Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 68
Þráinn Bertelsson lífgar upp á Fréttablaðið með greinum sínum og pistlum, enda ritfær og frjór í hugsun. Hann skrifar þannig að maður gleðst yfir málsmeðferð og orðfæri, ekki síður en mein- ingum hans og boðskap. Hann getur verið hvass og kaldhæðinn. Í dagbók sinni 28. okt. kvartar hann undan því að stjórnmála- flokkar hafi „ummyndast í útung- unarstöðvar fyrir framapotara“ sem senda frá sér „fitusnautt og sykurskert froðusnakk“. Þeir taki til sín sem eiga sneiðina. En best- ur er Þráinn auðvitað í bókum sínum, einkum í bókinni „Eins konar ég“, sem er afburða vel skrifuð. Þar má t.d. finna þessa mynd: „Það er kuldaleg iðja að sitja og dorga niður um vök á ísi- lagðri undirvitundinni eftir því sem býr í myrku djúpinu.“ „Oftar en ekki eru þessir fullorðnu einstaklingar ekki áttaðir á því að drykkjan sé vandi …“ segir í aðsendri grein í Mbl. 31. okt. Ég kannast við að menn geti verið áttavilltir, en geta menn verið átt- aðir? Að átta sig, gera sér grein fyrir, gera sér ljóst, skilja. Margt kemur til greina. Svo geta menn verið gáttaðir, en það er önnur saga. „Um það hvort sú ákvörðun Guð- laugs Þórs Þórðarsonar að bjóða sig fram í annað sæti gegn Birni sé rót átakanna sagðist Guðlaugur þór ekki hafa boðið sig fram gegn Birni.“ Alveg ótrúlega samansúr- ruð málsgrein í Blaðinu 3. nóvem- ber. Og svo nástöðuendurtekning- ar. Æ oftar sést svona byrjun: Um það hvort …, og er alger óþarfi. Skýrt og einfalt á að vera boðorð blaðamanna. Betra er að byrja: Guðlaugur Þór sagðist … „Fjöldi ellilífeyrisþega lifa vart við mannsæmandi lífskjör“, segir í fyrirsögn í Fréttablaðinu 4. nóv. – og er efnislega satt en málfræði- lega kolrangt. Fjöldi er hér frum- lag og so. lifa umsögn (ef einhver man enn þau hugtök). Því er það svo að fjöldi ellilífeyrisþega lifir … Það verður að gera þá kröfu til blaðamanna að þeir kunni íslensk- ar beygingareglur. www.airport.is: „Vegna nýrra öryggisreglna á flugvöllum vilj- um við taka það fram að flugfar- þegar sem leið eiga um Flugstöð Leifs Eiríkssonar er heimilt að versla allan vökva, krem og aðrar snyrtivörur á brottfararsvæði alveg eins og áður. Fólk þarf ein- ungis að geyma kvittanirnar og ekki opna umbúðirnar fyrr en komið er inn í landið á áfanga- stað.“ Hvílíkur hörmungartexti: „… flug- farþegar … er heimilt!“; að „versla vökva!“; „opna umbúðir“! Þessi fallega braghenda er frá Ingv- ari Gíslasyni í tilefni vetrarkomu: Vetur kom og gulnuð grösin grána af hélu. Lága götu læðist sólin, lifir von að birti um jólin. „Ég nefni verk eftir Leonardo da Vinci: The Virgin and Child with St Anne and St John the Baptist (ca 1499-1500). Þetta uppkast að málverki eftir Leonardo da Vinci er að finna í skotheldu glerbúri í litlu herbergi í The National Gall- ery í London,“ segir Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðar- maður sem bendir lesendum á eft- irtektarvert málverk að þessu sinni. „Það er í skotheldu glerbúri vegna þess að fyrir um tuttugu árum gerði ungur maður í þung- lyndiskasti tilraun til að eyði- leggja það með því að skjóta á það gat með afsagaðri haglabyssu. Þegar ég var við nám í kvikmynda- gerð í London á fyrrihluta tíunda áratugsins vakti skólabróðir minn athygli mína á þessum atburði og við veltum því fyrir okkur um tíma að gera úr þessu mynd. Af því varð ekki þá, en hver veit? Þetta var flott saga. Ég gerði mér líka sérstaka ferð í safnið og starði á verkið lengi dags. Keypti svo eftirprentun og gaf foreldrum mínum. Svo á ég það líka í póstkortastærð og virði það stundum fyrir mér til yndisauka.“ Verk eftir da Vinci í skotheldu glerbúri Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. -99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. Leystu Krossgátuna! ÞÚ GÆTIR UN NIÐ 100 ÍSLENSK J ÓLALÖG FYRIR ALLA F JÖLSKYLDUNA Á 5 DISKUM! FDADFSDFD K PU U G R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.