa”. Talsmaður þjóðfrelsisfylking- arinnar I Parls vlsaði svo slðdegis i gær á bug fréttum um vopnahlé. Hann sagði, að baráttan héldi áfram. Ennfremur upplýsti tals- maðurinn, að Ibúar I nokkrum hverfum Saigon hefðu gert uppreisn og berðust nú við hlið þjóðfrelsiliða. Skilyrði þau, er þjóðfrelsis- fylkingin hefur sett fyrir vopna- hléi af sinni hálfu, eru: Brott- flutningur allra Bandarikja- manna frá Vietnam (þessi krafa hefur þegar verið uppfyllt), uppgjöf hers Saigon-stjórnarinn- ar og stöðvun yfirgangs lögreglu. Sem kunnugt er hefur franska stjórnin reynt að koma á vopnahléi i Vietnam. Jean Sau- vagnargues utanríkisráðherra sagöi siðdegis i gær — eftir fund með Valery Giscard d’Estaing forseta — að svo virtist sem póli- tiskur grundvöllur væri nú fyrir samkomulagi um vopnahlé. — Viö erum þrumulostnir, að það skuli ekki enn hafa náðst. Hernaðarsérfræðingar i Saigon állta, að þjóöfrelsisliðar geti tekið höfuðborgina, hvenær sem er. Að sögn þeirra getur stjórnarher- inn aðeins varizt áhlaupi á borg- ina I stuttan tima, e.t.v. aðeins I sólarhring. Andsvar Japana við þeim andstæðri þróun í hafréttarmólum: Djúpsjávarveiðar Reuter-Tókió. Japanskt rann- sóknaskip lét fyriir skömmu úr höfn og hélt áleiðis tii Nýja-Sjálands. Tilgangur leið- angursins er að gera tilraunir með nýja veiðitækni á djúp- sævi-tækni, er gæti stóraukiö matvælaöflun 1 heiminum. Fram að þessu hefur lltiö veiðzt á meira en 200 metra dýpi. Aftur á móti er fjöldi fiskitegunda, er lifir á bilinu 200-1500 metra dýpi. Með sér- staklega öflugri vindu og 5500 metra löngum vir gera japan- skir vlsindamenn sér vonir um að veiða niður á allt að 1500 metra dýpi. Djúpsjávarveiðar eru and- svar Japana við fyrirsjáan- legri þróun hafréttarmála, þ.e. að strandríki færi efna- hagslögsögu sina út I 200 sjó- milur. Þeir eru nú ein mesta fiskveiðiþjóð i heimi, en að- eins hluti aflans er fenginn við Japansstrendur. Þvi er þeim nauðsynlegt að leita annarra miða, þegar strandrikin færa — hvert af öðru — út lögsögu sina. (ífyrra nam afli Japana alls 10.760 þús. tonnum — þar af veiddust 4.500 þús. tonn á hafsvæöi, sem liggur innan 200 milna frá ströndum annarra rikja.) Rannsóknaskipið Shinkai Maru verður fimm mánuði I þessum leiðangri. Japanskir vlsindamenn gera sér vonir um, að hann beri góðan árang- ur. Þeir bjartsýnustu hafa jafnvel spáð, að innan fárra ára veiði Japanir um 600 þús. tonn á djúpsævi árlega. SKORTIR VÍDA Á ÖRYGGI í SENDIRÁÐUM ÍSRAELS? Aðeins einn maður stóð að hermdarverkunum í Jóhannesarborg NTB/Reuter-Jóhannesarborg/- Jerúsalem. 1 Ijós kom, að aöeins einn maöur — öryggisvörður i ræöismannsskrifstofu tsraels i Jóhannesarborg I Suöur-Afriku — stóö að hermdarverkum þeim, er unnin voru þar utan við og inni i skrifstofunni I fyrradag og -nótt. 1 dögun 1 gærmorgun gafst öryggisvörðurinn upp, en athæfi Ailon utanríkisráöherra: Viöa er pottur brotinn. hans kostaði a.m.k. einn mann lifið, en aðrir þrjátíu og sjö særð- ust. Ástæöurnar fyrir verknaðin- um eru óljósar. Oflugur öryggisvörður var við ræðismannsskrifstofuna þann tima, er hermdarverkamaðurinn hélt alls tuttugu og einum I gisl- ingu. Með brögðum tókst nitján þeirra að sleppa, svo að loks voru aðeins tveir gislanna eftir I bygg- ingunni. Allan timann stóðu öryggisverðir I þeirri trú, að um hóp hermdarverkamanna væri aö ræða. Það kom þeim þess vegna mjög á óvart, aö aöeins einn maður hafði verið að verki. Israelska utanrlkisráðuneytið hefur þegar hafið umfangsmikla rannsókn á tildrögum þessa at- burðar i Jóhannesarborg. Frétta- skýrendur i Jerúsalem hafa gefið i skyn, að niðurstöður rannsókn- arinnar eigi eftir að koma róti á huga ísraelsmanna. Hún er nefni- lega talin leiða I ljós, að viða sé pottur brotinn, að þvi er varöar öryggi I sendiráðum og ræðis- mannsskrifstofum ísraels erlend- is. Yigal Allon utanrikisráðherra, sem staddur er i heimsókn I Paris, hefur ákveðið að hraða för sinni heim tii Israels vegna at- burðarins i Jóhannesarborg. Flugslys í Líberíu: Áhrifamikill stjórnmála- maður lézt Reuter-Monróviu. Fjármála- ráðherra Liberiu og fimm menn til viöbótar létu lifiö I flugflysi i gær. Slysið varð með þeim hætti, að flugfél ráðherrans — Steven Tolbert — féll i sjóinn rétt eftir flugtak af flugvellin- um við Greenville, sem er 320 km suður af höfuöborginni Monróviu. Tolbert fjármálaráðherra var umsvifamikill, en um leið umdeildur. Hann upprætti aö mestu spillingu I ráðuneyti sinu, og var — að sögn Reut- er-fréttastofunnar — mjög dugandi i starfi. Sviplegt frá- fall hans kann að hafa áhrif á stjórnmálaþróunina i Liberiu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.