Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 10
Franklin Steiner hefur höfðað meiðyrðamál á hendur Blaðinu vegna umfjöllunar þess um sig í grein þar sem fjallað var um störf lögreglunnar í Reykjavík. Þetta staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Franklins, í Kastljósinu á fimmtudagskvöld. Í umræddri grein var því haldið fram að Franklin hefði verið umfangsmesti fíkniefnasali landsins á ákveðnu tímabili. Sveinn Andri segir þá fullyrðingu vera kolranga og órökstudda. Því verður farið fram á að forsvars- menn Blaðsins verði dregnir til ábyrgðar fyrir ummælin og þau dæmd dauð og ómerk. Franklin Steiner í mál við Blaðið Ríki og sveitarfélög munu skipta með sér kostnaði við lengda viðveru allt að 370 fatlaðra grunnskóla- barna í 5. til 10. bekk frá 1. janúar 2007. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að félagsmálaráðuneytið gangi til við- ræðna við Samband íslenskra sveitarfé- laga um útfærslu á greiðsluþátttöku ríkisins til bráðabirgða í tvö ár. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra ætlar sér skamman tíma til að ganga frá því. Lengi hefur verið unnið að framtíð- arlausn varðandi hver greiði kostnað vegna þjónustu við þennan aldurshóp eftir að skóladegi lýkur. Er þar átt við dægradvöl og aðstoð við heimanám sem veitt er grunnskólabörnum eftir að skólastarfi lýkur klukkan 13 og stendur fram til klukkan 17. Sveitar- félögin veita yngri grunnskólabörnum þessa þjónustu, bæði fötluðum og ófötluðum. Starfshópur sem fjallaði um málið og skilaði skýrslu í haust lagði til að gert yrði sérstakt samkomulag milli félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu kostnaðarins og reiknað er með að hlutur ríkissjóðs geti orðið 60 milljónir króna á ári í tvö ár. Lagt er til að lög um málefni fatlaðra verði endurskoðuð til að kveða skýrt á um hlutverk og ábyrgð ríkis og sveitarfélaga varðandi lengri viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Í dag hvílir lagaskylda hvorki á ríki né sveitarfélögum um að bjóða þessa þjónustu. saman við eigum vel Staðalbúnaður MASC stöðugleikastýring ABS hemlalæsivörn • EBD hemlajöfnunarkerfi MATC spyrnustýring • Aksturstölva • Hiti í framsætum Fjarstýrðar samlæsingar • Rafdrifnar rúðuvindur Mitsubishi Colt er frábær bíll sem hefur sópað að sér verðlaunum, enda kostirnir augljósir; glæsileg hönnun, mikið innra rými með mikla möguleika, nýjar öflugar vélar, 6 hraða „Allshift“ sjálfskipting og margt fleira. Komdu og prófaðu hann Verð: 1.590.000 kr. Þingflokkur Frjáls- lynda flokksins segir umræðu síð- ustu daga vera villandi. Enginn þingmannanna vildi ræða viðtal við Margréti Sverrisdóttur í blað- inu í gær, en þar sagðist hún ekki vilja vera í flokki sem markaðist af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns og jafnaði þeim við þjóðernishyggju. Sverrir Hermannsson, stofn- andi flokksins, var sá eini úr kjarna Frjálslyndra sem vildi ræða deilumál Jóns og Margrétar. „Ég held nú að þetta verði afgreitt í sátt og samlyndi. Um hvað er deilt? Það er deilt um það að Mar- grét heldur sig nákvæmlega við málefnaskrá flokksins. Og að halda það að einhver utanveltu- besefi eins og Jón Magnússon, sem er ekki einu sinni löglegur félagi í Frjálslynda flokknum, hafi eitthvað um það að segja, kemur ekki til nokkurra greina,“ sagði Sverrir í gær. Magnús Þór Hafsteinsson sagði að stefnumál flokksins hefðu ekki breyst og að skoðanir Jóns væru hans einkamál. „Það sem Jón Magnússon hefur skrifað eru fyrst og fremst hans eigin viðhorf. Fólk hefur mismunandi áherslur og túlkar sig með mismunandi hætti,“ Magnús sagði einnig að honum þætti grein Jóns Magnússonar „Ísland fyrir Íslendinga?“ vera fín í því samhengi sem hann sæi hana. Hins vegar væri hann afar ósáttur við að orð Jóns væru slitin úr sam- hengi. Hann túlkar grein Jóns ekki sem rasisma. Sigurjón Þórðarson tók í svip- aðan streng og Magnús. „Ég er sammála inntakinu í greininni um að hingað eigi ekki að koma öfga- fólk og skiptir þá engu hver trú þeirra er. Umræðan um málefni útlendinga snýst hins vegar fyrst og fremst um kjör launafólks sem er í beinni samkeppni við óheft flæði starfsfólks frá öðrum lönd- um. Andstæðingar flokksins leggja alla áherslu á að draga umræðuna frá þessu og færa yfir á vafasamt svið kynþáttahyggju, sem er langt í frá stefna flokks- ins.“ Guðjón A. Kristjánsson vildi ekkert segja um málið í gær, annað en að stefna Frjálslynda flokksins hefði ekki breyst. Segir Jón Magnússon ekki löglegan flokksmann Forsvars- menn rekstrarfélags Tívolí- skemmtigarðsins í Kaupmanna- höfn kynntu á fimmtudag áform um að reisa 102 metra hátt lúxushótelháhýsi í garðinum, eftir hönnun breska stjörnuarki- tektsins Normans Foster lávarðar. Stefnt er að því að hótelturninn, sem yrði ein hæsta bygging borgarinnar, verði tilbúinn síðla árs 2010, svo fremi sem öll tilskilin leyfi fáist fljótt. Forsvarsmenn Tívolísins segja að hótelbyggingin sé liður í viðleitni félagsins til að breyta því úr árstíðabundnum í heilsárs- rekstur. Hundrað metra hótelháhýsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.