Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 2
Hvernig er andrúmsloftið á loftslagsráðstefnunni, Jónína? 75.000 KR. GJAFABRÉF FRÁ SMÁRALIND FYLGIR NÚNA ÖLLUM NOTUÐUM BÍLUM FRÁ INGVARI HELGASYNI Nýsir hf. sem sér um sýningarskála Íslands á Fen- eyja-tvíæringnum sótti um og fékk leyfi til að fjarlægja næstum tveggja metra háan hrafntinnu- stein og flytja til Feneyja vegna hennar. Umræddur steinn, sem var áður á Dómadalsleið milli Land- mannahellis og Frostastaðavatns, er þekktur fyrir glæsileika að sögn Árna Bragasonar, forstöðumanns náttúruverndarsviðs Umhverfis- stofnunar. Það er Ólafur Elíasson lista- maður sem ber hitann og þungann af sýningunni og átti steinninn að vera miðpunktur hennar. Íslend- ingar sýna að þessu sinni fullkom- ið módel af fyrirhuguðu tónlistar- og ráðstefnuhúsi við Reykjavíkurhöfn ásamt nánasta umhverfi þess. Umhverfisstofnun heimilaði brottflutning steinsins en þó með ákveðnum skilyrðum. Meðal ann- ars var þess krafist að brottnámið ylli sem minnstum óafturkræfum áhrifum og að steininum yrði skil- að á sinn stað að sýningu lokinni. Sýningin hefur staðið yfir frá 10. september og mun ljúka á sunnudag. Árni segir að hann geri ráð fyrir því að steininum verði skilað að henni lokinni, enda hafi hann verið lánaður með því skil- yrði. Fékk tinnu að láni Lögmaður Stefáns E. Matthíassonar, sem sagt var upp störfum sem yfirlæknir við æðaskurðlækningadeild Landspít- ala - háskólasjúkrahúss hinn 28. nóvember í fyrra, hefur sent spítalanum bótakröfu fyrir hönd Stefáns. Héraðsdómur kvað upp dóm hinn 29. júní í ár þess efnis að uppsögnin hefði verið ólögleg. Bótakrafan er upp á rúmlega 139 milljónir króna og er reiknuð út frá tekjumissi Stefáns í tíu ár. Einnig er þess krafist að spítalinn greiði Stefáni miskabætur að upphæð 10 milljónir sem og innheimtukostnað lögmanns hans. Spítalinn hefur 30 daga til að inna greiðsluna af hendi, eftir það bætast dráttarvext- ir við kröfuna. Krefst hárra bóta „Bærinn leggur ekki fjármagn í þetta verkefni öðru vísi en að leggja til húsnæðisaðstöðu,“ segir Páll Hilmarsson, formaður skóla- nefndar Garðabæjar, um fjár- mögnun svokallaðrar Vinaleiðar sem Garðakirkja stendur fyrir í þremur grunnskólum bæjarins. Í sumar sótti séra Jóna Hrönn Bolladóttir um styrk frá bænum vegna Vinaleiðar. Áður en bæjaryfirvöld náðu að afgreiða málið tókst kirkjunni að fá fé til verkefnisins frá Sund ehf. Að sögn Páls töldu bæjaryfirvöld þá styrkbeiðnina fallna úr gildi. Vinaleiðin er gagnrýnd af félaginu Siðmennt fyrir meint trúboð. Bæjarsjóður borgar ekkert Verktakar telja að núverandi kröfur um öryggi og merkingar við vegaframkvæmdir séu of slakar og þær þurfi að auka. Verja þurfi mun meira fé til öryggismála en nú sé gert. „Verktökum er ekki um að kenna – þeir vilja gjarnan breytingar,“ segir í yfirlýsingu frá verktökum. Mannvirki - Félag verktaka hélt félagsfund um öryggi og umferð- armerkingar á fimmtudaginn. Eftir fundinn sendu verktakarnir frá sér ályktun þar sem þeir lýstu sig „fúsa til góðra verka og óska eftir samvinnu og samstöðu verkkaupa og vegfarenda við að auka öryggi í umferðinni“. Vilja stuðla að umferðaröryggi Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri verður opnað kl. 10 í dag. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir þá vera í fyrra fallinu að opna í ár, jafnvel þótt svæðið hafi verið opnað í byrjun nóvember í fyrra. „Nú er töluverður snjór á svæðinu og stefnt að því að opna Fjarkann, Stromplyftu, Auði, Töfrateppið og Hólabraut. Þá reiknað með að göngubrautin verði troðin. Gert er ráð fyrir hálfskýjuðu veðri og sjö stiga frosti á Akureyri í dag og því vissara að búa sig vel til skíðaiðkunar. Nægur snjór í Hlíðarfjalli Lyfjaráð ÍSÍ hefur tekið að sér að lyfjaprófa afreks- fólk utan ÍSÍ og má þar nefna keppendur í fitness. Skúli Skúla- son, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir að um 60 prósent þeirra sem skráðir eru til keppni í fitness falli á lyfjaprófum. Hlutverk lyfjaeft- irlitsnefndar er að skipuleggja og framkvæma eftirlit með lyfja- notkun íþróttamanna. Skúli segir að í fyrra hafi verið gerð 128 lyfjapróf á félagsmönn- um ÍSÍ og að slíkum prófum hafi fjölgað úr 50 árið 1996. „Það sem af er þessu ári hefur enginn fallið á lyfjaprófum en árið 2005 voru þeir þrír.“ Yfirskrift hádegisverðarfund- ar ÍSÍ í gær var steranoktun meðal framhaldsskólaskólanema á Íslandi en þar var farið ofan í saumana á skýrslu sem birt var í haust um notkun lyfja, tóbaks og fæðubótarefna meðal ungs fólks. Þórólfur Þórlindsson prófessor gerði meðal annars athugasemd við þá flokka sem fram komu í skýslunni en þar er dregið saman hlutfall þeirra framhaldsskóla- nema höfðu einhverntíma notað stera eftir því hvort þeir stunduðu íþróttir vikulega eða oftar. Þórólf- ur segir að regluleg ástundun íþrótta miðist við þá sem stundi þær þrisvar í viku eða oftar. Í skýrslunni kom til dæmis fram að 4,5 prósent þeirra framhaldsskóla- nema sem stunduðu frjálsar íþróttir vikulega eða oftar hefðu einhverntíma notað stera. „Þegar steranotkun þeirra sem stunda frjálsar íþróttir tvisvar í viku er skoðuð fer hlutfallið niður í 0,7 prósent sem túlka má á þann veg að þeir sem stundi frjálsar íþróttir oftar en vikulega séu ólíklegri til að nota stera.“ Þórólfur segir steranotkun tengjast mörgum þáttum í þjóðfé- laginu og að ekki sé hægt að tengja íþróttaiðkun og steranotkun sér- staklega. „Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetam- ín og e-töflur en við íþróttaiðkun. Í rannsókninni kemur fram að 159 af 11.000 unglingum hafi neytt anabóliskra stera sem getur ekki talist hátt hlutfall.“ Þórólfur segir þetta hlutfall svipað og í Noregi en lægra en í Svíþjóð og Kanada svo samanburð- ur við aðrar þjóðir sé notaður. Á fundinum kom fram að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi fengið aukið fjármagn til lyfjaeft- irlits og á þessu ári verður sjö milljónum króna varið til lyfja- eftirlits innan íþróttahreyfingar- innar. Mikil steranotkun í fitness-keppnum Sextíu prósent þeirra sem taka þátt í fitness-keppnum hér á landi falla á lyfja- prófum. Þetta var meðal þess sem fram kom á hádegisverðarfundi á vegum ÍSÍ í gær. Fjárlög til lyfjaeftirlits innan íþróttahreyfingarinnar verða aukin. Höfðað hefur verið opinbert mál á hendur ungmenn- unum sem fóru ránshendi um landið í september síðastliðnum. Ákæran nær yfir hluta þeirra brota sem hópurinn er talinn hafa framið frá seinni hluta sumars og fram í september. Sá sem flestir liðir ákærunnar beinast að, 21 árs gamall karlmaður, situr enn í síbrotagæsluvarðhaldi. Í ákærunum er honum og þremur ungmennum, tveimur stúlkum og einum dreng, á aldrin- um 16-18 ára, meðal annars gefið að sök að hafa brotist inn í félags- heimilið Árnes og stolið þaðan alls kyns varningi og búnaði að verðmæti á fimmta hundrað þús- und, margvíslegar gripdeildir, bílþjófnaði, önnur innbrot, ölvun- arakstur, fjársvik auk annars konar auðgunarbrota. Drengirnir tveir voru hand- teknir í september eftir að þeir höfðu í samfloti við yngri stúlk- una farið ránshendi víða um landið á skömmum tíma. Meðal viðkomustaða þeirra voru Húsa- vík, sumarbústaðabyggðir í Borgarfirði, Selfoss og að end- ingu höfuðborgarsvæðið. Auk þeirrar ákæru sem nú hefur verið birt þeim eru fjöl- mörg önnur mál tengd hluta hópsins til vinnslu hjá lögreglu. Eldri drengurinn er til að mynda grunaður um að hafa einn átt aðild að sex öðrum hegningar- lagabrotum og framið sjö önnur í slagtogi við aðra á tímabilinu 23. júlí til 5. september til viðbótar við þau sem hann er ákærður fyrir nú. Þjófagengi ákært Bjarne Reinholdt, framkvæmdastjóri Norður- Atlantshafsskrifstofu Norsk Hydro á Íslandi, segir að umræða sumra íslenskra fjölmiðla um þær fyrirætlanir fyrirtækisins að byggja 600.000 tonna álver algerlega úr lausu lofti gripna. Hann segir einnig að fyrirtækið ætli sér ekki að leggja niður álver í Noregi heldur þvert á móti séu fyrirætlanir um að auka þá starfsemi á næstu árum. Bjarne segir að allir viti að slíkt álver sé allt of stórt fyrir Ísland og það séu engar forsend- ur til reksturs þess. Hann ítrekar að fyrirtækið hafi mörg járn í eldinum og álver sé aðeins eitt þeirra. 600.000 tonna álver ekki nefnt Þegar steranotkun þeirra sem stunda frjáls- ar íþróttir tvisvar í viku er skoðuð fer hlutfallið niður í 0,7 prósent sem túlka má á þann veg að þeir sem stundi frjálsar íþróttir oftar en vikulega séu ólíklegri til að nota stera. Akureyri er fallegasti bær landsins. Þetta er niðurstaða könnunar Fréttablaðs- ins. Akureyri hlaut 22,4 prósent atkvæða þeirra sem þátt tóku í könnuninni og hlaut því yfir- burðakosningu í efsta sæti. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, er rígmontinn með niðurstöðuna þó að ekki komi hún honum á óvart. Öruggur í öðru sæti er Hafnarfjörður en Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir Hafnfirðinga aldrei ánægða nema með toppsætið. Mesta furðu viðmæl- enda blaðsins vekur að Kópavog- ur og Reykjanesbær komast á topp tíu-lista yfir fallegustu bæina. Akureyri falleg- asti bærinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.