Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2006, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 19.11.2006, Qupperneq 16
F yrstu tónleikar söng- konunnar Katherine Jenkins á sex vikna Bretlandstúr hennar eru í Reading. Hún er oft kölluð höfuðborg Thames-dalsins og er ekki mikið stærri en Reykjavík. Borgin er lík- legast frægust fyrir sæmilegt fót- boltalið sem inniheldur tvo Íslend- inga og nokkuð sóðalega tónlistarhátíð sem haldin er árlega. Þar komast drukkin ungmenni í návist við ferskustu rokk-, raf- og hiphoptóna hvers sumars. Síðasta mánudagskvöld var aðalviðburður tónlistarlífsins í Reading eins fjarri þeirri sódóm- ísku gleði og hugsast getur. Kath- erine er þekkt messósópran-söng- kona frá Wales sem hefur selt fleiri plötur en nokkur annar klassískur listamaður í Bretlandi, fyrr og síðar. Fyrir rúmri viku gaf hún út fimmtu breiðskífu sína og náði alla leið á topp breska klassíska sölulistans og í fimmta sæti á popplistanum. Hún er Íslending- um auðvitað að góðu kunn eftir að hafa komið fram á tónleikum með okkar manni, Garðari Thór Cort- es, á Íslandi fyrr á þessu ári í Laugardalshöll. Núna launar hún honum greiðann með því að kynna Garðar, á hverju kvöldi, sem sér- stakan gest sinn á tónleikum sínum. Fyrstu tónleikar ferðarinnar eru haldnir í Hexagon-leikhúsinu, sem er rétt handan við hornið á aðalverslunarsvæði borgarinnar. Það dregur nafn sitt af hönnun sinni, en salurinn er sex-hliða og tekur rúmlega 1.000 manns í sæti. Ég mæti til Reading rétt eftir kaffileytið og tylli mér í sal Hex- ago-leikhússins. Á sviðinu er 26 manna sinfóníusveit að stilla saman strengi sína fyrir væntan- lega hljóðprufu. Ungur maður gengur inn í salinn með bunka af dreifimiðum. Þetta eru auglýs- ingasneplar til að kynna væntan- lega útgáfu á fyrstu plötu Garð- ars hér í Bretlandi í febrúar næstkomandi. Maðurinn, sem er húðflúraður upp hendurnar, byrj- ar að dreifa miðunum í öll sæti leikhússins. Síðar kemst ég að því að þetta er Carl, svokallaður „Tour manager“ Garðars. Hans starf er að sjá til að allt gangi upp hans og Garðars vegna á tónleika- ferðalaginu. Carl þessi er vanur Íslendingum, enda var hann í sama hlutverki fyrir Nylon-stúlk- urnar á þeim fjórum tónleika- ferðum sem þær hafa farið í nú þegar í Bretlandi. Allan tímann sem ég fæ að fylgjast með er hann á fullu, samt hristir hann höfuðið yfir því hvað sé lítið að gera miðað við ævintýri hans með stúlkunum. Þegar sinfóníusveitin er sam- stillt gengur Garðar inn á sviðið til þess að hefja hljóðprufuna. Hann er klæddur í gallabuxur og flíspeysu og heilsar upp á nokkra kunningja í sveitinni áður en hann tekur sér stöðu við hljóðnemann. Stjórnandinn er honum kunnugur en þeir unnu víst saman að upp- setningu Phantom of the Opera í West End, þar sem Garðar fann loksins háa c-ið sitt. Þar hafði hann hlutverk í um níu mánuði, fyrir rúmum sex árum síðan, og segist hafa ratað inn á hæsta punkt raddsviðs síns eitt kvöldið. Hann hefur ekki tapað því síðan þá. Eftir hljóðprufuna er ég leidd- ur inn í búningsherbergi hans þar sem hann situr í rólegheitunum og bíður með tóman maga eftir því að vera sóttur í mat. Á leiðinni á matsölustaðinn spyr ég hann hvort það sé ekkert erfitt fyrir hann að syngja saddur? „Nei, skiptir litlu máli fyrir mig,“ segir hann með afar mjúk- um talanda, og mér bregður hálf- partinn yfir því hversu hár hann er á tónskalanum þegar hann talar. „Eins lengi og ég fæ mér ekki rjómatertur eða einhverja sykurdrullu sem ratar aftur upp í háls.“ Svo spyr ég hann að því hvort það eigi vel við hann að vera á Hver er þessi Cortes? Garðar Thór Cortes er nú á tónleikaferðalagi um Bretland í boði Katherine Jenkins, messósópran, sem hefur selt fleiri plötur en allir aðrir klassískir flytjendur í Bretlandi. Birgir Örn Steinarsson fór til Reading og varði fyrsta degi tónleikaferðarinnar með tenórnum unga. Þetta er mjög góð kynn- ing fyrir mig í þessum geira. Að fá svona kynningu strax, nokkrum mánuðum áður en platan kemur út, er mjög heppilegt. Ég geri mér alveg grein fyrir því. svona tónleikaferðalögum. „Svona já og nei. Það er náttúrlega leiðin- legt að vera svona lengi í burtu að heiman, og leiðinlegt að sofa allt- af í nýju og nýju rúmi.“ Eins og sannur fagmaður pass- ar hann upp á sitt og pantar diet- pepsí og kjúklingasalat. Við ræðum á léttum nótum um flest annað en feril hans eða kvöldið yfir matnum, en tökum sameigin- lega ákvörðun um það að setjast niður í nokkrar mínútur og spjalla stutt um alla velgengnina áður en hann klæðir sig í jakkafötin. Velgengni Garðars í Bretlandi er nánast beint framhald af vel- gengni hans á Íslandi. Það er að segja að allt sem hann hefur feng- ið upp í hendurnar í Bretlandi er afrakstur einhvers sem hófst á klakanum. Vanalega fara menn út í skóla og annað, mynda sér sam- bönd og „byrja upp á nýtt“ í útlandinu. Það hefur ekki verið tilfellið með Garðar. Hann rataði inn í Phantom of the Opera á West- End eftir að einn framleiðandi þeirrar sýningar sá hann syngja í Carmen Negra á Íslandi. Núna er hann að undirbúa útgáfu fyrstu plötu sinnar í Bretlandi, eftir að útgáfa Einars Bárðarsonar seldi rúmlega 20 þúsund eintök af fyrstu breiðskífu hans heima. „Þegar maður þekkir svona góða menn, eins og Einar er, þá vill maður ekki sleppa takinu af þeim,“ útskýrir Garðar þegar ég spyr hann hvort það hafi ekki verið freistandi að leita að erlendri útgáfu í stað þess að gefa út hjá íslensku fyrirtæki á Bretlandsmarkaði. „Fyrst við getum farið þessa leið í stað þess að fara í gegnum erlenda útgáfu þá er það líka betra. Þá ráðum við meiru sjálfir, hvað varðar laga- val og svo framvegis.“ Garðar segir nokkrar plötuút- gáfur heima hafa verið búnar að koma sér í samband við hann þegar Einar Bárðarson hringdi loksins í hann. „Hann kom svo heim í kaffi einn daginn og við spjölluðum lengi saman. Honum fannst mjög skrítið að það væri ekki búið að gefa neitt út með mér og kynnti fyrir mér þetta við- skiptaplan hans. Hann vildi alltaf meina það í upphafi að við ættum erindi út líka. Hann vildi byrja heima og sjá hvernig færi.“ Garðar segist strax hafa kunn- að mjög vel við Einar og það hafi ekki skemmt fyrir að hann og pabbi sinn skuli vera góðkunn- ingjar. „Pabba leist vel á hann. Þá veit ég að hann er góður.“ Garðar var fyrst kynntur fyrir Katherine Jenkins á Íslandi þegar hún var þar að heimsækja vin sinn. Hún var þá á leiðinni til London um haustið til þess að hefja nám í Royal Academy of Music. Svo skemmtilega vildi þá til að Garðar var einmitt á leið- inni í þennan sama skóla. „Ég var í óperudeildinni en hún var í almennu söngdeildinni. Við kynntumst svo örlítið betur þar.“ Einar bauð henni svo til Íslands til að vera sérstakur gest- ur Garðars á tónleikum hans í Laugardalshöll í maí síðastliðn- um. Hún launaði honum svo greiðann með því að bjóða honum í sex vikna tónleikaferðalag um Bretland til að kynna nýjustu breiðskífu sína, Serenade. „Þetta er voðalega góð kynning fyrir mig í þessum geira. Að fá svona kynningu strax, nokkrum mánuð- um áður en platan kemur út, er voðalega heppilegt. Ég geri mér alveg grein fyrir því.“ Garðar segist ekki hugsa of mikið um þessa tilvonandi útgáfu sína í Bretlandi. Eins og plata Katherine telst plata hans til klassískra útgáfna, þó svo að tón- listin teygi einnig anga sína yfir í popptónlist. „Það eru ekki allir klassískir söngvarar sem vilja syngja svona bland. Aðrir geta það ekki. Það myndi bara ekki passa að syngja þessa tegund tón- listar með algjörum óperustíl. Maður syngur ekki popplög eins og Pavarotti. Þetta kallast „cross- over“ og með því að fara yfir í það er ég að færa mig svolítið frá því sem ég lærði. En ég er engu að síður að gera þetta af fullum krafti. Mér finnst þetta alveg jafn mikilvægt.“ Garðar lokar alveg á það að hafa átt sér draum um að verða poppsöngvari og segir hugmynd- ina um að fara yfir í þessa blöndu hafa komið frá Einari. „Hann vildi gera svona plötu og ég hélt að það myndi ekkert ganga. Ég var nú samt alveg til í að prófa. Svo gekk platan framar vonum heima, og núna er ég hérna.“ Stuttu eftir spjallið okkar eru tónleikagestir vinsamlegast beðnir um að fara í sæti sín þar sem tónleikarnir eru að hefjast. Dívan kemur inn í glitrandi ljósbláum kjól og hefur söng sinn. Katherine leggur sig mikið fram við það að ná tengslum við tón- leikagesti á milli laga. Hún hagar sér líklegast á mjög óhefðbundinn hátt miðað við aðrar sópran-dívur, þar sem hún reytir af sér brand- ara á milli þess sem hún heillar gesti með söng sínum. Garðar er kynntur inn eftir fjögur lög og þau syngja saman dúett. Svo hverfur hún út af svið- inu og Garðar syngur tvö lög einn. Annað þeirra er Lontano og áður en hann syngur það tilkynn- ir Garðar áhorfendum að tveir góðir vinir hans hafi samið lagið sérstaklega fyrir sig. Lagið eiga þeir Einar Bárðarson og Friðrik Karlsson. Dívan kemur aftur á svið, í nýjum kjól, og Garðar kveður. Eftir hlé leika þau sama leik, Garðar kemur inn og syngur þrjú lög á meðan dívan skiptir um kjól, en í þetta skiptið einbeitir Garðar sér að því að syngja þekktar aríur. Salurinn fylgist með sem dáleiddur og eftir að Garðar hefur lokið söng sínum ætlar fagnaðarlátunum aldrei að linna. Það eru engar ýkjur að halda því fram að pilturinn steli senunni af stöllu sinni. Hún er samt sérstaklega vingjarnleg við hann og kynnir hann aftur á svið í lok tónleikanna svo að gestir geti sýnt honum þakklæti sitt enn einu sinni. Á leiðinni út úr saln- um heyrir maður nokkra segja: „Hver er þessi Cortes?“ Það er alveg ljóst að þetta er alvöru tækifæri fyrir Garðar að fóta sig á breska klassíska mark- aðnum. Strax eftir tónleikana mætir ritstjóri stærsta klassíska tónlistarrits Bretlands baksviðs sérstaklega til þess að þakka Garðari fyrir sönginn. Hann er einn af mörgum sem þarf að bíða eftir því að fá að taka í spaðann á tenórnum unga sem björt fram- tíð blasir við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.