Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 19.11.2006, Qupperneq 74
Heimili Gríms Thomsen á Bessastöðum: „… öll Bessastaðastofa var af sjer gengin og ógeðsleg orðin, og hvergi inn komandi nema í þá stofu sem hann bjó í, sem áður hafði alltaf verið dagleg stofa, og „gullsmiðurinn“ faðir hans hafði setið í, og svo „borðstofuna“, hún var nokkurn veginn notandi, þó allt gólfið dúaði þegar á því var gengið; allt annað í húsinu var svo fornfálegt og óræstað, að hann vildi ekki láta ókunnuga koma þar; kirkjan var höfð til að þurka þvott …“ Nýlega komu út fjórða og fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu hjá Máli og menningu, en þau bindi gera 20. öldinni skil; ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson. Talsverð umræða hefur orðið um þessar bækur, einsog vænta mátti, mest á síðum Lesbókar Morgun- blaðsins. En um hvað snýst hún? Hér skal reynt að gefa lesendum Fréttablaðsins hugmynd um það. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég er ekki saklaus af þessu verki, átti þátt í því sem útgefandi að koma ritun þess af stað og ritstýrði þriðja bindinu, og upphaflega stóð líka til að ég ritstýrði síðustu bindunum en síðan varð ég að gefa það frá mér af ýmsum ástæðum. Eftir stendur svolítill kafli eftir mig í fjórða bindinu um Halldór Laxness og verk hans á fjórða áratugnum. Mér er sem sé málið skylt. Lesendum kann að koma á óvart sú gremja í garð verksins sem birtist hjá nokkrum þeirra sem hafa skrifað um það í Lesbók, öðrum kann að virðast umræðan torskilin þegar byrjað er að tala um „dauða höfundarins“ og jafnvel bætt um betur með dauða lesandans (og sýnist þá útgefandinn einn eftir). En á bak við þetta eru ólíkir skólar í bókmenntafræðum sem takast á um bókmennta- söguna. Fyrir fjörutíu árum skrifaði franski fræðimaðurinn Roland Barthes ritgerð sem nefndist „Dauði höfundarins“ þar sem hann vildi skilja túlkun texta frá ætlun og bakgrunni höfundarins, verk og höfundur væru tvennt ólíkt og bókmenntafræðin ætti að einbeita sér að verkinu og skoða innri táknheim þess og tengingu við orðræðu annarra texta, einsog stundum er sagt. Hann sýndi hvað hann átti við í bók sem hann sendi frá sér árið 1970 og hét einfald- lega S/Z, en þar greindi hann söguna Sarrasine eftir Balzac með þessum hætti. S/Z er feiknalega tyrfin bók en snjöll og kenningar Barthes höfðu mikil áhrif, ekki síst í bandarískri bókmenntafræði. Þær kenningar og fleiri lögðu grunn að því sem stundum er kallað póst-strúktúralismi í bókmenntafræðum og voru áhrifamestar í akademíu Vesturlanda á áttunda áratugnum og síðar einnig hér- lendis. En hvað kemur þetta íslenskri bókmenntasögu við? Með talsverðri einföldun má segja að hér séu tveir skólar að takast á. Fyrir daga Barthes var söguleg og ævisöguleg aðferð algengust í bók- menntaumfjöllun auk hinnar svonefndu nýrýni, sem einbeitti sér að verkunum sjálfum. Þeir sem aðhyllast hinar póststrúktúralísku kenningar telja að þeirra gæti ekki nóg í bókmenntasögunni nýju, hún litist um of af hefðbundinni, sögulegri nálgun í stað nýrra kenninga og endurmats. Á móti er hægt að færa þau rök að söguleg og jafnvel ævisöguleg nálgun sé mun vænlegri þegar verið er að rekja bókmenntasögu þjóðarinnar í samfelldu máli, þótt póststrúkt- úralisminn kunni að vera gjöfulli í greiningu einstakra verka. Söguleg og þjóðfélagsleg umfjöllun, sem ég aðhyllist sjálfur, hefur líka verið að eflast í fræðaheiminum undanfarna áratugi, að vísu breytt frá því sem áður var, meira meðvituð um efa- og afstæðis- hyggju póstrúktúralismans en fyrrum; þar hafa líka stefnur í sagnfræði, frá einsögu til svonefndar hugarfarssögu, haft sín áhrif. Þessi endurnýjaða sögulega hugsun hefur örugglega haft mótandi áhrif á marga af höfundum bókmenntasögunnar, en gagnrýnendur hennar halda fram nálgun þar sem verkin og innbyrðis tengsl þeirra eru tekin fram yfir höfundana og bakgrunn þeirra. En þetta eru ekki bara átök hnakka og trefla í íslenskum fræðum, heldur hefur bókmenntasagan nýja líka verið gagnrýnd vegna þess sem ekki er í henni, svo sem umfjöllun um þýðingar. Slík gagnrýni getur að sjálfsögðu verið réttmæt. Samt hefur sú leið verið farin í flestum bókmenntasögulegum yfirlitsverkum, til dæmis í nágrannalöndum okkar, að takmarka umfjöllunina við frumsamin verk, einfaldlega vegna þess að einhvers staðar verður að draga mörk þegar yfirlitsrit eru sett saman. Gagnrýnin sem einna helst hittir í mark, miðað við ætlun útgefenda bókmenntasögunnar, er sú sem vekur athygli á merkilegum verkum eða góðum höfundum sem hafa lent utangarðs, viljandi eða óvart. Það verður að taka mið af slíkum ábendingum við endurútgáfu bókmenntasögunnar. En það er ekki þar með sagt að grundvellinum sé kippt undan öllu því sem frá er sagt á þessum 1.400 blaðsíðum um íslenskar bók- menntir á 20. öld. Það sem mestu skiptir: Hér er komin heildstæð saga íslenskra bókmennta í fimm bindum sem getur orðið grund- völlur nýrrar sýnar, andmæla og annars konar framsetningar, semsé þeirrar gagnrýnu umræðu sem er frjómagn bókmenntanna sjálfra. Barist um bókmenntasögu Þýðingalistinn hans Gyrðis er tek- inn að slaga upp í hans eigin frum- smíðar; þeir sem hafa átt þess kost að þræða textasafnið hans vita að margt er þar úr sama farinu, íhygli og elskusemi í bland við hljóða ein- manakennd, svalandi hrylling og gamansemi. Þar eru nokkur verka Brautigans sem varð þessum les- ara handgenginn fyrir nærri þrem- ur áratugum. Brautigan stakk í stúf við flesta aðra ameríska höf- unda. Hann bar undramörg ein- kenni vesturstrandarinnar í þann tíma, frjáls andi og þreifaði sig áfram á ritvellinum. Ógæfusama konan – ferðalag ber öll hans bestu einkenni. Hann tekur lesanda með sér og þeir sem hafa lagt í ferð með honum verða ekki sviknir. Furður lífsins, dag- leiðin þar sem alltaf er eitthvað nýtt og undursamlegt svo kvika opnast á samferðamönnum og ekki síst á honum sjálfum. Verkið kom út löngu eftir hans slysalega enda- dag og er annað tveggja verka sem komu út að honum látnum. Margir hafa lesið það sem langan inngang að sjálfsmorðinu en mér er sýnna að lesa það sem einn af mörgum söguköflum hans sem dásama lífið, frekar en að henda því frá sér. Hvað er að segja um þýðing- una: Gyrðir er afburðamaður í meðförum á máli og slítur frum- textann alveg úr sínu enska mál- umhverfi og setur niður í tungu- takið íslenska. Verkið er örugglega ekki allra, það er ekki æsileg iðn- aðarafurð eins og svo margt sem bókmenntavélin spýtir úr sér þessa dagana. En sá sem gengur af stað með þetta nesti í malnum sínum er ekki svikinn. Það er mik- ilsvert að texti sem þessi komi á íslensku í svo frábærri þýðingu Gyrðis Elíassonar. Á ferð með Brautigan Arnaldur tilnefndur í Svíþjóð Stærstu peningaverðlaun sem veitt eru Impac-verðlaunin svo- kölluðu en nýlega hefur birst listi yfir verkin sem bókasöfn víða um heim tilnefna. Alls eru það 169 söfn sem leggja inn tillögu. Til- nefnd eru 138 verk svo einhver fær stuðning fleiri en tveggja safna. Söfnin eru í 129 borgum í 49 þjóðlöndum. Hér á landi leggja tvo bókasöfn tillögu í púkkið. Borgarbókasafnið í Reykjavík leggur til að Never Let Me Go eftir Kazuo Ishiguro fái verðlaun- in en Bókasafn Vestmannaeyja stingur upp á Grafarþögn Arnalds Indriðasonar í enskri þýðingu. Hann er raunar í mestu uppáhaldi hjá bókavörðum, fær 18 tilnefn- ingar. Úrslitin verða tilkynnt í júní, en þau eru valin af tíu verka úrvalslista sem verður kunn- gerður í apríl. Þau nema 100 þúsund evrum. Bókasafna- verðlaun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.