Fréttablaðið - 19.11.2006, Side 34

Fréttablaðið - 19.11.2006, Side 34
Ölgerðarmeistari (brugg- meistari) ber ábyrgð á því að framleiðsla á öl og bjór sé í samræmi við gæða- kröfur. Ölgerðarmeist- ari hefur yfirsýn yfir allt framleiðsluferlið; frá gæðum hráefna, bruggun- artækni, örverufræði og vélfræði ölgerðar til þess er ölið rennur úr kranan- um. Ölgerðarmeistarar vinna hjá drykkjarvöru- framleiðendum. Ölgerðarmeistarar hér á landi hafa lært í Þýska- landi. Æskilegt er að nem- endur hafi áður lokið sveinsprófi í bruggun og hafi hlotið hagnýta reynslu í bjórframleiðslu. Meist- araprófi í ölgerð geta nem- endur þreytt þegar þeir hafa lokið lokaprófi frá skóla. Þýskir nemendur skulu hafa lokið prófi frá þýskri iðnmenntastofnun („Handwerkskammer“) sem felur í sér leyfi til að taka nema á samning og að reka fyrirtæki í bjór- framleiðslu í Þýskalandi. Erlendum nemendum er ekki gert skylt að hafa lokið þessu prófi til að mega hefja meistaranám í ölgerð. Hver sem lýkur prófi hlýtur skírteini sem tilgreinir einstakar grein- ar og námsárangur. Meðal námsáfanga eru bruggunartækni, hráefn- isfræði, umbúðagerð, vatn og frárennsli, óáfengir drykkir, gæðastjórnun og umhverfisstjórnun, upp- lýsingatækni, vörustjórn- un, tæknileg stjórnun, efnafræðileg, tæknileg og örverufræðileg fram- leiðslustjórnun. Í Þýskalandi er m.a. unnt að ljúka doktorsnámi í ölgerð. 2-5 ár. Margt forvitnilegt kemur fram um íslenska yfirmenn í vinnumarkaðskönnunum VR. Álagið er mikið á íslenskum yfirmönnum en þeir vinna um 50 stundir á viku. Þriðjungur þeirra segist iðulega mæta til vinnu um helgar og þeir segjast ekki losna frá vinnunni í fríum. Flestir lenda í því að illa gangi að skilja áhyggjurnar eftir í vinnunni þegar farið er í frí. Flestir yfirmanna eru karlkyns, vel menntaðir og nokk- uð sáttir við eigið líf. Þeir kvarta helst undan álaginu en hylla krefjandi og spennandi hluta starfa sinna og yfir- gnæfandi meirihluti þeirra telur starf sitt eftirsóknarvert. 1.300 yfirmenn tóku þátt í könnuninni. Íslenskir yfirmenn » Ráðningarþjónusta RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Ert þú í atvinnuleit? Skrifstofustörf Lagerstörf Verslunarstörf Bókhaldsstörf Ræstingarstörf Sérfræðistörf Útkeyrslustörf Sölustörf Stjórnunarstörf Störf við kerfisstjórn Störf við forritun Framleiðslustörf Iðnstörf Þjónustustörf Fjöldi starfa í boði. » Kannaðu málið á www.hhr.is www.minnsirkus.is/sirkustv 102.000 EINTÖK MEÐ FRÉTTABLAÐINU Upplýsingar veita: Ruth Bergsdótir • Sími 550 5876 • GSM 694 4103 • ruth@frettabladid.is eða Helga Kristjánsdóttir • Sími 550 5821 • GSM 695 0044 • helga@frett.is Nú styttist í jólin og Fréttablaðið gefur út veglegt jólablað 30. nóvember. Jólablað Fréttablaðsins verður stútfullt af skemmtilegu jólaefni. Í blaðinu má sjá fólk á öllum aldri undirbúa jólin, uppskriftir að jólamat - bæði hefðbundnar og óhefðbundnar - og allrahanda jólakökur og kræsingar. Þetta er blað sem nauðsynlegt verður að hafa við höndina og sækja hugmyndir í alla liðlanga jólaföstuna. Föndur - kort - siðir - tré - konfekt - skraut - kökur - glögg - sokkar - dúkar - súkkulaði - piparkökuhús - englar - kransar - kúlur... svo fátt eitt sé nefnt!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.