Fréttablaðið - 19.11.2006, Page 72

Fréttablaðið - 19.11.2006, Page 72
Ég hef aldrei verið mikið fyrir klassíska tónlist eða óperur. Ætli það hafi ekki eitthvað að gera með þessi svokölluðu upp- reisnarár þar sem maður segir nei við öllu sem foreldrum manns finnst skemmtilegt. Eins og klassíska tón- list. Var of upptekin af rapptónlist- inni á mínum unglingsárum. En nú er þroskinn og andinn búinn að hell- last yfir mann og ég er búin að upp- götva að klassísk tónlist er ekki af verri endanum. Í vikunni varð ég nefnilega fyrir mikilli upplifun þegar ég sat mína fyrstu tónleika með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Ástæðan var sú að litla systir mín var að þreyta frum- raun sína með Hamrahlíðarkórnum og því flykktist fjölskyldan í Háskólabíó til að styðja hana og styrkja. Það sem kom mér á óvart var að salurinn var troðinn af fólki, þetta var nýr menningarheimur fyrir mér og satt að segja koma það mér einnig í opna skjöldu hversu vel ég skemmti mér. Litla systir stóð sig með prýði þótt auðvitað hafi verið skrýtið að sjá barnið sem mér finnst hafa verið með bleiu í gær, standa upp á sviði syngjandi aríur Mozarts eins og að drekka vatn. Það kom enginn tímapunktur sem mér leiddist eða leit á klukkuna eins og oft gerist á leiðinlegum leikritum eða bíómynd- um. Ég sat í sæti mínu og leyfði tón- listinni að ná tökum á mér með róandi afli. Það var eins og tíminn stoppaði í smá stund og maður gat allt í einu gleymt öllum áhyggjum hversdagsins. Ótrúlegt, svipað og að fara í góðan nuddtíma eða jóga. Það gengu allir út með bros á vör þrátt fyrir rokið og frostið sem tók á móti manni. Já, ég verð bara að biðjast afsök- unar á því að hafa ekki gefið þessari tegundar tónlistar tækifæri fyrr en núna. Nú er ég orðinn fullgildur meðlimur í heimi klassískrar tón- listar og mun ég ekki segja foreldr- um mínum að slökkva þegar þessi tegund tónlistar er sett á fóninn. V in n in g ar ve rð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b . 1 49 kr /s ke yt ið . Sendu SMS BTC PCD á númerið 1900 og þú gætir unnið! Aðalvinningur er DVD spilari + Pirates of the Caribbean Vinningar eru Pirates of the Caribbean, tölvuleikir, DVD myndir og margt fleira 9. hver vinnur!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.