Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 90
Þessa dagana er óeðlilega kalt úti og því um að gera að klæða sig upp í hvað sem er til að halda á sér hita. Sokkabuxur og leggings eru tilvalinn fatnaður fyrir það enda hægt að smeygja þeim undir buxur og gera það að verkum að kjólar og pils liggja ekki ónothæf yfir veturinn. Nú er til þvílíkt úrval af alls kyns tegundum af leggings og hafa tískupallar erlendis ein- kennst af þessum flíkum fyrir vet- urinn. Það er því algjör óþarfi að fara í gamla föðurlandið sem var notað mikið af forfeðrum okkar og þykir kannski ekki passa við tísk- una í dag. Nú eru leggings til í alls kyns litum, stærðum og gerðum og því ástæðulaust að væla yfir kulda og bregða sér frekar í flottar legg- ings við stuttbuxurnar, pilsið og kjólinn. Sjáum hvað tískuverslan- ir bæjarins hafa upp á að bjóða. Hið fagra föðurland... „French chic meets rock chick“ Það er innbyggt í hið kvenlega eðli að finnast gaman að klæða sig upp fyrir ævintýri helgarinnar. Persónulega finnst mér það frábært að velja sér föt, mála sig fínt og fara út á lífið. Sýna sig og sjá aðra er lögmál sem á vel við í skemmtanalífi Íslendinga enda hvergi annars staðar í heiminum jafn miklar líkur á að maður hitti einhvern sem maður þekkir. Jafn skemmtilegt og mér finnst að klæða mig upp fyrir ævintýri helgarinnar finnst mér leiðinlegt að fara á grímuball eða þemapartí. Ég reyni að forðast það í lengstu lög að taka þátt í svoleiðis samkom- um vegna þess að ég hreinlega nenni ekki að spá í búning. Það er hinn versti hausverkur að finna búning sem í senn er flottur, klæðilegur og við hæfi. Það er mörgum sem finnst þetta æðislegt og elska að klæðast búning og geta skemmt sér hið besta bak við grímuna eða hinn tilbúna karakter. Mér finnst það hreinlega taka alla ánægju af því að klæða sig upp fyrir djammið, sem oftast er meirihlutinn af skemmtuninni fyir stelpur. Maður þarf að stússast svo mikið fyrir grímuböll, finna búning sem er flottur og hentar í senn viðburðinum. Svo þarf að telja í sig kjark að klæðast búningnum á almannafæri af því að það er ekki sjálfgefið. Ég er ekki þessi flippaði karakter sem getur verið í hverju sem er og það að ég skemmti mér vel tengist oft hverju ég klæðist. Ef maður er ánægður með dressið þá verður kvöldið skemmtilegt og öfugt. Þegar ég var í menntaskóla var eitt þemaball sem tengdist ákveðn- um áratug síðustu aldar og þurfti ég að melta þennan búningaleik í tvö ár áður en ég gat tekið þátt í honum af fullri alvöru. Ég dáist að þeim sem taka alltaf þátt í svona grímuböllum og eru hugmyndaríkir búningasmiðir. Vildi ég væri gjörsamlega með puttana á púlsinum og væri með heilann fullan af skemmtilegum og flippuðum búningum. Þangað til að það kraftaverk gerist ætla ég að halda áfram mínu striki, forðast grímuböll og þemapartí, en ef það ekki er hægt mun ég treysta á aðra að finna búning sem ég get skemmt mér hið besta í. Sjálf er ég ekki traustsins verð í þessum málum. Að forðast grímuna V in n in g ar ve rð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 kr /s ke yt ið . Sendu SMS BTC PCD á númerið 1900 og þú gætir unnið! Aðalvinningur er DVD spilari + Pirates of the Caribbean Vinningar eru Pirates of the Caribbean, tölvuleikir, DVD myndir og margt fleira 9. hver vinnur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.