Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 81
Enska úrvalsdeildin: Þýska úrvalsdeildin: „Þetta var erfiður leikur, þeir skoruðu snemma og reyndu allt til að hanga á því marki. Við náðum samt að skapa fjölda færa og það var mjög mikilvægt að ná jöfnunarmarkinu fyrir hálfleik. Það gaf liðinu aukið sjálfstraust og að mínu mati spiluðum við vel og hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir að hans menn unnu Sheffield United 2-1 á útivelli og halda því þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Sheffield United komst yfir en Wayne Rooney var í banastuði og skoraði tvö mörk fyrir Manchest- er United, sigurmarkið þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. „Hann var alveg frábær, klárlega leikmaður í hæsta gæða- flokki,“ sagði Ferguson. Cristiano Ronaldo skaut í þverslána og mis- notaði sannkallað dauðafæri til að skora þriðja mark United í leikn- um. Chelsea er í öðru sæti en tvö efstu liðin mætast einmitt um næstu helgi. Í gær vann Chelsea heimasigur á West Ham 1-0 en það var Geremi af öllum mönnum sem skoraði eina mark leiksins, hans fyrsta mark í eitt ár. „Þetta var ásættanleg frammi- staða vegna þess að við vorum að leika gegn mjög góðu liði. Ef maður sér þau gæði sem leik- menn liðsins og knattspyrnustjóri búa yfir þá tel ég það ekki eiga skilið að vera á þessum stað í deildinni. Við misnotuðum færi til að gera út um leikinn en á heildina séð þá réðum við ferð- inni og eigum þessi þrjú stig skil- in. Geremi stóð sig vel og hann er alltaf að skora svona mörk á æfingum,“ sagði José Mourinho, stjóri Chelsea. Alan Pardew, stjóri West Ham, sagði eftir leik- inn að Chelsea væri klárlega eitt besta varnarlið Evrópu í dag. Arsenal er nú níu stigum á eftir Chelsea en í gær gerði liðið aðeins 1-1 jafntefli gegn New- castle. Kieron Dyer sneri aftur eftir sjö mánaða fjarveru vegna meiðsla og kom Newcastle yfir eftir hálftíma leik en Thierry Henry jafnaði beint úr auka- spyrnu þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. „Dyer var frá- bær og sama má segja um Shay Given í markinu sem kom í lið okkar eftir meiðsli. Við höfðum trú á því að við gætum náð góðum úrslitum í þessum leik og það varð staðreyndin. Við vörðumst vel og ég er ánægður,“ sagði Roeder. Ófarir Liverpool halda áfram en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Middlesbrough í tilþrifalitl- um leik í gær. Liverpool hefur aðeins fengið tvö stig úr sjö úti- leikjum sínum á tímabilinu og aðeins skorað eitt mark í þeim leikjum en það kom úr vítaspyrnu gegn Sheffield United. Manchester United heldur þriggja stiga forystu sinni í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann einnig en Arsenal gerði aðeins jafntefli gegn Newcastle. Fabio Cannavaro, fyrir- liði ítalska landsliðsins, hefur verið valinn besti knattspyrnu- maður Evrópu 2007 en það er tímaritið France Football sem stendur fyrir kjörinu. Cannavaro leiddi Ítalíu til sigurs á heims- meistaramótinu sem fram fór í Þýskalandi í sumar en hann lék frábærlega á mótinu. Hann er nú leikmaður hjá spænska stórliðinu Real Madrid en það var forseti félagsins, Ramon Calderon, sem ljóstraði því upp í gær að Cannavaro hefði unnið verðlaun- in. Það verður þó ekki tilkynnt opinberlega fyrr en 27. nóvember. Cannavaro er 33 ára en hann er einn fárra varnarmanna sem hafa unnið þessi verðlaun. Hann er fjórði ítalski knattspyrnumað- urinn sem hlýtur titilinn en áður voru það Gianni Rivera, Paolo Rossi og Roberto Baggio sem valdir voru bestu knattspyrnu- menn Evrópu. Ronaldinho hlaut verðlaunin í fyrra. Cannavaro fær verðlaunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.