Fréttablaðið - 19.11.2006, Page 13

Fréttablaðið - 19.11.2006, Page 13
Hópbílar hf. í Hafnarfirði hlutu umhverfisverðlaun Ferðamála- stofu fyrir árið 2006. Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra afhenti verðlaunin á ferðamálaráðstefn- unni á Hótel Loftleiðum á fimmtu- dag. Sem fyrr óskaði Ferðamála- stofa eftir tilnefningum til verð- launanna jafnframt því sem innan stofnunarinnar er fylgst með því sem ferðaþjónustuaðilar eru að gera í umhverfismálum. Alls bár- ust átján tilnefningar í ár og urðu Hópbílar hlutskarpastir. Í umsögn Ferðamálastofu segir meðal ann- ars að „allt frá árinu 2001 hefur fyrirtækið einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfismálum og árið 2004 fékk það umhverfis- stefnu sína vottaða samkvæmt alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001, umhverfisstefnan hefur verið yfirfarin og uppfærð árlega og er orðin hluti af stjórn- skipulagi fyrirtækisins.“ Fyrirtækið Hópbílar hf. var stofnað árið 1995, helstu verkefni fyrirtækisins eru tengd ferðaþjón- ustu og öllum þeim sem vilja ferð- ast. Fyrirtækið tilheyrir geira þar sem það gæti með starfsemi sinni haft neikvæð áhrif á umhverfið en eigendur og stjórnendur fyrirtæk- isins hafa tekið þá meðvituðu ákvörðun að lágmarka þau nei- kvæðu áhrif sem af rekstrinum leiðir enda eru einkunnarorð fyr- irtækisins: Öryggi, umhverfi, hagur og þægindi. Hópbílar hlutu umhverfisverðlaunin 2006 AFMÆLI Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess, gefur út jólakort í ár. Kortin eru myndskreytt af Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur myndlistar- manni, sem gaf Krafti myndina. Kortin eru seld tíu saman í pakka á þúsund krónur. Sölufólk verður á ferðinni með kortin en einnig er hægt að nálgast þau í Tekk-vöruhúsi, í Uniku og Euro- skóm í Hafnarfirði. Þá er hægt að senda tölvupóst á netfangið oley@ mi.is og panta kort. Kort frá Krafti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.