Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 56
 { austurland } 10 Þegar fjallað er um Austurland verður varla hjá því komist að minnast á steinasafn Petru Sveins- dóttur á Stöðvarfirði. Safnið trekkir að fjölda ferðamanna, og reyndar Íslendinga einnig, á hverju ári. Um er að ræða eitt allra stærsta og glæsilegasta steinasafn í einka- eigu í heiminum og er með ólík- indum hversu mikið magn Petra hefur borið til byggða af fágætum steinum. Áhugi hennar á steinum kviknaði á unga aldri og má finna ógrynni tegunda í safninu, auk þess sem hægt er að fá einstaka minjagripi, að sjálfsögðu unna úr steinum. Í dag er safnið að mestu leyti rekið af börnum Petru, enda hún sjálf orðin 85 ára gömul og dvelur stærstan hluta ársins á hjúkrunar- heimili. Að sögn Sveins Jónssonar, sonar Petru, var mikil aðsókn á safn- ið í sumar og virðist ekkert lát vera á vinsældum þess. „Aðsóknin fylgir ferðamannastraumnum og er mest í júlí og ágúst. Þegar best lét í sumar voru yfir 300 manns að heimsækja safnið á dag,“ segir Sveinn en um 20 þúsund ferðamenn sækja safnið heim á hverju ári. Steinasafnið er staðsett í húsi Petru sem hún bjó í allt frá árinu 1946 þar til hún fluttist á hjúkrun- arheimili fyrir skemmstu. Sveinn segir þó að hún hafi alltaf sterkar skoðanir á hlutunum. „Sú gamla kíkti daglega við í sumar og stopp- aði í dágóða stund. Hún hefur þannig puttana ennþá í þessu og vill að hlutirnir séu framkvæmdir á ákveðinn hátt. Og við krakkarnir hlýðum því auðvitað,“ segir Sveinn og hlær við. Þjónustan í safninu minnkar töluvert á veturna en því er þó aldrei lokað. „Það er alveg hægt að fletta okkur upp í símaskránni og við náum oftast að koma til móts við fólk ef það hefur áhuga á að kíkja á safnið.“ - vig Steinasafnið á Stöðvarfirði það stærsta í einkaeign Eitt stærsta steinasafn í einkaeigu í heiminum er löngu orðið Íslendingum kunnt. Safnið er að finna í húsi og bakgarði Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði. Dagana 2. til 12. nóvember stóðu yfir hinir svokölluðu Myrku dagar á Austurlandi, sem haldnir hafa verið hátíðlegir síðustu sjö ár en þó aldrei með meiri glæsibrag en í ár. Að sögn Kötlu Steinsson, fram- kvæmdastjóra Markaðsstofu Aust- urlands, er markmið hátíðarinnar að auðga blómlegt mannlíf á Aust- urlandi enn frekar og fá ferðamenn til þess að heimsækja svæðið. „Dagar myrkurs ganga út á það að lyfta sér upp í skammdeginu og fá fólk til að skemmta sér,“ segir Katla en í ár var hátíðinni flýtt og hún lengd þannig að hún næði yfir tvær helgar. Skipulögð dagskrá á hátíðinni náði frá Bakkafirði að Djúpavogi og tókst hún einstak- lega vel upp. Að sögn Kötlu er það fyrst og fremst fólkið á Austurlandi sem sér um að móta dagskrá hátíð- arinnar og er óhætt að fullyrða að hún hafi verið með fjölbreyttasta móti. „Enda er það hugmyndaflug fólksins sem ræður ferðinni,“ segir Katla. Sem dæmi um uppákomurn- ar sem voru á hátíðinni í ár voru kyndlagöngur, bílabíó, myrkraböll, sundlaugaskemmtanir, stuttmynda- sýningar auk þess sem ótal fleiri menningartengdir viðburðir voru haldnir. Hvað einstök sveitarfélög varðar má nefna að þreytt var hið svokallaða Faðirvorahlaup á Djúpa- vogi, haldnir voru hjartanlegir dagar og ástareldur kveiktur á Eski- firði, myrkvaganga í Sænautaseli og á Reyðarfirði var haldin hryll- ingsmyndasamkeppni. „Það er ofslaega gaman að sjá hvernig dagskráin hefur þróast með árunum. Sumir atburðir hafa náð að festa sig í sessi en svo koma alltaf nýir viðburðir inn á hverju ári. Og þátttakan hefur verið frábær, enda stækkar hátíðin með hverju árinu sem líður,“ segir Katla. Segja má að daglegt líf á Austur- landi sé undirlagt Myrku dögunum á meðan þeir standa yfir því skólar á svæðinu taka þátt í hátíðinni með því að láta námið tengjast ljósi, skugga, draugum, stjörnum, norð- urljósum og öðru tengdu myrkrinu. Sama á við um flesta leikskóla og þá voru ýmsar verslanir og þjón- ustuaðilar með vörur í anda hátíð- arinnar á tilboði. - vig Gaman að lyfta sér upp í skammdeginu Nýlega lauk hinni árlegu vetrarhátíð, Myrkir dagar, sem haldin hefur verið hátíðleg á Austurlandi síðustu sjö ár. Dagskráin hefur aldrei verið fjöl- breyttari og viðameiri en nú. Fjölmargir taka þátt í að gera hátíðina sem skemmtilegasta og lét yngri kynslóðin ekki sitt eftir liggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.