Fréttablaðið - 19.11.2006, Page 18

Fréttablaðið - 19.11.2006, Page 18
R V 62 20 Einstök hönnun Mikið úrval Frábær ending Ný sen din g! Sko ðið úrv alið í ve rslu n okk ar a ð R étta rhá lsi 2 Postulín sem gleður – Pillivuyt Nær öll frumvörp sem verða að lögum koma frá ráðherr-um. Erfitt er að meta hversu duglegir ráðherrar eru, út frá fjölda frumvarpa, enda fjölmörg önnur mál sem ráðherrar sinna. Ekki eru heldur allir á eitt sáttir um að stefna ráðherra eigi að vera að leggja sem flest frumvörp fram. Vegna fjölda ráðherra á þessu kjörtímabili er einungis hægt að skoða afrekaskrá helmings þeirra og er lögð áhersla á þá ráðherra sem eru hættir eða hafa verið í sama ráðuneyti frá upphafi kjör- tímabils. Hvernig hinn helmingur- inn hefur staðið sig birtist svo um næstu helgi. Einungis er litið yfir þau frum- vörp sem lögð hafa verið fram á þessu kjörtímabili og hjá hverjum ráðherra er einungis litið til verka á meðan hann var í embætti. Frum- vörp sem einn ráðherra leggur fram getur því verið samþykkt nú, en telst til tekna þess ráðherra sem tók við embætti. Greinilegt er að forsætis- og utanríkisráðherrar leggja fram færri frumvörp en aðrir ráðherrar. Björn Bjarnason hefur lagt fram flest frumvörpin sem nú eru talin upp, en hann er einn þriggja sem hafa setið í sama ráðuneyti frá upp- hafi kjörtímabilsins. Hinir tveir eru Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Af þeim ráðherrum sem nú birt- ist var Sigríður Anna Þórðardóttir með flest frumvörp miðað við fjölda mánaða í starfi eða 2,5 frum- vörp á mánuði. Fæst lagði Davíð Oddsson fram sem utanríksisráð- herra.. Afrekaskrá ráðherra Ráðherrar hafa lagt fram 413 frumvörp á þessu kjörtímabili. Af þeim hafa 317 orðið af lögum. Svanborg Sigmarsdóttir rýndi í afrekaskrána.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.