Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 78
Fjölnir – ÍR í dag kl. 19:15 Grafarvogsbúar og aðrir Fjölnismenn! Stórleikur í kvöld! Mætum öll í Íþróttamiðstöðina við Dalhús og hvetjum okkar menn til sigurs. Við þurfum ykkar stuðning! Haukar og Valur mætt- ust fyrr í vikunni í bikarkeppninni og þá voru það Haukar sem unnu en í gær náði Valur fram hefndum í stórskemmtilegum og æsispenn- andi handboltaleik. Með þessum sigri styrkti Valur stöðu sína í efsta sæti DHL-deildarinnar og er liðið nú með þriggja stiga forskot á HK sem á þó leik inni. „Þetta var stórglæsilegt. Við vorum að keppa gegn sterku liði Hauka sem hefur marga frábæra leikmenn í sínum röðum. Ef þeir hefðu náð að sigra þennan leik væru bara fjögur stig á milli þess- ara liða, þetta er svo jafnt allt saman og stutt milli liðanna þegar þau eru svona fá,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í gær. Haukar voru einu marki yfir en þegar tæp ein og hálf mínúta var eftir af leiknum skoraði Arnór Gunnarsson úr hægra horninu og jafnaði fyrir Val í 29-29. Andri Stefán skaut framhjá í næstu sókn og Valsmenn fengu því boltann þegar um tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. Aftur var það Arnór sem fékk boltann í horninu og hann gerði allt rétt og skoraði sigurmarkið 30-29 þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valsmenn fögnuðu gífurlega enda leit fátt út fyrir að þeir næðu að innbyrða bæði stigin þegar lítið var eftir. Valsmenn byrjuðu talsvert betur í leiknum í gær og komust 10-6 yfir en þá náðu Haukar upp frábærum leikkafla og komust yfir 13-11. „Árni Þór var funheitur og Haukar spiluðu gríðarlega fast í vörninni og við áttum í miklum vandræðum með þá. Þetta hefur verið mjög sálrænt hjá okkur hve illa hefur gengið gegn Haukum í gegnum tíðina. Í einhverjum sex- tán leikjum á Ásvöllum höfum við tapað þrettan á síðustu árum,“ sagði Óskar Bjarni. Staðan var jöfn, 13-13, í hálf- leik en Haukar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Mikið jafnræði var með liðunum á síð- asta stundarfjórðungi leiksins og þau skiptust á að skora. Það voru þó Valsmenn sem höfðu heppnina með sér á endanum en jafntefli hefðu líklega verið sanngjörn úrslit. Mikil harka var í leiknum en Anton og Hlynur hafa oft dæmt betur en þeir gerðu í gær. Árni var bestur í liði Hauka sem eru í miklu basli í deildinni. Þeir hafa aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum og hafa fjögur stig. Valsmenn eru hins vegar á toppi deildarinnar. „Nú er fyrstu umferðinni lokið og næsti leikur okkar er gegn Akureyri á útivelli. Akureyri hefur spilað mjög vel á tímabilinu og það verður erfitt en skemmtilegt verkefni að reyna að sækja tvö stig þangað,“ sagði Óskar að lokum. Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi DHL-deildar karla með sigri á Haukum, 30- 29, í æsispennandi leik. Sigurmarkið kom þegar nokkrar sekúndur voru eftir. „Það er einfaldlega töluverður getumunur á þessum liðum. FH hefur verið að missa leikmenn, tvær sem hafa skipt um félag og aðrar tvær sem eru meiddar. Þær mega ekki við því og það kom bersýnilega í ljós í þess- um leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Haukastúlkna, eftir að hans lið vann öruggan tíu marka sigur gegn FH á heimavelli í Hafn- arfjarðarslag í DHL-deild kvenna í gær. „Landsliðsmarkvörðurinn í fót- bolta var að draga vagninn hjá þeim allan leikinn. Styrkur FH felst í henni og hún er sterk í vörn- inni en liðið vantar klárlega meiri breidd. Hins vegar er þetta mikil- vægur sigur hjá okkur og við verð- um að klára svona leiki til að vera með í slagnum þarna uppi. Það er þó ljóst að við þurfum líka að fara að vinna eitthvað af þessum liðum sem eru í þessum pakka, við höfum tapað fyrir þeim öllum þremur. Nú kemur langt frí og ég held að mitt lið muni mæta ferskt eftir áramót,“ sagði Einar. Leikurinn í gær var eiginlega aldrei spennandi, Haukastúlkur náðu snemma góðri forystu og höfðu leikinn í hendi sér allan tím- ann eftir það. Þær léku leikinn af miklu öryggi og enginn einn leik- maður sem stóð upp úr heldur var liðið mjög jafnt. Staðan var 15-12 í hálfleik og í seinni hálfleik juku Haukastúlkur forskot sitt og unnu 33-23. Eins og Einar sagði átti Þóra B. Helgadóttir mjög góðan leik í liði FH en hún var besti leikmaður liðsins ásamt Ástu Björk Ragnars- dóttur sem skoraði tíu mörk. FH er aðeins með þrjú stig í næst- neðsta sæti eftir tíu fyrstu leikina en Haukar halda áfram að elta efstu lið og hafa hlotið tólf stig. Eftir leikina í dag verður síðan gert hlé á deildarkeppninni þar til í byrjun janúar. Haukar betri á öllum sviðum Íslandsmeistaramótið í sundi hélt áfram í gær og það var ekkert lát á Íslandsmetunum. Þrjú Íslandsmet voru sett í gær og eitt drengjamet. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir úr Sundfélaginu Ægi setti nýtt Íslandsmet í 50 metra flugsundi og Kolbrún var einnig í kvenna- sveit Ægis sem setti nýtt Íslands- met í 4 sinnum 50 metra fjórsundi, en með henni í sveitinni voru þær Anja Ríkey Jakobsdóttir, Sif Jóns- dóttir og Ásbjörg Gústafsdóttir. Karlasveit ÍRB setti einnig Íslandsmet í 4 sinnum 50 metra fjórsundi en sveitina skipa þeir Davíð Aðalsteinsson, Guðni Emils- son, Hjalti Oddsson og Birkir Jónsson. Sunddeild Hafnarfjarðar náði þó besta tímanum en í liðinu er einn Serbi og því fékkst tíminn ekki skráður sem Íslandsmet. Þá bætti Gunnar Örn Arnars- son drengjametið í 400 metra fjór- sundi. Þrjú Íslandsmet í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.