Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 30
Hrefna Guðmundsdóttir er í fullu starfi við að útbúa ferilskrár fyrir fólk. Hrefna er menntuð sem stjórnmálafræðingur en hefur um árabil starfað sem fræðslu- og upplýsinga- stjóri og á þeim vettvangi hefur hún aflað sér góðrar reynslu í skrifum og fram- setningu á efni. „Ég hef í nokkur ár sérhæft mig í gerð ferilskráa, kynningar- bréfa og þakkarbréfa. Í dag er þetta fullt starf hjá mér og ég hef fundið að það er greinilega þörf fyrir þessa þjónustu,“ segir Hrefna. „Ferilskrá er mikilvægasta markaðstækið í atvinnuleit og tvímælalaust sterkasta vopnið sem fólk hefur til að komast í atvinnuviðtal. Í ferilskránni koma fram helstu upplýsingar um hvern og einn og það skiptir afar miklu máli hvernig þær eru settar fram. Atvinnurekendur og atvinnumiðlanir þurfa að fara í gegnum oft nokkur hundraða ferilskráa vegna hvers starfs og þeir verða að sjá mjög fljótt hvað hver og einn hefur upp á að bjóða. Ferilskráin verður líka að vekja athygli þeirra á ein- hvern hátt, annars er hún lögð til hliðar og hæft fólk fær oft ekki tækfæri til að láta ljós sitt skína.“ „Þetta eru einstaklingar með alls konar reynslu og menntun að baki. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að allir hafa eitthvað gott fram að færa og flestir geta meira en þeir gera sér grein fyrir. Þess vegna skiptir miklu máli að fólk fái starf sem hentar vel getu þess, reynslu og svo auðvit- að áhuga. Ferilskráin verð- ur að vera unnin með þetta í huga enda er hún líka oft notuð til grundvallar í atvinnuviðtölum. Það er því nauðsynlegt að koma mikil- vægum atriðum á framfæri þar á skilmerkilegan hátt.“ „Fólk sendir mér vanalega gögn með tölvupósti t.d. eldri ferilskrá, ef það á hana, eða það fyllir út upp- lýsingaform á heimasíð- unni. Það þarf ekki að vanda framsetningu eða málfar og lætur allt flakka sem því dettur í hug að geti komið að gagni og það getur staðið undir. Ég vinn síðan úr þeim gögnum og sendi til baka ferilskrána, kynningarbréf og þakkarbréf ef óskað er eftir því. Oft er það heilmik- il vinna að átta sig á hvaða framsetning hentar og hvaða atriði skipta máli fyrir hvern og einn. Fólk fær síðan ferilskrána senda á rafrænu formi til yfir- lestrar og ég laga hana ef óskað er eftir breytingum. Í heildina eru þarfir fólks mjög mismunandi og mikil- vægt að það viti hvar það getur leitað sér aðstoðar þegar kemur að því að skipta um starf. Samkeppn- in er mjög hörð á vinnu- markaðnum í dag og ég tel að þar geti það skipt sköp- um að eiga fagmannlega unna ferilskrá sem kemur fólki í rétta atvinnuvið- talið,“ segir Hrefna Guð- mundsdóttir að lokum. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Hrefnu, www.ferilskra.is Góð ferilskrá er mikilvæg Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir starfsfólki Orkuveita Reykjavíkur er framsækið þjónustufyrirtæki sem aflar og dreifir vistvænni orku á sem hagkvæmastan hátt og í sátt við umhverfið. Á þjónustusvæði fyrirtækisins býr meira en helmingur íslensku þjóðarinnar. Stefna Orkuveitunnar er að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og sjá þeim fyrir ódýrri orku sem framleidd er úr endur- nýjanlegum íslenskum orkulindum. Þannig stuðlar fyrirtækið að aukinni notkun hreinnar innlendrar orku og leggur um leið sitt af mörkum til nýsköpunar og framfara í landinu. Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks við að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins. Fyrirtækið er sveigjanlegt, það lagar sig að breyttum aðstæðum Það sýnir frumkvæði og er opið fyrir nýjungum Það sækir fram af eldmóði Það er traust og starfar í sátt við umhverfið Svið Dreifingar Orkuveitu Reykjavíkur leitar að starfsfólki. Meginhlutverk Dreifingar er að skipuleggja, byggja upp og reka veitukerfi fyrir heitt vatn, kalt vatn, rafmagn og fráveitu. Iðnaðarmaður óskast til starfa Við leitum að duglegum, samviskusömum einstaklingi með færni í mannlegum samskiptum. Skilyrði er að viðkomandi búi í Stykkishólmi eða Grundarfirði. Starfs- og ábyrgðarsvið: • Vinna við viðhald og uppbyggingu á framleiðslu- og dreifikerfi í heitu og köldu vatni á Snæfellsnesi • Standa bakvaktir • Aðstoðarmaður og staðgengill svæðisstjóra Menntunar- og hæfnikröfur: • Iðnmenntun á málmiðnaðarsviði, t.d. vélvirki, pípulagningamaður • Reynsla af t.d. málmsmíði og pípulögnum • Reynsla af skipulagningu og stjórnun verklegra framkvæmda • Tölvukunnátta æskileg Framkvæmdadeild Orkuveitu Reykjavíkur óskar að ráða öflugt fólk til starfa. Meginverkefni Framkvæmdadeildar eru viðbrögð við bilunum, ýmis endurnýjunarverk auk smærri nýlagnaverkefna í kerfum Orkuveitunnar. Áhersla verður á að vinna við ljósleiðarakerfi Gagnaveitu OR. Tvö störf við ljósleiðarakerfi (lagning, blástur og splæsing) Um öll störfin gildir að viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að fást við öll þau fjölbreyttu verkefni sem upp geta komið, jafnt í ljósleiðarakerfinu sem og í öðrum kerfum Orkuveitunnar eftir því sem við á. Við leitum að duglegum, samviskusömum einstaklingum með færni í mannlegum samskiptum. Ef þú ert eintaklingur með áðurnefnda hæfileika getur orðið um framtíðarráðningu að ræða. Æskilegt er að viðkomandi hafi eitthvað af eftirfarandi réttindum/reynslu en þó ekki skilyrði: Menntunar- og hæfnikröfur: • Reynsla af lagningu, splæsingu og blæstri á ljósleiðaralögnum • Vinnuvélaréttindi (litlar og meðalstórar vinnuvélar) • Námskeið í jarðlagnatækni og/eða reynsla af jarðlagnavinnu • Aukin ökuréttindi ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 3 50 20 1 1/ 06 Upplýsingar og umsjón með úrvinnslu umsókna hefur Sólrún Kristjánsdóttir (solrun.kristjansdottir@or.is) hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur: www.or.is og senda jafnframt ferilskrá. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Framleiðslusvið Orkuveitu Reykjavíkur óskar eftir að ráða: Orkuveita Reykjavíkur er framsækið þjónustufyrirtæki sem aflar og dreifir vistvænni orku á sem hagkvæmastan hátt og í sátt við umhverfið. Á þjónustusvæði fyrirtækisins býr meira en helmingur íslensku þjóðarinnar. Stefna Orkuveitunnar er að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og sjá þeim fyrir ódýrri orku sem framleidd er úr endurnýjanlegum íslenskum orkulindum. Þannig stuðlar fyrirtækið að aukinni notkun hreinnar innlendrar orku og leggur um leið sitt af mörkum til nýsköpunar og framfara í landinu. Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnu- umhverfi og möguleika starfsfólks við að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins. Fyrirtækið er: Sveigjanlegt, það lagar sig að breyttum aðstæðum Sýnir frumkvæði og er opið fyrir nýjungum Sækir fram af eldmóði Traust og starfar í sátt við umhverfið Vélfræðing í Jarðgufuvirkjanir (64385) Í dag rekur jarðgufuvirkjanadeildin Nesjavalla- og Hellisheiðarvirkjanir, og tekur þátt í rannsóknum á nýjum svæðum á Hengilssvæðinu. Starfs- og ábyrgðarsvið: • Hefðbundin vélfræðistörf og vöktun virkjana Menntunar- og hæfniskröfur: • Vélfræðimenntun • Starfsreynsla æskileg • Tölvukunnáttu er krafist • Frumkvæði í starfi og traust vinnubrögð • Metnaður og áhugi og hæfni í mannlegum samskiptum Umsjón með störfunum hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Hildur Sif Arnardóttir (hildur.arnardottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 3. desember nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R V 3 50 21 1 1/ 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.