Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 6
Tölvunám Stafrænar myndavélar FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 Flest stéttar- og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kynntu þér rétt þinn hjá þínu félagi. Stutt og hagnýtt námskeið fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin með myndavélina. Farið yfir öll helstu grundvallaratriði og meðferð myndanna í tölvunni. Þátttakendur glöggva sig á stærð og upplausn mynda, skipulag myndanna í heimilistölvunni og grundvallarlagfæringar á myndunum. Þá verður farið yfir heimaprentun og framköllun myndanna, að senda þær í tölvupósti eða vista á geisladiska til varðveislu. Vinsælt, ókeypis myndvinnsluforrit á Netinu tekið fyrir. Lengd 14 std. (3 kvöld) Hefst 22. nóvember. Verð kr: 15.000.- Kennslubók innifalin. Tölvuskólinn þinn „Ég bjó í Cheghcher- an sem er bær í Gowr-héraði í Mið- Afganistan. Þarna dvaldi ég í tvær vikur en héraðið er eitt af þeim fátækustu í Afganistan,“ segir Laufey sem var þar á vegum frið- argæslunnar í samstarfi við Heil- brigðisstofnun Þingeyjarsýslu á Húsavík. „Aðstæður í Cheghcheran eru mjög frumstæðar og stærstur hluti barna fæðist í heimahúsum. Sem dæmi um frumstæða búsetu- hætti má nefna að ekkert rafmagn er á svæðinu og vatnið er varla drykkjarhæft.“ Laufey segir að fræðslan hafi tekið mið af þeim aðstæðum sem fyrir voru en hún fólst í fyrirlestr- um og verklegum æfingum. „Kon- urnar tala litla ensku og því þurfti túlk til að túlka úr ensku yfir á dari, sem er mál innfæddra.“ Eva segir að mæðradauði á þessu svæði sé með því mesta sem gerist í heiminum og tölur geri ráð fyrir að um 1.800 mæður deyi af hverjum 100.000 fæðingum þar sem börnin lifa. „Aðrar tölur gera ráð fyrir enn hærra hlutfalli mæðradauða eða 6.000 mæðrum af hverjum 100.000 fæðingum lifandi barna. Ástæður þessarar háu dán- artíðni má rekja til frumstæðra aðstæðna, lítillar fæðingaraðstoð- ar frá faglærðu fólki og hás hlut- falls ungra mæðra en þær eru allt niður í 12-13 ára. Þá er skortur á ýmsum matvörum eins og ávöxt- um sem rýrir næringarmöguleika verðandi mæðra.“ Laufey segir að hluti fræðsl- unnar hafi snúið að getnaðarvörn- um en þær voru bannaðar á meðan talibanar réðu ríkjum í landinu. „Notkun getnðarvarna er þó enn lítið útbreidd, ég lenti í því að túlk- urinn, sem var karlmaður, neitaði að túlka nákvæmar lýsingar mínar á notkun hettunnar.“ Laufey segir að í Afganistan sé karlmönnum bannað að sinna mæðraskoðun og fæðingarhjálp og það útiloki aðstoð lækna. „Upp- setning lykkjunnar og útskaf eftir fósturlát er því oft gert við frum- stæðar aðstæður af aðilum sem ekki hafa nægjanlega þekkingu á þessum hlutum.“ Laufey segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á verkefninu en að konurnar sem setið hafi námskeiðið geti nú frætt þær sem bætist í hóp yfir- setukvenna. „Ég lít á það sem for- réttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu starfi og afganskar konur voru bæði opnar og áhugasamar um það sem ég hafði að segja þeim.“ Fræddi ljósmæður um ungbarnaeftirlit Eva Laufey Steingrímsdóttir ljósmóðir er nýkomin frá Afganistan þar sem hún fræddi hóp ljósmæðra og yfirsetukvenna um getnaðarvarnir, fæðingar og ung- barnaeftirlit. Mæðradauði í landinu er mjög hár og aðstæður frumstæðar. Myndun þjóðstjórn- ar í Palestínu er í augsýn, en Fatah- og Hamas-hreyfingarnar munu ræða skiptingu ráðuneyta í næstu umferð stjórnarmyndun- arviðræðna. Ef sátt næst mun hvor hreyfing tilnefna ráðherra- efni, en hafa neitunarvald gegn tillögum hinnar, sögðu samninga- menn í gær. Sátt hefur náðst um nýjan for- sætisráðherra, Mohammed Sha- bir, fyrrum yfirmann íslamska háskólans á Gaza, en hart er deilt um hvor hreyfingin fær yfirráð yfir fjármála- og innanríkisráðu- neytunum. Nú þegar hefur verið samþykkt að Hamas-hreyfingin fái níu ráðuneyti, en Fatah-hreyf- ingin sex. Með þjóðstjórn vonast hreyf- ingarnar til að alþjóðlegum efna- hagsaðgerðum gegn Palestínu ljúki, en þær hafa staðið síðan Hamas náði völdum í þingkosn- ingunum fyrir níu mánuðum. Fráfarandi ríkisstjórn Hamas sagði við þetta tilefni í gær að ályktun Sameinuðu þjóðanna gegn loftárásum Ísraelsmanna á Gaza gangi ekki nógu langt og að þvingunum verði að beita gegn Ísrael. 21 árs Palestínumaður og sextán ára drengur voru drepnir af hermönnum Ísraels í gær. Deilt um skiptingu ráðuneyta Árekstur tveggja varð við bæinn Breiðumýri í Reykjadal um 30 kílómetra frá Húsavík klukkan rúmlega sjö á föstudagskvöldið. Annar ökumaðurinn, sautján ára gamall piltur, var fastur í öðrum bílnum og var kallað á Slökkviliðið á Akureyri til að ná honum út úr flakinu. Manninum var náð út með klippum. Hann var fluttur alvarlega slasaður áleiðis til Akureyrar í sjúkrabíl. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, var kölluð út og mætti hún sjúkrabílnum við Stórutjarnir, sem eru 50 kílómetra frá Húsavík og 45 kílómetra frá Akureyri, og flaug með manninn á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Að sögn svæfingalæknis á gjörgæsludeild var maðurinn í aðgerðum aðfaranótt laugardagsins og er hann stórslasaður. Tvær konur voru í hinum bílnum og voru þær fluttar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Meiðsli þeirra voru ekki alvarleg að sögn læknis og voru þær útskrifaðar af spítalanum á föstudagskvöldið. Að sögn Lögreglunnar á Húsavík liggja tildrög slyssins ekki ljós fyrir en svo virðist sem nokkur snjókoma hafi verið og töluverð hálka á veginum. Uppsetning lykkjunnar og útskaf eftir fósturlát er því oft gert við frumstæðar að- stæður af aðilum sem ekki hafa nægjanlega þekkingu á þessum hlutum. Stjórnvöld í Líbýu slepptu nýlega nítján arabískum föngum úr haldi, að sögn sýrlenskra mannréttindasam- taka. Fangarnir höfðu setið í fangelsi í sextán ár, en þeir sættu lífstíðardómi fyrir samsæri um að steypa yfirvöld- um af stóli. Tveir höfðu þegar dáið í fangelsi. Fjórir fanganna voru Sýrlend- ingar, en þeir voru handteknir án ákæru við komuna til heima- landsins á föstudag. Ekkert er vitað um afdrif hinna fimmtán, sem eru frá Palestínu, Jórdaníu og Líbanon. Líbía lætur 19 fanga lausa Fórst þú á tónleikana með Sykurmolunum í gærkvöld? Er jólaundirbúningurinn haf- inn á þínu heimili?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.