Tíminn - 26.04.1977, Síða 4

Tíminn - 26.04.1977, Síða 4
4 Þriftjudagur 26. april 1977 Stórkostlegt afrek Horts í fjölteflinu um helgina: Heimsmetin fuku! Viö upphaf fjölteflisins, Friörik ólafsson, Hort og Einar S. Einars- son. (Timamyndir: G.E.) Gsal-ReyRjavik — Tékkneski stórmeistarinn Vlastimil Hort vann þaö einstæöa afrek um heig- ina aö tefla I einni lotu viö SSO ts- lendinga og tók fjöltefliö aöeins rúmar 24 klukkustundir. Hort stóö sig meö glæsibrag I fjöltefl- inu, vann 477 skákir, geröi 63 jafntefli og tapaöi aöeins 10 skák- um. Hlaut hann þvi samtals 508 og hálfan vinning sem er feikn góöur árangur I jafn fjölmennu tafli, eöa um 92% vinninga. Fjöltefliö sem háö var í Val- húsaskóla á Seltjarnarnesi, stóö yfir frá þvi klukkan rúmlega niu á laugardagsmorgun til klukkan 9.45 á sunnudagsmorgunn. A þessum tlma setti Hort fjögur ný heimsmet. Hann tefldi viö flesta i einu og sama fjölteflinu, eöa 550 manns, fyrra heimsmetiö var 400 manns sett af Svianum Stahlberg i Buenos Aires áriö 1940. Þaö fjöl- tefli tók 36 klukkustundir og sló Hort þvi rækilega fyrra heims- metiö. Hver skák i fjölteflinu tók aö meöaltali 2 minútur og 14 sekúnd- ur, sem er heimsmet i svona stóru fjöltefli. Þá tefldi Hort viö flesta I einni lotu, eöa 201 en fyrra heimsmetiö var 179. En Islendingarnir sem tóku þátt i fjölteflinu settu lika heims- met, þvi aldrei fyrr hefur jafn stór prósentutala einnar þjóöar tekiö þátt i fjöltefli, en hún var 0,25%. Gifurlegur áhugi var á þessu fjöltefli og komust mun færri aö en vildu. Ahorfendur voru lika mjög margir allan timann og fylgdust meö þessum sérstaka viöburöi. Hort var ekki mjög þreytulegur aö sjá undir lokin, en Hort var ekki iengi aö leika 201 leik I byrjun fjöltefiisins á laugardagsmorgun, þvi þaö tók hann ekki nema um 10 minútur. Hraöinn var ofboöslegur, en alls er taliö aö Hort’ hafi leikiöfimmtán þúsund 1^; j ,,fjöltefli aldarinnar”. var íljótur aö sofna þegar heims- metunum haföi veriö hnekkt. Aö sögn kunnugra var Hort þreyttari I fótunum en höföinu aö fjölteflinu loknu — og enn hefur hann ekki haft matarlyst likt og venja hans er. Þeir tfu.semlögöu Hortaö velli I fjölteflinu, voru þessir: Bjarn- steinn Þórsson, Þorgeir Jóhann- esson, Halldór Garöarsson, Sig- urbjörn Þóröarson, Kolbeinn Arnason, Ottó Jónsson, Jónas Magnússon, Siguröur Reynisson, Benedikt Jónasson og Þórir Oddsson. FyrirfjöltefliöfékkHortum 250 þúsund Isl. króna. „EG ER EKKI BITUR - EN VONSVIKINN” sagði Vlastimil Hort á fundi með « , . . • • » hefekkilausnina þóég gagnrýni frettamonnum 1 gær Gsal-Reykjavik — Ég er ekki bitur yfir úrslitum einvigisins, en ég er vonsvikinn, sagöi Vlastimil Hort á fundi meö fréttamönnum i gær, en Hort heidur af landi brott i dag og mun koma viö i Bretlandi á leiö sinni heim til Tékkóslóvakiu. — Spassky vann og ég get engum um kennt nema sjálfum mér, sagöi Hort. — Veru minni á Islandi aö þessu sinni er lokiö og vonandi stend ég mig betur þegar ég kem aftur, sagöi Hort og brosti. — Ég hef veriö mjög ánægöur hérna, aöbúnaöur allur hefur veriö mjög góöur og skipulag einvfgisins hnökralaust.Nú ætla ég aö taka mér hvild og skemmta mér. Hort ræddi talsvert um ein- vlgið viö Spassky, og sagöi aö hanri heföi álitiö fyrirfram aö um jafnt einvlgi yröi aö ræöa sem raunin heföi og oröiö. Hann kvaö einvigið hafa veriö mjög lýjandi og bæöi hann og Spassky hefðu verið orðnir mjög þreyttir að lokum, enda heföu skákirnar verið tefldar til fulls. aö undan- skilinni einni skák, sem lyktaöi meö jafntefli I 14 leikjum. — En öll okkar jafntefli voru engin stórmeistarajafntefli, sagöi hann. Þaö er ekki hægt aö kalla þaö stórmeistarajafntefli þegar setið er f marga klukkutima yfir skákinni og sifellt veriö að reyna að finna vinningsleiö. — Ég óska Spassky innilega til hamingju meö sigurinn, og vona svo sannarlega að hann vinni Portisch i undanúrslitun- um. Þaö er alls ekki fráleitt aö Spassky ávinni sér rétt til þess að tefla viö Karpov, en min skoöun er sú, aö enginn þeirra skákmanna sem enn eru i keppninni um réttinn til aö skora á Karpov hafi nokkurn von um sigur i þvf einvígi. Til þess er Karpov einfaldlega mun sterkari en þeir. Eina einvigiö sem gæti oröiö jafnt, væri milli Karpovs og Fischers. Hort gagnrýndi mjög reglur FIDE um áskorendaeinvigin og kvaðst vilja hafa einvigin styttri. — Þaö er fáránlegt, aö á sama tima og menn eru einn dag aö komast til tunglsins, þá stendur einvigi tveggja skák- manna I marga mánuöi. En ég þetta. — Ég tefldi ekkert verr en Spassky i þessu einvigi, en ég var óheppinn. Og það er satt, aö þegar ég var sem bezt undirbú- inn til þess að tefla var hann veikur. Eftir uppskuröinn og þetta hlé á einviginu var ég ekki vel upplagöur. En ég get ekki á- sakað neinn nema sjálfan mig hvernig fór, en svona er skákin — og svona er lifiö sjálft. Um maraþon-fjöltefliö sagöi Hort aö hann heföi farið í þaö til þess aö vekja athygli á skák- inni. — Þetta var mjög gaman, en ég geri þetta ekki aftur, sagöi hann. Ég yröi ánægöur ef mér yngri menn færu i fótspor mfn. Hort sagöi, að sum heimsmet sem menn væru aö reyna aö setja, væru tilgangslaus s.s. aö éta svo og svo marga kílómetra af spaghetti, ellegar aö láta grafa sig lifandi i svo og svo marga daga — en þetta heims- met hefði haft tilgang og því heföi veriö veröugt aö glima við þaö. Hort kvaöst aö líkindum tefla næstá byltingarmótinu f Sovét- rikjunum f sumar, þar sem Karpov er m.a. meðal þátttak- enda. Afmælisbókin 7977 BARN NÁTTURUNNAR ,,Barn náttúrunnar" með listafallegum teikningum Haraldar Guðbergssonar um æskuástina í fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness. „Afmælisbókin verður aðeins gefin út í 1000 eintökum og ekki endurprentuð. Helgafell UNUHÚSI Sími 16837 - Pósthólf 7134 Einnig eigum við til örfá eintök af tveim eldri afmælisbókum hans, bókinni Skeggræður gegnum tiðina, samtalsbók, skrifuð af Matthíasi Jóhannessen og kom út árið 1972 á 70 ára afmæli skáldsins, og bókina Halldór Kiljan Laxness, skrifuð af Kristjáni Karlssyni, með fjölda mynda (30 síður). Þessi bók kom út 1962, á sextugsafmæli skáldsins. BEZTA FJÁRFESTINGIN: Er að gefa börnum sínum verk skáldsins í heildarútgáfu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.