Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 48
 { austurland } 2 „Þetta var nú eiginlega sameiginleg ákvörðun liðsins á æfingu í haust. Fyrirliðinn frá því í fyrra hætti fyrir þetta tímabil og einhver þurfti að leysa hana af. Mitt nafn var nefnt og ég ákvað að slá til,“ segir Kristín Salín Þórhallsdóttir, 16 ára fyrirliði kvennaliðs Þróttar í Neskaupstað í blaki, þegar hún er spurð hvern- ig það kom til að hún var gerð að fyrirliða fyrir tímabilið í ár. Það er ekki á hverjum degi sem yngsti leikmaður liðs í hópíþrótt fær þess nafnbót, hvað þá þegar við- komandi er aðeins 16 ára gamall, en sú er þó raunin í tilviki Kristínar. „Sú sem er best í liðinu er líka þjálf- arinn svo það gekk eiginlega ekki að hafa hana sem fyrirliða. Þær sem eru eldri og reyndari leikmenn en ég eru einfaldlega svo nýjar í liðinu að það gekk eiginlega ekki að þær yrðu fyrirliðar. Ég var því ein af örfáum sem komu til greina,“ segir Kristín hógværðin uppmáluð, en hún hefur áður verið fyrirliði unglingalands- liðs Íslands í blaki. Hún segist ekki finna mikinn mun á því að vera fyr- irliði og óbreyttur leikmaður. „Nei, það er helst að þegar einhver rífur kjaft þá kallar dómarinn á mig og segir mér að róa stelpurnar niður. Sem er svolítið nýtt fyrir mér,“ segir Kristín og hlær. „En þetta er mjög gaman. Ég fæ líka mikla hjálp frá eldri leikmönnum liðsins sem er ómetanlegt.“ Kristín er Norðfirðingur í húð og hár, fæddist í Neskaupstað og hefur búið þar stærstan hluta ævi sinnar. Hún hefur æft blak frá því henni gafst fyrst tækifæri til þess en hún fékk bakteríuna af frænku sinni sem var þjálfari á sínum tíma. „Ég mætti með henni á alla leiki og flestar æfingar og kolféll fyrir íþróttinni. Blakið á einstaklega vel við mig og ég held hreinlega að ég geti stundað það allan daginn,“ segir Kristín sem verður þó að láta sér nægja að æfa fjórum til fimm sinnum í viku með Þrótti Neskaupstað. - vig 16 ára blakfyrirliði Kristín Salín Þórhallsdóttir er fyrirliði kvennaliðs Þróttar í Neskaupstað í blaki. Kristín Salín er fædd árið 1990 og er þar með í hópi yngstu fyrirliða landsins í meistara- flokki. „Ég fullyrði að þetta sé glæsileg- asta veiðhús á Austurlandi og þótt víðar væri leitað,“ segir Þröst- ur Elliðason, fiskeldisfræðingur og forstöðumaður veiðisvæðisins við Breiðdalsá, en svæðið nýtur sívaxandi vinsælda meðal stang- veiðimanna landsins. Gríðarleg uppbygging hefur verið á svæðinu síðustu ár og má segja að gjörbylt- ing hafi orðið með tilkomu veiði- hússins sem Þröstur talar um, en það var tekið í notkun sumarið 2003. „Aðstaðan er náttúrlega frábær en einnig hefur mikil uppbygg- ing átt sér stað í ánni sjálfri með seiðasleppingum. Laxinn hefur verið í stöðugri sókn en svo leggj- um við einnig mikla áherslu á sil- unga, bleikjur og urriða,“ útskýrir Þröstur. Í sumar veiddust 937 laxar í Breiðdalsá, en það kemur ánni í 14. sæti yfir bestu laxveiðiár lands- ins. Sumarið í ár var metsumar en veiðin í ánni hefur margfald- ast eftir að mikið ræktunarátak fyrir nokkrum árum. Til marks um aukninguna síðustu ár má nefna að sumarið 2003 voru „aðeins“ 204 laxar veiddir en að sögn Þrastar er markmiðið fyrir næsta sumar að ná yfir þúsund löxum. „Það ætti að vera hægt ef skilyrði til sjávar eru eðlileg en auðvitað stjórnum við ekki náttúrunni.“ UM VEIÐIHÚSIÐ: Veiðihúsið stendur á bökkum Breiðdalsár í landi Eyja og er óhætt að segja að þar sé að finna eina glæsilegustu gistiaðstöðu landsins. Í húsinu eru átta tveggja manna herbergi, hvert með sér baðherbergi, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Einnig er í húsinu stórglæsileg svíta fyrir þá sem virkilega kunna að vera góðir við sjálfa sig. Í húsinu er gufu- bað og þaðan er útgengt í heitan pott. Borðstofa og setustofa með konunglegum aðbúnaði þar sem glæsilegur arinn er áberandi ásamt uppstoppuðum fuglum og fiskum á veggjum. Þá er stór verönd í kringum húsið með grilli og góðri aðstöðu til útiborðhalds. Ekki má gleyma stórkostlega útsýninu úr húsinu sem nær yfir ómótstæði- legan fjallahring Breiðdalsins.- vig Fyrsta flokks veiðihús við betrumbætta stangveiðiá Breiðdalsá hefur stimplað sig rækilega inn hjá veiðimönnum undanfarin sumur í kjöl- far stórbættrar aðstöðu og vaxandi veiði í ánni. LAXVEIÐI Í BREIÐDALSÁ SÍÐUSTU 10 ÁR: Ár Fjöldi laxa 1997 63 1998 85 1999 128 2000 171 2001 233 2002 325 2003 204 2004 707 2005 830 2006 937 Síðustu 18 ár hefur BRJÁN, félagasamtök tónlistarunnenda á Austurlandi, staðið fyrir rokktón- leikum á svæðinu, eða svokallaðri Rokkveislu eins og heimamenn vilja kalla fyrirbærið. Á þessum átján árum hafa margvísleg og fjölbreytt þemu verið tekin fyrir en í ár var slegið upp tónleikum þar sem tónlist hljómsveitarinnar Queen var í hávegum höfð. Hljóm- sveitin var skipuð sveitungum að austan og voru Jónsi úr Í svört- um fötum og Hreimur úr Landi og sonum fengnir austur sem gesta- söngvarar. Skemmst er frá því að segja að sýningin sló í gegn og var fullt út úr dyrum á öllum fjórum sýningunum sem haldnar voru í Egilsbúð. „Hér var allt troðfullt og gríðarleg stemning,“ segir Sverrir Ágústsson, framkvæmdastjóri Egilsbúðar og einn af þeim sem stóðu fyrir upp- setningu Queen-veislunnar. Tæp- lega þúsund manns sóttu sýninguna þegar hún var sýnd og vakti Jónsi mikla lukku meðal kvenna í salnum, sérstaklega þegar hann reif sig úr að ofan í anda Freddie Mercury heitins. „Það fylgir þessu,“ segir Sverrir og hlær. Jafnvel stendur til að halda eina sýningu á höfuðborgarsvæð- inu, en hefð hefur myndast fyrir því síðustu ár. „Þær sýningar hafa alltaf verið vel sóttar í höfuðborg- inni, sérstaklega af brottfluttum Austfirðingum og Norðfirðingum,“ segir Sverrir en ítrekar að ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum enn sem komið er. - vig Rokkveisla ársins Fullt var út úr dyrum í Egilsbúð þegar Rokkveislan fór þar fram fyrir skemmstu. Í ár var sýningin tileinkuð hljómsveitinni Queen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.