Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 80
B irgir Leifur Hafþórs- son braut blað í íþróttasögu landsins er hann varð fyrsti karlkylfingur lands- ins til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hann í vikunni með því að lenda meðal þrjátíu efstu á þriðja og lokastigi úrtöku- mótaraðarinnar. Alls hófu á níu hundrað keppendur leik í þessu ferli og því mikið afrek að komast í hóp efstu manna. Þetta var þó ekki fyrsta tilraun Birgis Leifs við úrtökumótin en hann hefur undanfarinn áratuginn tekið þátt í þessum mótum. Í sumar keppti hann á Áskorenda- mótaröðinni og varð þar í 85. sæti á tekjulistanum. Það gefur auga- leið að sú mótaröð sem hann tekur þátt í næsta sumar verður enn erf- iðari en hann er hvergi banginn og stefnir hátt í hverju móti. „Ég var nokkuð viss um að þetta væri komið þegar síðasta púttið datt hjá mér. Það var gríð- arlega ánægjuleg tilfinning,“ sagði hann við Fréttablaðið. Loka- hringurinn hans var lýsandi fyrir Birgir Leif, mikið um hæðir og lægðir og allt afar dramatískt. Á endanum var það fugl á 16. braut sem gerði útslagið. „Ég ætlaði mér alltaf áfram og eftir næstsíðasta keppnisdaginn æfði ég til að mynda í tvo og hálf- an tíma eftir að ég kláraði hring- inn. Ég gerði mér góða grein fyrir því að tækifærið væri núna og ég þyrfti að nýta það. Ég varð að treysta því sem ég var að gera enda tuðaði ég í sjálfum mér allan þennan tíma um að hafa trú á sjálf- um mér.“ Þegar niðurstaðan varð ljós segir Birgir Leifur að ákveðið spennu- fall hafi átt sér stað. „Ég svaf ágætlega í nótt en það var reyndar svolítið skrítin tilfinning sem gerði vart við sig. Síðustu holurn- ar runnu saman í huganum og fór ég yfir þær aftur og aftur. En þetta var afar notaleg tilfinning og virkilega gaman. Þetta er vitan- lega langþráð markmið og draum- ur sem nú er orðinn að veruleika að vera kominn inn á mótaröðina. Það mun sjálfsagt líða einhver tími þar til maður áttar sig fylli- lega á þessu.“ Margir sterkir kylfingar tóku þátt í mótinu á Spáni, til að mynda kylf- ingar sem hafa keppt í Ryder Cup- keppninni og unnið sterk mót beggja vegna Atlantshafsins. „Margir þeirra segja að þetta mót sé engu líkt enda sé svo ótrúlega mikið í húfi.“ Bigir Leifur fór ekki varhluta af því en allan síðasta keppnisdag- inn leit lengst af út fyrir að þetta ætlaði ekki að hafast í þetta sinn. Sér í lagi þegar hann fékk skolla á 15. braut og skaut sér þar með úr hópi þeirra þrjátíu efstu. „Það fyrsta og eina sem ég hugsaði á þeim tímapunkti var að ég yrði bara að fá fugl. Ég bara hreinlega ætlaði mér að fá „birdie“. Kannski hér áður fyrr hefði maður farið að svekkja sig á því að maður myndi missa af þessu enn eitt árið en munurinn er nú sá að ég hef unnið mikið í því að temja mér jákvætt viðhorf og halda mér í núinu. Það verður bara að gleymast það sem er búið og gert enda ekki hægt að breyta því.“ Sem fyrr segir hefur Birgir Leifur margoft keppt á álíka mótum og segir hann að það sé aldrei hægt að venjast spennunni fyllilega. „Aðalmálið er að læra inn á sjálfan þig. Í golfinu er maður fyrst og fremst að slást við sjálfan sig og sínar hugsanir. Það er mikill dauður tími á milli högga og þá getur ýmislegt skotist upp í hugann eftir léleg högg. Það er því mikilvægt að bregðast rétt við og það lærist með reynslunni. Hann segir að draumur sinn um að komast á stóra mótaröð eigi rætur sínar að rekja langt aftur í tímann. „Ég man þegar ég var fimmtán ára gamall að horfa á Ryder Cup-keppnina á Belfry- vellinum í sjónvarpi. Þá fór ég fyrst að láta mig dreyma um þetta. En svo varð þetta að hluta til að veruleika árið 1997 þegar ég gerð- ist atvinnumaður í golfi. Þá var stofnað hlutafélag í kringum þetta ævintýri og þá byrjaði ballið.“ Hann hefur þó unnið ýmsar aðra vinnu samhliða golfinu á þessum tíma. „Það er óhætt að segja að það hefur gengið á ýmsu þessi ár. En með því að flytja hingað út tók ég skrefið til fulls og ákvað að hella mér af fullum krafti í þetta. Ég gerði það líka mín fyrstu ár í þessu en þá vissi ég ef til vill ekki alveg út í hvað ég væri að fara. En ætli reynslan sé ekki að skila sínu núna.“ Birgir Leifur er þrítugur og segir sjálfur að hann telji sig geta bætt sig enn frekar. „Margir segja að kylfingar eiga sín bestu ár eftir þrítugsaldurinn og komist á það sem er stundum kallað skynsömu árin. Ég tel mig í dag vera miklu betri en ég var fyrir þremur árum enda tók ég ákvörðun þá um að kúvenda mínum leik. Ég sá að ég var ekki alveg nógu góður og þurfti að vinna vel í mínum leik. Ég er að uppskera það í dag.“ Aðspurður segist hann aldrei hafa misst trúna á sjálfum sér. „Annars væri ég ekki í þessu. Það er svo einfalt. Ég hef alla tíð haft trú á því að ég eigi heima í þessum hópi og gæti komið mér í hann. Annars væri ég löngu hættur. Og nú þegar þetta er loksins komið er það afar sæt og góð tilfinning að fá staðfestingu á því.“ Birgir Leifur Hafþórsson yfirsteig mikla hindrun er honum tókst að vinna sér þátttökurétt á Evrópu- mótaröðinni næsta árið á lokaúrtökumótinu sem fór fram á Spáni í vikunni. Var það tíunda tilraun hans til að komast inn á þessa sterku mótaröð og nú er markmiðinu loksins náð. Eiríkur Stefán Ás- geirsson ræddi við hann af þessu tilefni. Eiginkona Birgis Leifs Hafþórs- sonar heitir Elísabet Halldórs- dóttir og hefur stutt dyggilega við sinn mann. Í ófá skipti hefur hún dregið kylfurnar fyrir hann á mótum en fyrst og fremst sýnt honum þann andlega stuðning sem hann þarf. „Þegar illa gengur reyni ég að skipta um umræðuefni og tala um eitt- hvað skemmti- legra. Það fylgir þessari íþrótt mikil sál- fræði og þarf ég að passa mig á öllu sem ég segi. Stundum hef ég misst eitthvað út úr mér sem hefur verið algerlega út í hött. En hann fyrirgefur mér það fljótt. Þetta getur stundum verið flókið en það hefur tekið mig átta ár að læra almenni- lega inn á þetta,“ segir hún og hlær. Birg- ir Leifur og Elísa- bet búa í Lúxem- borg með tveimur börnum sínum, Inga Rúnari (6 ára) og Birgittu Sóleyju (2ja ára). Þau ákváðu að hella sér af fullum krafti í golfið og flytja til megin- landsins þar sem Birgir Leifur gæti einbeitt sér að íþrótt sinni af fullum krafi. „Í upphafi ákváðum við að gefa okkur þrjú ár í þetta og er það frábært að ná þessum árangri strax á fyrsta árinu. Það segir mikið um hversu vel okkur líður hér úti. Hér fáum við mikinn og góðan stuðning, sér í lagi frá KB banka þar sem við höfum kynnst mörgu góðu fólki. Það er mikilvægt upp á fjölskyldulífið að gera og hefur hjálpað okkur mikið,“ sagði Elísabet en KB banki er helsti styrktaraðili Birgis Leifs. Elísabet hefur sem fyrr segir fylgt Birgi Leifi á nokkur mót og í önnur skipti farið bara um helgar. Hún segir það hjálpa Birgi Leifi mikið að fjölskyldan sé skammt undan. „Oft þegar illa gengur er nóg að krakkarnir tali við pabba sinn í símann og þá lifnar fljótt yfir honum aftur. Sjálf hef ég allt- af verið róleg yfir þessu stressi sem fylgir íþróttinni og sér í lagi síðustu ár. Ég neita því þó ekki að þessa síðustu tvo daga á mótinu í vikunni átti ég mjög erfitt með sjálfa mig. Ég gat ekkert borðað og þráðurinn var orðinn mjög stuttur á tímabili.“ Hún býst við þó nokkrum breyt- ingum á næsta keppnistímabili þar sem Birgir Leifur mun fyrst og fremst keppa á mótum á Evrópu- mótaröðinni. „Öll aðstaða á þess- um mótum er mun betri en á Áskorendamótunum. Það verður auðveldara fyrir okkur að fara með þar sem það er beinlínis gert ráð fyrir börnum á þessari móta- röð. Þá hittast eiginkonur kylfing- anna mikið auk þess sem allt skipu- lag er einfaldlega mun betra.“ Gat ekki borðað síðustu tvo keppnisdagana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.