Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 71
Bandaríski þakkargjörðardagur- inn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert og verður því 23. nóvember nú í ár. Hann er einn af fáum hátíðisdög- um þar í landi sem alfarið er upp- runninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum inn- flytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismun- andi eftir fylkjum. Fyrsta þakkargjörðardaginn héldu enskir púrítanar, svonefndir píla- grímar, haustið 1621. Þeir höfðu í september árið áður hrökklast með skipinu Mayflower frá borginni Plymouth á Englandi að strönd Massachusettsflóa. Þar stofnuðu þeir nýlenduna Plymouth. Eftir harðan vetur en góða sumar- uppskeru ákváðu pílagrímarnir að þakka guði fyrir alla hans vel- gjörninga með þriggja daga hátíð. Þeir buðu innfæddum einnig að taka þátt í veislunni, en til matar voru einkum kalkúnar og villi- bráð. Næstu hálfa aðra öld voru upp- skeruhátíðir til guðsþakka haldn- ar á víð og dreif í nýlendunum vestra en þó ekki á sameiginleg- um degi. Hinn 26. nóvember árið 1789 lýsti George Washington (1732-1799), fyrsti forseti Banda- ríkjanna, því yfir að allir þegnar ríkisins skyldu þakka almættinu velgjörðir á liðnu ári, hverrar trúar sem þeir væru, en tiltók engan sérstakan dag. Árið 1863 mælti Abraham Lincoln (1809-1865) forseti svo fyrir að allir Bandaríkjamenn skyldu halda hátíðlegan þakkargjörðar- dag fyrir gæði síðasta árs. Hann skyldi haldinn síðasta fimmtudag í nóvember, en sá dagur var í nánd við daginn sem George Washing- ton gaf út yfirlýsingu sína. Rit- stjóri kvennablaðsins Lady’s Mag- azine, Sarah J. Hale (1788-1879), hafði þá lengi barist fyrir þessu máli. Árið 1939 breytti Franklin D. Roosevelt (1882-1945) forseti dag- setningunni í fjórða fimmtudag nóvembermánaðar og bandaríska þingið staðfesti tillögu hans árið 1941. Á hverjum þakkargjörðardegi er haldinn hátíðlegur miðdegisverð- ur í Hvíta húsinu í Washington og segja má að svo sé gert á hverju þokkalegu heimili í Bandaríkjun- um. Hefðbundnir réttir eru kalk- únn og graskersbaka. Gnægta- horn hefur einnig orðið eitt af einkennum dagsins. Nú á dögum stendur þakkargjörðarhátíðin í rauninni frá fimmtudegi til loka næstu helgar eða í fulla þrjá daga líkt og hjá pílagrímunum í önd- verðu. Sérstakar gjafir eru mjög almennar á þessum degi. Sums staðar virðist þakkargjörðarhátíð- in jafnvel skipta meira máli en jólin. Í Kanada var ákveðið árið 1879 að hafa þakkargjörðardag annan mánudag í október, en hann hefur aldrei orðið nein viðlíka hátíð og í Bandaríkjunum. Ekki er vitað um að aðrar þjóðir hafi tekið upp þennan sið þótt einstaklingar sem vanist hafa honum í Norður-Amer- íku kunni að gera það hver á sínu heimili. Dagurinn er bundinn sér- stakri sögu og aðstæðum í Banda- ríkjunum. Engin ástæða sýnist fyrir Íslendinga að halda upp á þennan dag, enda er nóg af hefðbundnum dögum á næstu grösum, til dæmis fyrsti desember. Árni Björnsson, dr. phil. í menningarsögu Snjókoma er mjög háð hæð yfir sjó og hitafari, og er snjór mun meiri og þrálátari á hálendi en láglendi. Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatna- jökli. Snjókoma er að öðru jöfnu meiri þar sem úrkoma er mikil. Þannig getur snjóað meira í Mýrdal en í Reykjavík þrátt fyrir að á fyrr- nefnda staðnum sé meðalhiti hærri og sjaldnar alhvít jörð. Í byggðum landsins er snjór mestur norðan til á Vestfjörðum, til dæmis við Súgandafjörð, norðan til á Ströndum, svo sem víða í Árnes- hreppi, utan til á Tröllaskaga, frá Fljótum og austur til Ólafsfjarðar, og utan til við Eyjafjörð austan- verðan. Einnig er oft býsna mikill snjór í útsveitum á Norðausturlandi, til dæmis á Raufarhöfn og nyrst á Austfjörðum, frá Borgarfirði eystra suður til Norðfjarðar. Af öðrum lágsveitum (sem nú eru í eyði) má nefna Hornstrandir og skagann milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Siglufjörður og Ólafs- fjörður eru sennilega snjóþyngstu byggðakjarnar landsins. Á stöku stað um sunnan- og vest- anvert landið er mikið staðbundið aðfenni sem kallað er. Þar hreins- ast snjór að mestu af jörðu þar sem vindhraði er mikill, en safn- ast saman þar sem vindur er hæg- ari. Snjór getur þá verið mun minni á bersvæði en í skjóli af húsum og görðum. Hverfi á höfuð- borgarsvæðinu við jaðar byggðar- innar verða alloft fyrir snjó- þyngslum af þessu tagi. Að lokum má nefna að mesta snjó- dýpt (jafnfallinn snjór) sem mælst hefur á íslenskri veðurstöð var við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum 19. mars 1995, 279 cm. Trausti Jónsson, veðurfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.