Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 19.11.2006, Qupperneq 22
H ugleikur hefur komið sér vel fyrir á skrifstofunni þar sem hann vinnur við gerð söngleiks- ins Leg fyrir Þjóð- leikhúsið og var að leggja loka- hönd á næstu bók sína Fylgið okkur. Fyrsta bókin sem Hugleik- ur gaf út sjálfur, Elskið okkur, kom út árið 2002, Drepið okkur og Ríðið okkur fylgdu í kjölfarið og slógu í gegn á einni nóttu. JPV samdi við strákinn og gaf út safnið Forðist okkur og Bjargið okkur fyrir jólin 2005. Síðan kom Fermið okkur 2006. Myndasögurnar eru örsögur þar sem Hugleikur dregur fram sjúkleikann í samfélaginu og flokkast mega sem háð. Einfaldir brandarar þar sem kaldhæðni er notuð til að gera grín að viðkvæm- um málefnum og sjúku hugarfari. Sögurnar kunna að fara fyrir brjóstið á sumum og einhverjir velta fyrir sér hvort það sé í lagi með hann. Flestir fatta samt að hann er fyndinn, sniðugur og klár, enda hefur frægðarsól hans risið jafnt og þétt. Forðist okkur var sett á svið í Borgarleikhúsinu og Hugleikur vann Grímuna fyrir leikskáld árs- ins 2006. JPV gaf Avoid Us út á ensku og bókaforlagið Penguin keypti réttinn. Bókin sem kom út á Bretlandsmarkaði undir titlinum Should You Be Laughing at This? hefur strax vakið athygli ytra. Nýjasta bók Hugleiks, Eineygði kötturinn Kisi og Hnakkarnir, segir frá baráttu Kisa við árans hnakkana frá annarri plánetu. Þjóðfélagsádeila eða hvað? „Ég er myndasöguhöfundur sem skrifa líka leikrit og hef alltaf ætlað að vera einhvers konar skap- ari,“ segir Hugleikur þegar hann er beðinn að lýsa sjálfum sér. „Ég hef ætlað að vera myndasöguhöf- undur alveg síðan ég man eftir mér, það kom aldrei neitt annað til greina. Ég var alltaf að teikna. Þegar ég var sex ára byrjaði ég að teikna myndasögur fyrir sjálfan mig. Mig langaði til að verða kvik- myndaleikstjóri líka. En það er ekki enn þá búið að gerast. Mynda- sögugerðin er næsti bær við. Þetta er eins og að gera litlar bíómyndir, nema maður þarf ekki að eyða pen- ing í tæknibrellur.“ Það hefur ekki farið mikið fyrir myndasögugerð hér á Íslandi og ekki mikil hefð fyrir henni. „Það er mjög lítil hefð hérna, eiginlega engin. Eina sem fólk þekkir er Sig- mund sem birtist í Morgunblað- inu. Það eru til aðrir íslenskir myndasöguhöfundar en það hefur aldrei verið neinn mark- aður fyrir sögurnar. Ég hef reynt að starfa við þetta síð- ustu þrjú ár og lifað af þessu í kannski eitt ár. En ég er líka að semja fyrir leikhús og fleira.“ Hugleikur útskrifaðist af Fjöltæknibraut Listaháskóla Íslands árið 2002. „Ég byrjaði að teikna Okkur-myndasögurnar þegar ég var í LHÍ. Mig vantaði verk á sýningu og setti sögurnar upp á vegg, þá sá ég að fólk var að hlæja að þessu.“ Sumir brandararnir í Okkur-sög- unum eru alveg á mörkunum. Kúkur, piss, blóð, morð, sjálfs- morð, guðlast, nauðgarar og sifja- spell eru hlutir sem Hugleikur grínast með. Þessar sögur urðu strax gífurlega vinsælar. „Ég held að það sé vegna þess hversu auðles- ið efni þetta er. Ofboðslega einfaldar teikningar með mjög einföldum skilaboðum sem skila sér strax. Það þarf ekki að skoða þessar blað- síður lengi til að klára þetta. Svo finnst fólki þetta bara rosalega fyndið,“ útskýrir Hugleikur. En af hverju er þetta svona fyndið? „Ég veit það ekki. Þetta varð bara óvart til. Ég hafði alltaf teiknað svipaðar myndir þegar ég var yngri með frændum mínum. Teiknaði kannski karla að skjóta hver annan og gera eitthvað ljótt. Við vorum bara að teikna til að láta hver annan hlæja. Ég hefði samt aldrei gefið þetta út nema af því að aðrir sáu þetta og fannst þetta fyndið. Mikið af þessu er fyndið af því að þetta eru ógeðs- legir brandarar. Fólk hlær oft að hlutum af því að það má ekki hlæja að því. Ég held það sé allt í lagi að hlæja að hverju sem er svo lengi sem það skaðar ekki aðra.“ Hefurðu aldrei haft áhyggjur af því hvort þessir brandarar séu í lagi? „Jú, ég hef teiknað suma brandara og hugsað hvort ég sé ekki að fara yfir strikið þarna. En hef samt ákveðið að birta þær sögur af því að mér hefur fundist þær segja meira en að vera bara ógeðslegar. Til dæmis hafði ég áhyggjur af einum brandara af nauðgara á úti- hátíð, ég spurði systur mína og fleiri hvort þetta væri í lagi og það voru allir sammála um að það væri aug- ljóst hvað ég væri að segja. Það er greinilegt að þessir brandarar eru ákveðin kaldhæðni.“ Ertu þá viljandi að nota kaldhæðni til að benda á það sem þér finnst að í þjóðfélaginu? „Nei, það hefur næstum því komið eftir að ég fékk þá gagnrýni að ég væri með þjóð- félagsádeilu. Þá fór ég stundum að hugsa um sögurnar sem komu á eftir sem þjóðfélagsádeilu en það var aldrei tilgangurinn. Ég reyni bara að teikna þetta eins hratt og ég get, um leið og hugmyndin sprettur. En eftir á þá eru kannski einhverjar pælingar þarna.“ Ertu þá ekki að reyna að koma skilaboðum á framfæri þegar þú teiknar söguna? „Jú, kannski meira núna en áður en samt ekki viljandi. Ég held að flestir sem gera eitthvað, hvaða list sem það er, eru að tjá sig og þar af leiðandi að koma einhverjum skilaboðum á framfæri. En ég var aldrei með það á hreinu hvaða skilaboð það voru. Síðan hef ég notað það hálf- partinn sem afsökun. Þegar ég er spurður hvað ég sé að pæla þá segi ég stundum að heimurinn sem við búum í sé rosalega ljótur og að ég sé að reyna að benda á það.“ Nýlega birtist grein í Irish Sun þar sem hagsmunasamtök barna vilja banna bókina hans í Írlandi og segja hana gefa unglingum vafa- söm skilaboð. Hugleikur svarar í greininni að hryllilegir hlutir ger- ist í næsta húsi og að hann sé að benda á það. Nýjasta bók Hugleiks, Eineygði kötturinn Kisi og Hnakkarnir, var að koma út og segir frá baráttu Kisa við Hnakkana. „Mig langaði að búa til dýrakarakter. Það er svo mikið af myndasögum sem eru um talandi dýr. Eins og Andrés Önd. Það eru margir myndasöguhöf- undar sem eiga sinn dýrakarakter bara til að geta gert eitthvað við hann, það er miklu meira frelsi í því heldur en spýtukörlunum.“ Myndasögurnar um eineygða kisann birtust vikulega í tímarit- inu Sirkus, áður en það var gert að hnakkablaði eins og segir á kápu bókarinnar. „Ég gerði um tuttugu Kisa-örsögur fyrir Sirkus og vildi setja þær sögur sem voru til í bók og ákvað að gera eina langa sögu um Kisa í viðbót. Þá byrjaði öll þessi hnakkaumræða og allir þessi þættir á Sirkus-sjónvarps- stöðinni. Þannig að mér datt allt í einu í hug að hnakkar myndu gera árás á jörðina.“ Ertu þá í stríði við hnakkana? „Nei, ekki lengur. Ég er búinn að gera mína árás. Hnakkar eru eitt- hvað í eðli sínu sem maður verður að gera grín að og það bara var enginn að gera grín að hnökk- unum. Ég beið eftir því að einhver gerði það vegna þess að hnakk- arnir voru alltaf að gera grín að öllum öðrum. Eina lausnin var að gera þessa bók.“ Hvaðan koma þessir flokkadrættir í dag, fólk er annað hvort hnakkar, úlpur eða krútt? „Já, bókin fjallar um þessa flokkun líka. Tvíhöfði byrjaði með þetta. Dr. Gunni og Sigurjón Kjartans voru alltaf að tala um úlpur og hnakka í útvarpsþættin- um sínum og voru greinilega mjög heillaðir af þessu. Hvort það væri ekki bara hægt að skipta öllum heiminum upp í úlpu eða hnakka. Sem er í rauninni hægt.“ Í bókinni eru helstu einkenni hnakka sólbrúnka, tribaltattú og ekkert andlit. Bara hnakki báðum megin á hausnum og þeir tala með rassinum. „Ég gat ekki gert dýpri greiningu á þeim vegna þess að það er ekki hægt að greina þá frek- ar, ekki frekar en úlpur, vegna þess að í rauninni er þetta ekki til. Hugtakið er bara til. Ég hef alltaf verið þeim megin við víglínuna að mér finnst hnakkatískan asnaleg, mér finnst Smáralindin hallæris- leg og FM957 aðhlátursefni. Þetta er í rauninni einhver menningar- leysa. Það er ekki mikil dýpt í Scooter og fötin eru fjöldafram- leidd. Þó ég vilji ekki viðurkenna að ég sé að dæma fólk sem hlustar á Scooter og verslar í Topshop sem asnalegt fólk, þá finn ég mig samt knúinn til þess að segja að mér finnst þetta ljótt.“ Eins og í bókinni þar sem hnakk- ar koma snyrtilegir til fara frá plá- netunni sinni og ná yfirhöndinni með því að bjóða öllum frægum í partí, þá hafa hnakkar náð að verða áberandi í þjóðfélaginu. „Það var greinilega pælingin í fjölmiðlum að hnakkar myndu seljast og allir þættir á Sirkus-sjónvarpsstöðinni eru hnakkaþættir. Þessir þættir eru hnakkapælingin holdi klædd vegna þess að það var ekkert í þá lagt en svo lengi sem auglýsing- arnar af þættinum litu vel út þá var þetta í lagi. Þættirnir þurftu ekki einu sinni að vera góðir eða líta vel út svo lengi sem upphafs- stefið var flott og kynnirinn sætur eða sæt.“ En hvaðan kemur þessi hnakkapæling? „Hnakkar hafa verið áberandi lengi. Allt þetta „eitís“ Wall Street-dæmi, Amerci- an Psycho-myndin og bókin er til dæmis bara um hnakka. Metró- sexual er það sama og að vera hnakki. Þetta er fólk sem veit hversu miklu máli það skiptir, ekki bara að líta vel út heldur líka að lykta vel, og vera ávallt í topp- formi. Það veit hversu miklu máli það skiptir vegna þess að það græðir á því. Vel heppnaðir hnakk- ar komast áfram á því bara að vera vel heppnaðir hnakkar. Þeir þurfa í rauninni ekki endilega að vera með mikinn persónuleika vegna þess að útlitið hjálpar þeim. Það að vera aggressívur byrjaði líka þarna á níunda áratugnum. Þá skipti svo miklu máli að vera hákarl í viðskiptum. Vera aggres- ívur í bisness og framkomu. Það var í tísku og hefur lifað síðan þá.“ Heldurðu að hnakkarnir hafi sprottið af öllu þessu fjárfestinga- brjálæði hérna heima? „Já, þetta eru allt að vissu leyti hnakkar þessir fjármálabrjálæðingar. Maður verður samt að passa sig að hugsa ekki svoleiðis um alla, þá verður heimurinn svo svartur og hvítur. Það er samt ekki hægt að mæta í úlpu í bankann og ætla að gera stór viðskipti á verðbréfa- markaðnum, en ef þú mætir með rétta hárið og réttu lyktina þá ertu kominn inn.“ Áður en ég fer þá sýnir Hugleikur mér teikningar fyrir Fylgið okkur sem er á leið í prentun. Fylgið okkur eru örsögur í anda fyrri Okkur-bókanna hans. „Það er tak- markað hvað hægt er að gera marga brandara um sama hlutinn. Ég hef teiknað blóð of oft. Og alla- vega 50 brandara um sjálfsmorð.“ Brandararnir hafa því þróast að einhverju leyti og eru jafnvel súr- ari segir Hugleikur. „Ég hef verið svo oft spurður að því hvort ég sé eitthvað geðveikur eða hvort það sé ekki í lagi heima hjá mér. Ég veit aldrei hvort fólk er bara að segja þetta eða spyrja af alvöru. Alveg eins og fólk segir snilld. Fólk segir snilld við öllu. Ristað brauð getur verið snilld. Þannig að ég veit í raun og veru ekki hvað það þýðir. En það er allavega allt í lagi heima hjá mér.“ Og líklega er hann snillingur líka. Hugleikur Dagsson er fyrsti myndasöguhöfundur Íslands sem sögur fara af. Nýjasta bók Hugleiks, Eineygði kötturinn Kisi og Hnakkarnir, er nýkomin í verslanir og fyrr í þessum mánuði gaf Penguin hann út á Bretlandsmarkaði. Hanna Björk Valsdóttir leit við á skrifstofu hans í húsnæði Þjóðleikhússins og fékk að heyra hvað býr að baki sögunum. Er þessi maður geðveikur?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.