Fréttablaðið - 19.11.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 19.11.2006, Síða 10
greinar@frettabladid.is S jálfstæðisflokkurinn er í sérkennilegri stöðu í aðdrag- anda komandi kosninga eftir sigur Árna Johnsen í próf- kjöri flokksins í Suðurkjördæmi. Það er augljóst að maður, sem hefur verið dæmdur vegna brota í trúnað- arstarfi fyrir þjóðina og fær afgerandi kosningu í annað sæti listans og verulegan stuðning í forystusæti í sínu kjördæmi, hefur unnið mikinn kosningasigur. Nú er mikilvægt að halda því til haga að misgjörðir manna eiga ekki að útiloka þá um lífstíð. Menn greiða skuld sína við samfélagið og smátt og smátt með góðri breytni eiga þeir að geta endurreist sig til sama sess í samfélaginu. Slíkt tekur tíma og verkin verða að sýna merkin. Hitt er svo annað að það er á engan hátt sjálfgefið að fyrri sess fáist í fyrstu lotu. Gjaldkeri sem dregur sér fé verður tæp- ast gjaldkeri á ný. Ef hann verður það, þá er það að löngum tíma liðnum. Það er því ekkert sjálfgefið að Árni Johnsen setjist á þing og fari með vald fyrir hönd almennings í landinu á ný. Misgjörðir fólks eru mestan part af tvennum toga. Annars vegar greina menn ekki mun á réttu og röngu. Eru með öðrum orðum siðblindir. Hins vegar vita menn hvað er rétt, en breyta ekki samkvæmt því vegna veiklyndis og lítillar stjórnar á hvöt- um sínum. Breyta gegn betri vitund. Slíkt er í daglegu tali nefnt breyskleiki og undan honum er enginn laus að fullu. Mismunur þessa birtist gjarnan í viðhorfum manna til mis- gjörðanna. Sá breyski iðrast gjörða sinna á þeirri forsendu að hann hafi látið veikleika sína sigra raunverulegt gildismat sitt og siðferði. Sá sem er siðblindur sér ekki að hann hafi gert neitt rangt og því síður að nokkur hafi skaðast. Meinsemdin er í augum hans fyrst og fremst að upp komst. Því miður virðist skorta nokkuð upp á, miðað við svör Árna Johnsen, að honum sé ljóst að hann brást með alvarlegum hætti trúnaði almennings í landinu. Mistök Árna voru af siðferðilegum toga, en ekki tæknilegum. Það er alvarlegt að gera ekki greinarmun á slíku og það er alvar- legt ef öflugt stjórnmálaafl skrifar upp á skilningsleysi á þeim greinarmuni. Í því ljósi var stuðningsyfirlýsing formanns Sjálf- stæðisflokksins fljótfærnisleg, enda þótt hún hafi vísast verið gefin af góðum hug og áður en Árni lýsti misgjörðir sínar af tæknilegri rót. Brotið siðferði eða tæknivilla Misgjörðir fólks eru mestan part af tvennum toga. Annars vegar greina menn ekki mun á réttu og röngu. Eru með öðrum orðum siðblindir. Hins vegar vita menn hvað er rétt, en breyta ekki samkvæmt því vegna veiklyndis og lítillar stjórnar á hvötum sínum. Breyta gegn betri vitund. GADDAVÍR SIGURJÓN MAGNÚSSON „Gaddavír er látlaus, hefðbundin, vel skrifuð skáldsaga sem gefur tilefni til þess að velta fyrir sér mannlegu eðli… Í stærra samhengi og táknsögulega fjallar Gaddavír um erfðasyndina, þjáningu, jafnvel píslarvætti.“ - Geir Svansson, Morgunblaðið, 3. nóv. 2006 ÁHRIFAMIKIL SKÁLDSAGA SEM HELDUR LESANDANUM Í HELJARGREIPUM Íleiðara Þorsteins Pálssonar í Frétta-blaðinu í gær kemur fram áskorun til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um viðbrögð við grein Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag. Í leiðaranum bendir Þorsteinn á að grein Arnars feli í sér þá aðdróttun,að dómstólar hafi brugð- ist í „Baugsmálinu“. Grein Arnars verði ekki skilin öðruvísi en svo, að dómstólar mismuni borgurum landsins, gangi erinda auðmanna og „Baugsmálið” sé sönnun þess. Orðrétt segir Arnar í greininni: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugs- málið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands.“ Hér hafa þung orð verið látin falla af háttsettum lögreglumanni hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem er æðsti yfirmaður lögreglu í landinu. Undir grein- inni kemur fram starfsheiti Arnars hjá embættinu, hann hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali, að hann hafi kynnt yfirmönnum sínum efni grein- arinnar áður en hún birtist og þeir ekki gert athugasemdir. Hann setur því fram ásakanir sínar að höfðu samráði við yfir- menn sína. Hér hafa því gerst tíðindi, sem dómsmálaráðherra hlýtur að bregðast við. Einu viðbrögð hans til þessa eru þau, að vekja athygli á grein Arnars á heimasíðu sinni. Alþingismenn hljóta að taka þetta mál upp og krefja ráðherrann um viðbrögð og afstöðu. Annaðhvort stendur hann með dómstólunum gagnvart þessari atlögu lög- reglunnar eða ekki. Líkt og Þorsteinn Pálsson bendir á, þá getur aðeins tvennt gerst í þeirri stöðu, sem upp er komin eftir grein Arnars. Annaðhvort metur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þessa gagnrýni einskis og aðhefst þá ekkert eða lýsir því yfir, að hann hafi fulla trú á dómstólunum. Sú afstaða gengisfellir þá embætti ríkislögreglustjórans og jafngildir vantrausti ráð- herrans á embættið. Taki hann á hinn bóginn mark á þessari gagnrýni, þá hlýtur hann að bregðast við skjótt, en hann er það yfirvald í landinu, sem Arnar ákallar í grein sinni. Líkt og Þorsteinn bendir á í leið- aranum yrði Björn þá, að „grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða“. Þá dugi ekkert minna en „endurreisn dómstóla með nýrri löggjöf“. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og formaður stjórnar Baugs Group hf. Björn á leikinn Um helgina héldu samtök áhugafólks um skólaþróun ársþing sitt í Ingunnarskóla hér í Reykjavík. Samtökin voru stofnuð árið 2005 á Selfossi og innan þeirra starfa kennarar, skóla- stjórnendur, foreldrar og aðrir þeir sem hafa áhuga á betri menntun á Íslandi. Mikilvægi frjálsra félagasamtaka verður seint ofmælt og sérstaklega nú þegar allt stefnir í að stjórnmála- flokkarnir á Íslandi verði ríkis- reknir. Sennilega endar sú vitleysa með því að við í einkavæðingar- nefndinni fáum þá á okkar borð og til að koma þeim aftur í eigu fólksins verða hlutabréf í þeim send til skráðra flokksmanna. Frjáls félagasamtök eru til vegna þess að þar koma saman einstakl- ingar sem láta sig eitthvert málefni svo miklu varða að þeir bindast samtökum um það og reyna að láta til sín taka. Ég spái því að samtök áhugafólks um skólaþróun eigi eftir að vaxa og dafna á næstu árum. Það er alltaf að vaxa skilningur á því hversu mikilvæg menntun er í samfélag- inu, bæði fyrir hvert og eitt okkar og samfélagið í heild. Umræður um menntamál hafa lengi verið mjög bundnar við kjarabaráttu og hve miklu fé eigi að verja til skóla- starfs. Ekki er ástæða til að draga úr mikilvægi þess að kennarar fái góð laun eða að fjármunir séu nægir til að ná þeim markmiðum sem skólastarfinu eru sett. En það er mjög nauðsynlegt að við ræðum meira á opinberum vettvangi um skólamálin og þá í víðara sam- hengi en bara um kaup og kjör. Á námskrá grunnskóla að vera nákvæmur leiðarvísir eða stefnumótandi plagg, á Náms- gagnastofnun að sitja ein að því fé sem skólunum er ætlað til námsgagnakaupa, á nám að vera einstaklingsmiðað, hvernig örvum við skapandi hugsun, hver á hlutur listnáms að vera? – allt eru þetta spurningar, og þær eru auðvitað miklu fleiri, sem skipta miklu máli fyrir menntakerfið og þá um leið fyrir framtíð þjóðarinnar. Á ársþingi áhugafólks um skólaþróun var sértaklega rætt um lýðræði í skólastarfi. Mér veittist sú ánægja að fá að taka þátt í þeim umræðum ásamt Katrínu Jakobsdóttur. Við ræddum um þá spurningu hver ættu að vera áhrif nemenda, starfsfólks, foreldra og stjórn- valda. Hver á að ákveða hvað, hvað er átt við með lýðræði í skóla, hver hefur lokaorðið, hver ber ábyrgð og svo framvegis. Að sjálfsögðu voru ekki veitt endanleg svör við þessum spurningum og í raun eru ekki til slík svör. Menntakerfið er í stöðugri þróun og spurningar sem þessar kalla á mismunandi svör við mismunandi aðstæður. En eitt er ljóst. Lýðræði innan veggja skólans er mikilvægt. Ekki þó þannig að sex ára börn kjósi um það hvort þau eigi að læra B eftir að þau hafi lært A. En skólastarf er samstarf margra ólíkra aðila sem hafa mikla hagsmuni af því að vel gangi og til að laða það besta fram þá er nauðsynlegt að leitað sé eftir skoðunum sem flestra. Skólastarfið er einnig margbrotið í eðli sínu og gæði þess verða ekki einungis metin út frá einkunum nemendanna; vellíðan þeirra, félagsfærni, sköpunargleði og aðrir slíkir þættir skipta ekki minna máli þegar upp er staðið. Það er stór ákvörðun sem ríkisvaldið tekur þegar það grípur fram fyrir hendurnar á foreldrum og skyldar börn þeirra til að ganga í skóla. Fyrir þeirri ákvörðun eru til mörg rök, auðvitað mis sterk. En ein þau sterkustu snúa að því að við viljum búa í lýðræðisþjóðfélagi. Ákvarðanir hvers og eins okkar um sameiginleg mál snerta þar með alla. Slíkt fyrirkomulag krefst þess að þeir sem mega kjósa hafi nægjanlega þekkingu og færni til að geta kynnt sér að gagni þau mál sem kosið er um. En þekking ein og sér nægir ekki, það þarf líka að þjálfa fólk í því að vera virkir þátttakendur í opnu lýðræðislegu samfélagi. Sú þjálfun þarf að fara fram innan veggja skólanna. Agi í skólastarfi og skólalýð- ræði fara vel saman. Lýðræði í skólastofunni þýðir í mínum huga ekki að kennarinn ráði stundum en stundum tapi hann í atkvæða- greiðslum og allir fari út að leika. Þvert á móti. Frelsi fylgir ábyrgð og það er nauðsynlegt að það sé snemma byrjað að kenna börnum þá staðreynd. Lýðræði í skóla þýðir að það er hlustað á nemend- ur og foreldra þeirra og það sem meira er nemendur og foreldrar taka þátt í því að móta skólastarfið og bera sameiginlega ábyrgð með kennurum, skólastjórnendum og stjórnvöldum. Lýðræði í skólastarfi Lýðræði í skólastofunni þýðir í mínum huga ekki að kennar- inn ráði stundum en stundum tapi hann í atkvæðagreiðslum og allir fari út að leika.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.