Fréttablaðið - 19.11.2006, Side 78

Fréttablaðið - 19.11.2006, Side 78
Fjölnir – ÍR í dag kl. 19:15 Grafarvogsbúar og aðrir Fjölnismenn! Stórleikur í kvöld! Mætum öll í Íþróttamiðstöðina við Dalhús og hvetjum okkar menn til sigurs. Við þurfum ykkar stuðning! Haukar og Valur mætt- ust fyrr í vikunni í bikarkeppninni og þá voru það Haukar sem unnu en í gær náði Valur fram hefndum í stórskemmtilegum og æsispenn- andi handboltaleik. Með þessum sigri styrkti Valur stöðu sína í efsta sæti DHL-deildarinnar og er liðið nú með þriggja stiga forskot á HK sem á þó leik inni. „Þetta var stórglæsilegt. Við vorum að keppa gegn sterku liði Hauka sem hefur marga frábæra leikmenn í sínum röðum. Ef þeir hefðu náð að sigra þennan leik væru bara fjögur stig á milli þess- ara liða, þetta er svo jafnt allt saman og stutt milli liðanna þegar þau eru svona fá,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í gær. Haukar voru einu marki yfir en þegar tæp ein og hálf mínúta var eftir af leiknum skoraði Arnór Gunnarsson úr hægra horninu og jafnaði fyrir Val í 29-29. Andri Stefán skaut framhjá í næstu sókn og Valsmenn fengu því boltann þegar um tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. Aftur var það Arnór sem fékk boltann í horninu og hann gerði allt rétt og skoraði sigurmarkið 30-29 þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valsmenn fögnuðu gífurlega enda leit fátt út fyrir að þeir næðu að innbyrða bæði stigin þegar lítið var eftir. Valsmenn byrjuðu talsvert betur í leiknum í gær og komust 10-6 yfir en þá náðu Haukar upp frábærum leikkafla og komust yfir 13-11. „Árni Þór var funheitur og Haukar spiluðu gríðarlega fast í vörninni og við áttum í miklum vandræðum með þá. Þetta hefur verið mjög sálrænt hjá okkur hve illa hefur gengið gegn Haukum í gegnum tíðina. Í einhverjum sex- tán leikjum á Ásvöllum höfum við tapað þrettan á síðustu árum,“ sagði Óskar Bjarni. Staðan var jöfn, 13-13, í hálf- leik en Haukar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Mikið jafnræði var með liðunum á síð- asta stundarfjórðungi leiksins og þau skiptust á að skora. Það voru þó Valsmenn sem höfðu heppnina með sér á endanum en jafntefli hefðu líklega verið sanngjörn úrslit. Mikil harka var í leiknum en Anton og Hlynur hafa oft dæmt betur en þeir gerðu í gær. Árni var bestur í liði Hauka sem eru í miklu basli í deildinni. Þeir hafa aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum og hafa fjögur stig. Valsmenn eru hins vegar á toppi deildarinnar. „Nú er fyrstu umferðinni lokið og næsti leikur okkar er gegn Akureyri á útivelli. Akureyri hefur spilað mjög vel á tímabilinu og það verður erfitt en skemmtilegt verkefni að reyna að sækja tvö stig þangað,“ sagði Óskar að lokum. Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi DHL-deildar karla með sigri á Haukum, 30- 29, í æsispennandi leik. Sigurmarkið kom þegar nokkrar sekúndur voru eftir. „Það er einfaldlega töluverður getumunur á þessum liðum. FH hefur verið að missa leikmenn, tvær sem hafa skipt um félag og aðrar tvær sem eru meiddar. Þær mega ekki við því og það kom bersýnilega í ljós í þess- um leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Haukastúlkna, eftir að hans lið vann öruggan tíu marka sigur gegn FH á heimavelli í Hafn- arfjarðarslag í DHL-deild kvenna í gær. „Landsliðsmarkvörðurinn í fót- bolta var að draga vagninn hjá þeim allan leikinn. Styrkur FH felst í henni og hún er sterk í vörn- inni en liðið vantar klárlega meiri breidd. Hins vegar er þetta mikil- vægur sigur hjá okkur og við verð- um að klára svona leiki til að vera með í slagnum þarna uppi. Það er þó ljóst að við þurfum líka að fara að vinna eitthvað af þessum liðum sem eru í þessum pakka, við höfum tapað fyrir þeim öllum þremur. Nú kemur langt frí og ég held að mitt lið muni mæta ferskt eftir áramót,“ sagði Einar. Leikurinn í gær var eiginlega aldrei spennandi, Haukastúlkur náðu snemma góðri forystu og höfðu leikinn í hendi sér allan tím- ann eftir það. Þær léku leikinn af miklu öryggi og enginn einn leik- maður sem stóð upp úr heldur var liðið mjög jafnt. Staðan var 15-12 í hálfleik og í seinni hálfleik juku Haukastúlkur forskot sitt og unnu 33-23. Eins og Einar sagði átti Þóra B. Helgadóttir mjög góðan leik í liði FH en hún var besti leikmaður liðsins ásamt Ástu Björk Ragnars- dóttur sem skoraði tíu mörk. FH er aðeins með þrjú stig í næst- neðsta sæti eftir tíu fyrstu leikina en Haukar halda áfram að elta efstu lið og hafa hlotið tólf stig. Eftir leikina í dag verður síðan gert hlé á deildarkeppninni þar til í byrjun janúar. Haukar betri á öllum sviðum Íslandsmeistaramótið í sundi hélt áfram í gær og það var ekkert lát á Íslandsmetunum. Þrjú Íslandsmet voru sett í gær og eitt drengjamet. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir úr Sundfélaginu Ægi setti nýtt Íslandsmet í 50 metra flugsundi og Kolbrún var einnig í kvenna- sveit Ægis sem setti nýtt Íslands- met í 4 sinnum 50 metra fjórsundi, en með henni í sveitinni voru þær Anja Ríkey Jakobsdóttir, Sif Jóns- dóttir og Ásbjörg Gústafsdóttir. Karlasveit ÍRB setti einnig Íslandsmet í 4 sinnum 50 metra fjórsundi en sveitina skipa þeir Davíð Aðalsteinsson, Guðni Emils- son, Hjalti Oddsson og Birkir Jónsson. Sunddeild Hafnarfjarðar náði þó besta tímanum en í liðinu er einn Serbi og því fékkst tíminn ekki skráður sem Íslandsmet. Þá bætti Gunnar Örn Arnars- son drengjametið í 400 metra fjór- sundi. Þrjú Íslandsmet í gær

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.