Fréttablaðið - 19.11.2006, Side 4

Fréttablaðið - 19.11.2006, Side 4
Tollsk‡rsluger› Hagn‡tt og ítarlegt námskei› í ger› tollsk‡rslna, um me›fer› allra innflutningsskjala og allar helstu reglur er var›a innflutning. Á námskei›inu er nota› n‡tt og sérútbúi› kennsluefni, kennslubók og ítarefni. Einnig er kennt a› nota forrit í tollsk‡rsluger› í Navision frá Maritech. A› námskei›i loknu eiga flátttakendur a› geta; • fiekkt fylgiskjöl me› vörusendingum og hva›a tilgangi flau fljóna • Gert tollsk‡rslur og reikna› út a›flutningsgjöld • Nota› tollskrána til a› tollflokka vörur • Haft grunnskilning á fríverslunarsamningum og gildi fleirra • fiekkt helstu reglur var›andi innflutning, innflutningstakamarkanir og undanflágur Lengd: 21 kennslustund. Kennt er flri›judaga og fimmtudaga og er hægt a› velja um morgunnámskei› kl. 8:30 - 12:00 e›a kvöldnámskei› kl. 18:00 - 21:30. Hefst 23. nóvember og l‡kur 5. desember. Ver›: kr. 28.000,- (Allt kennslu- og ítarefni innifali›) FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, féll niður í þriðja sætið en Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. Kristinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann tekur sæti á listanum og fullyrðir að bandalag hafi verið myndað gegn sér. Krist- inn vill færa stuðningsmönnum sínum þakkir fyrir stuðninginn en ætlar að meta sína stöðu í rólegheit- unum á næstu dögum. Hann segir niðurstöðuna skýra; málefnaáhersl- ur flokksins í kjördæminu verði þær sem forysta flokksins hefur staðið fyrir. „Áherslunni á félags- hyggju og manngildið, sem ég hef staðið fyrir, er hafnað með þessari niðurstöðu.“ Kristinn segist ekki hafa ákveðið hvort hann taki sæti á listanum og að það sé staðreynd að myndað var bandalag gegn honum. Kristinn segir einnig að stefna for- ystunnar hafi skilað verstu útkomu í sveitarstjórnarkosningum í sögu flokksins. „Það segir allt sem segja þarf um mat kjósenda á frammi- stöðu flokksins og það er miður að halda eigi áfram á sömu braut.“ Magnús Stefánsson segist fyrst af öllu vera mjög ánægður með sinn hlut og er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. „Það voru flokks- menn sem tóku þátt og tóku afstöðu til þeirra frambjóðenda sem voru í boði. Þetta er þeirra niðurstaða.“ Magnús segir að hann ætli ekki að taka þátt í umræðu um að bandalag hafi verið myndað gegn Kristni. „Við munum sækja fram og erum bjartsýn á árangur. Herdís virðist eina konan sem á raunhæfan mögu- leika á þingsæti í kjördæminu og við munum gera allt til að það náist.“ Herdís Sæmundardóttir þakkar sínu fólki stuðninginn heilshugar og er afar ánægð að hafa náð þeim árangri sem hún stefndi að. Hún segir róðurinn fram undan geta orðið þungan. „Flokkurinn hefur ekki mælst með mikið fylgi að und- anförnu og að honum sótt úr mörg- um áttum. En það er allt að vinna og flokkurinn er sterkur í kjördæm- inu.“ Herdís segir ekkert hæft í orðum Kristins um að bandalag hafi verið myndað gegn honum. „Ég leyni því ekki að ég hef ekki verið sátt með hvernig Kristinn hefur komið fram opinberlega með mál- efni flokksins og ég veit ekki hvaða meiningu hann leggur í það að ég eða aðrir séum handgengin forystu flokksins.“ Ekki víst að Kristinn taki sæti á listanum Magnús Stefánsson er sigurvegari prófkjörs Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson féll niður í þriðja sæti og segir bandalag hafa verið myndað gegn sér. Félagshyggju var hafnað í prófkjörinu að mati Kristins. Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, fór til Pakistan í gær til viðræðna við Pervez Musharraf, forseta landsins, um hvernig hægt sé að stemma stigu við för hryðju- verkamanna milli landanna. Einnig bar stríðið í Afganistan á góma. Embættismaður utanríkisráðu- neytis Bretlands sagði nýlega að hundruð manna færu milli landanna ár hvert til að flytja skilaboð og safna fé til hryðju- verka. Tugur fari einnig til landamæra Pakistan og Afganist- an í þjálfunarbúðir. Samstarf gegn hryðjuverkum Sigríður Á. Andersen, frambjóðandi í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt upplýsingar vegna framboðs síns. Prófkjörið kostaði 3,7 milljónir króna og framlög námu 3,8 milljónum. Þau komu frá 25 félögum og 31 einstaklingi. Meðalframlag fyrirtækja var um 135.000 krónur og einstaklinga um 16.000 krónur. Sigríður segir að hæstu framlög fyrirtækis hafi verið 300 þúsund krónur og einstaklings 250 þúsund. „Með því að birta uppgjör prófkjörsins sýni ég fram á hversu auðvelt það er að birta þessar upplýsingar og að ekki þarf lög um fjármál fram- boða eins og rætt er um núna. Það er líka umhugsunarefni að þeir sem hæst tala um lög hafa ekki birt upplýsingar sínar.“ Engin lög þarf um fjármálin „Þú gefur styrk“ er heiti átaks sem Sparisjóð- urinn stendur fyrir meðal viðskiptavina sinna og landsmanna til styrktar verkefnum átta félagasamtaka á sviði geðheilbrigðismála. Átakið stendur til jóla og er tilgangur þess að safna fé til stuðnings hugmyndum samtakanna átta um hvernig betrumbæta megi geðheilbrigðisgeirann hér á landi. Hugmyndirnar að baki átakinu voru kynntar á blaðamannafundi á Grillinu í gær. Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson las þann kafla úr bók sinni Englum alheimsins sem gerist á Grillinu og helstu leikarar samnefndrar kvikmyndar buðu svo fulltrúum félagasamtakanna til borðs með táknrænum hætti. Á fundinum var sagt frá því að viðskiptavinir Sparisjóðsins ráða til hvaða félaga styrkjum er varið, ákveði þeir á annað borð að styrkja átakið. Sparisjóð- urinn leggur þá að lágmarki 1.000 kr. til þess verkefnis í nafni viðskiptavinarins. Sérstakur sími, 901 1000, verður jafnframt opnaður svo að landsmenn allir geti lagt málefninu lið, en upp- safnaðir fjármunir skiptast jafnt á verkefnin átta. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www. spari.is. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi ætlar að kanna hvort leita eigi eftir áliti Eftirlits- stofnunar EFTA vegna þess hvernig staðið var að gerð viljayfirlýsingar við hjúkrunar- heimilið Eir um byggingu menningarmiðstöðvar í Grafar- vogi. Stefán telur viljayfirlýsinguna stangast á við fyrirliggjandi álit lögmanna Reykjavíkurborgar um að framkvæmdin sé útboðsskyld á Evrópska efnahagssvæðinu. Hann telur málsmeðferðina alla og skýringar borgarstjóra og formanns borgarstjórnar á henni, mjög gagnrýniverða. Borgarstjóri snýr út úr Mannæta, sem myrti kærustu sína fyrir 27 árum, er ennþá sjúkur og hættulegur, að mati sænskra dómstóla, en fær samt að fara í frí frá geðdeild og fær þá að vera í íbúð sinni í Malmö. Maðurinn notaði eldhús- áhöld til að skera líkama konunn- ar í sundur, borðaði hluta af henni og drakk rauðvín með. Maðurinn var handtekinn árið 1979, að sögn Aftonbladet, grunaður um að hafa stolið sjónvarpstæki móður sinnar. Í ljós komu þá leifarnar af unnustunni. Maðurinn var dæmur til vistar á geðdeild. Enn sjúkur Flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að Árni Johnsen hlaut kosningu í annað sæti á lista flokksins í Suðurkjör- dæmi í nýafstöðnu prófkjöri. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur staðfest þetta. Morgun- blaðið greindi frá þessu í gær. Ekki náðist í Andra Óttarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Árni Johnsen vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Úrsagnir úr flokknum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.