Fréttablaðið - 19.11.2006, Side 2

Fréttablaðið - 19.11.2006, Side 2
Tvítugur karlmaður slasaðist alvarlega fyrir utan skemmtistaðinn Pakkhúsið á þriðja tímanum aðfaranótt laugardagsins þegar þrítugur karlmaður sló hann í andlitið. Maðurinn var fluttur á Sjúkra- hús Suðurlands á Selfossi og var farið með hann þaðan á slysa- deild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi í Reykja- vík. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan mannsins. Lögreglan á Selfossi vinnur nú að rannsókn málsins. Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til. Annar alvar- lega slasaður Margir starfsmenn Flug- málastjórnar telja að brotin hafi verið lög um réttindi starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja frá 2002 þegar þeim var sagt upp störfum vegna breytingar stofnunarinnar í opinbert hlutafélag. Flugmála- stjóri segir að ákvörðun um upp- sagnir hafi verið tekin sameigin- lega af Flugmálastjórn og samgöngu- og fjármálaráðuneyti. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, segir að samkvæmt lögum um aðilaskipti sé einfaldlega bann- að að segja starfsmönnum upp, þeir eigi að færast til nýja fyrir- tækisins og við það séu starfsmenn mjög ósáttir. „Ástæðan fyrir upp- sögninni er annaðhvort klúður hjá ríkinu eða verið er að rjúfa ráðn- ingarsambandið til að Flugstoðir þurfi ekki að standa skil á þeim réttindum og skyldum sem eru skilgreind í ráðningarsamningum starfsmanna sem eru ekki lengur til staðar.“ Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þekkir til þeirra efasemda að upp- sagnirnar samrýmist lögum um aðilaskipti en segir það ekki túlkun stjórnvalda. „Yfir málið fóru nán- ast allir sem þekkja til þessara mála hjá okkur og ráðuneytunum og það var full samstaða um að rétt væri að standa að þessu með þess- um hætti. Með uppsagnarbréfi var öllum boðið sama starf á sömu kjörum hjá Flugstoðum.“ Þorgeir segir einnig að ríkisstarfsmenn eigi biðlaunarétt og hann verði ekki virkur nema starf sé lagt niður eða starfsmanni sagt upp. „Þetta var því hugsað meðal ann- ars til hagsbóta fyrir þá sem vildu nýta sér biðlaunarétt sinn.“ Loftur minnir á að Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra sagði þegar hann mælti fyrir frumvarp- inu um stofnun Flugstoða ohf. að engum starfsmanni Flugmála- stjórnar yrði sagt upp störfum og vitnaði þar í lögin um aðilaskipti. „Hann sagði líka í Sjónvarpinu í gær að eftir 1. janúar hafi flugum- ferðarstjórar ekki atvinnutækifæri hjá öðrum en Flugstoðum. Í Evrópu vantar á þriðja þúsund flugumferð- arstjóra svo þeir sem vinna á Íslandi gætu fengið vinnu annars staðar á morgun. Ég þekki til flugumferðar- stjóra sem fengið hafa störf í Nor- egi á næsta ári og að aðrir hyggjast nýta sér biðlaunarétt sinn og hætta um áramótin.“ Loftur segir marga kollega sína vilja vinna fyrir Flug- stoðir en þeir muni ekki þiggja það eins og ölmusu. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson í gær vegna málsins. Starfsmenn telja uppsagnir ólöglegar Starfsmenn Flugmálastjórnar gagnrýna uppsagnir hart og telja að lög hafi ver- ið brotin. Flugmálastjóri segir stjórnvöld vilja verja réttindi starfsmanna. Flug- umferðarstjórar leita starfa í Evrópu þar sem atvinnutækifæri eru mikil. Hörmungarnar í Darfur-héraði í Súdan gætu versnað til muna ef friðargæslu- sveitir Samein- uðu þjóðanna og Afríku- bandalagsins ganga ekki skjótt til verks, að sögn Jan Egeland, yfirmanns mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum. Samþykkt hefur verið að senda 200.000 friðargæsluliða til héraðsins. „Þetta er stund sannleikans fyrir Darfur,“ sagði Egeland við blaðamenn í gær. „Mun þessi stærsta mannúðaraðgerð heims mistakast eða heppnast?“ Um fjórar milljónir manna í Darfur treysta nú á alþjóðlega neyðaraðstoð til að lifa af, en um 200 þúsund manns hafa látist í átökunum. Hörmungarnar gætu versnað Leikaraparið Tom Cruise og Katie Holmes gekk í það heilaga í gær. Fór athöfnin fram í fallegum miðaldakastala í Bracciano á Ítalíu að viðstöddu fjölmenni, auðkýfingum og dægurstjörnum á borð við Jim Carrey, Brooke Shields og Beckham- hjónin. Voru brúðhjón og gestir umsetin fjölmiðlafólki enda langt síðan brúðkaup hefur vakið aðra eins athygli. Margmenni hafði jafnframt safnast saman fyrir utan kastalann, enda hefur mikil eftirvænting ríkt síðan Cruise bað Holmes í Eiffelturninum í júní á þessu ári. Höfðu allra hörðustu aðdáendurnir beðið klukkutímunum saman eftir að berja átrúnaðargoð sín augum. Við athöfnina var kennisetningum Vísindakirkjunnar fylgt í hvívetna, þar sem brúðhjónin eru meðlimir hennar. Þurftu Cruise og Holmes jafnframt að undirgangast borgaralega athöfn þar sem vísindatrú er ekki lögleg á Ítalíu. Nokkra athygli vakti að Holmes klædd- ist svörtu en Giorgio Armani hannaði brúðarkjólinn. Var það engu að síður mál manna að brúðurin hefði sjaldan verið fegurri. Íbúar Bracciano voru himinlifandi með daginn. Mátti panta rétti á veitingahúsum sem skírskotuðu til kvikmynda brúðhjón- anna og naut eplakaka nefnd eftir Suri litlu óhemju vinsælda. Föt sem minntu á búninga sem hjónin hafa klæðst í myndum sínum voru einnig fáanleg í bænum en ekki fylgir sögunni hvernig þau seldust. Heimildarmyndin Sófakynslóðin eftir Áslaugu Einarsdóttur og Garðar Stefáns- son var frumsýnd við góðar viðtökur í Háskólabíói í gær. Myndin fjallar um aktívisma á Íslandi og hvað fólk getur gert til að vinna að hugsjónum sínum. Garðar segir hugtakið aktivisma hafa fengið nokkurs konar viðurkenningu með þessari fjölsóttu frumsýningu. „Aðgerð- arstarf hefur haft neikvæða ímynd og það er eitthvað sem verður að berjast gegn. Aktívist- ar eru einfaldlega það fólk sem vill láta skoðun sína heyrast og þetta er ört stækkandi hópur,“ segir Garðar. Aktívismi hlaut viðurkenningu Hannes, Milton Friedman var …? Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjör- dæmi samþykktu í gær framboðs- lista sinn fyrir komandi alþingis- kosningar á kjördæmisþingi í Borgarnesi. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum, ráðherrana Sturlu Böðvars- son og Einar K. Guðfinnsson, og þingmanninn Einar Odd Kristjánsson. Þeir skipa áfram þrjú efstu sæti listans í þessari röð. Í fjórða sæti er Herdís Þórðardóttir, fiskverk- andi á Akranesi, sem kemur ný inn á listann. Kjördæmisþingið í Borgarnesi í gær samþykkti tillögu uppstill- ingarnefndar samhljóða og ekki komu fram neinar athugasemdir við uppröðunina. Þingmenn í efstu sætum Vetrarríkið á landinu hefur ekki farið fram hjá neinum undan- farna daga en þess gætir líka víðar. Sjófarendur verða þess varir að óvenjulega kalt hefur verið á undanförnu eins og far- þegar um borð í farþegaferjunni Herjólfi komust að í siglingum á milli lands og Eyja. Ölfusáin ryður frá sér klaka- hröngli í miklu magni og er það vel sjáanlega lagt á haf út. Vest- manneyingar sem ferðast ítrekað með Herjólfi hafa margir ekki séð ummerki veturs konungs á jafn áþreifanlegan hátt og mynd- ir Óskars P. Friðrikssonar sýna. Vetrarríkið er mikið á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.