Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 19.11.2006, Qupperneq 12
Framan af ævinni varð ég voða sár ef fólk mundi ekki eftir afmælinu mínu en þegar fer að síga á seinni hlutann hef ég læknast af þessu. Pele skorar þúsundasta markið Verslunin AB-varahlutir, sem selur varahluti í bíla, varð tíu ára gömul í vikunni. Eftir að hafa byrjað með varahluti í Toyota-bifreiðar hefur fyr- irtækið fært út kvíarnar, en nú fást varahlutir, boddíhlutir og slithlutir í flesta Evrópu- og Asíubíla hjá AB- varahlutum. „Þetta gengur allt í rétta átt,“ sagði Jón S. Pálsson, eigandi verslunarinnar, í samtali við Frétta- blaðið, en hann stefnir á að stækka verslunina bráðlega. Jón ákvað að blása ekki til veisluhalda í tilefni afmælisins, en styrkti þess í stað Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur sem etur kappi við illvígt krabbamein með pen- ingagjöf. „Fyrirtækið varð tíu ára á miðviku- daginn,“ sagði Jón í samtali við Frétta- blaðið. „Konan mín hafði keypt helg- arblað DV, þar sem er viðtal við Ástu Lovísu, og við lásum það bæði á þriðju- dagskvöldið. Ég hafði svona verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að halda veislu eða styrkja eitthvert mál- efni og hafði verið hugsað til bæði Krabbameinsfélagsins og krabba- meinssjúkra barna,“ sagði Jón, en hann kannast sjálfur við lífið í klóm krabbans. Fyrrum eiginkona Jóns, Lára Björgvinsdóttir, lést úr krabba- meini fyrir sjö árum. „Eftir að hafa lesið greinina ákvað ég að sleppa afmælisveislunni og styrkja frekar þessa konu og fjölskyldu hennar,“ sagði Jón. „Það hafði verið haft sam- band við mig og mér boðið eitthvert auglýsingatilboð í fjölmiðli fyrir 200.000 krónur. Ég ákvað að setja þessa upphæð bara í þetta og lagði hana inn á reikninginn hennar Ástu.“ Jón segist ekki hafa haft samband við Ástu, en faðir hennar hringdi til að færa Jóni þakkir degi síðar. „Mín var ánægjan að geta gert eitthvað,“ sagði Jón, sem sendi frá sér tilkynningu um peningagjöfina. „Ástæðan fyrir því var að minna aðra á að það má líka fara þessa leið. Vonandi feta fleiri í fótspor okkar. Þeir eru margir sem þurfa á stuðningi að halda,“ sagði Jón. „Mér finnst bara svo ótrúlegt að ég hafi lesið þessa grein á alveg hárrétt- um tímapunkti. Svona gerast hlutirnir stundum,“ sagði Jón. Legsteinar Kynningarafsláttur af völdum tegundum Fjölbreytt úrval Hagstæð verð Stuttur afgreiðslufrestur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Lillý Steingrímsdóttir Þverholti 10, Keflavík, sem lést á Heilsustofnun Suðurnesja, 12. nóvember sl., verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilsustofnun Suðurnesja. Jón Ísleifsson Steinunn Stefanía Magnúsdóttir Ólafur Eggert Júlíusson Sigtryggur Leví Kristófersson Ísleifur Jónsson Svanlaug Jónsdóttir Hildur Nanna Jónsdóttir ömmu-, langömmubörn og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og dóttur, Ingibjargar Gestsdóttur Engjasel 60. Sævar B. Arnarson Ásta Ingunn Sævarsdóttir Garðar Gunnar Ásgeirsson María Sævarsdóttir Jón Ólafur Kjartansson Jónína Edda Sævarsdóttir Guðlaugur Ottesen Karlsson Gestur Örn Sævarsson Þórdís Jóhannsdóttir barnabörn og Gestur Vigfússon Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Stefánssonar áður til heimilis á Bústaðavegi 89, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Stefán Jónsson Sigríður Sveinsdóttir Karen Jónsdóttir Þröstur Eyjólfsson Bryndís Jónsdóttir Ágúst Ingi Andrésson Steinunn Jónsdóttir Hallur Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Edvards Arnar Olsen Sérstakar þakkir færum við séra Svavari Stefánssyni, starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut og Lögreglunnar í Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Sigþrúður Ingólfsdóttir Eydís Erna Olsen Sean Maverich Ívar Örn Edvardsson Sandra Dögg Guðmundsdóttir Helga Kristín Olsen Ingvar Valgeirsson Ingólfur Már Olsen Tinna Sigurðardóttir og barnabörn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Hinn níunda nóvember 1946 var aðild Íslands að Samein- uðu þjóðunum samþykkt. Ísland á því 60 ára aðildar- afmæli um þessar mundir. Í tilefni af þessum tíma- mótum efnir Félag Samein- uðu þjóðanna á Íslandi til afmælishátíðar í dag, sunnu- dag, í húsnæði sínu að Laugavegi 42. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð- herra mun flytja ávarp, en aðrir góðir gestir eru Birgir Ármannsson alþingismaður, Þóra Arnórsdóttir, frétta- maður og kennari, Silja Bára Ómarsdóttir, forstöðu- maður Alþjóðamálastofnun- ar, og Tryggvi Jakobsson, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna. Dagskráin hefst klukkan tvö í dag og stendur yfir í einn og hálfan tíma, en að henni lokinni mun gest- um gefast kostur á að ræða við fólk í forystu hinna ýmsu samtaka hér á landi sem starfa með Sameinuðu þjóðunum. Ísland 60 ár í SÞ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.