Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 19.11.2006, Blaðsíða 82
 Í gær fór fram formanna- fundur KSÍ þar sem allir formenn aðildarfélaga KSÍ voru velkomnir. Meðal þess sem rætt var á fundin- um voru tillögur KSÍ um breyt- ingu á Íslandsmótinu í knatt- spyrnu sem eiga að taka gildi árið 2010. Í stórum dráttum felur tillagan í sér þær breytingar að leiknar verða þrjár umferðir og tímabilið því lengt í báða enda. Engin niður- staða var ákveðin á þessum fundi enda þarf að kjósa um þessar breytingar á þingi KSÍ sem fram fer í febrúar á næsta ári. Ljóst er þó eftir þennan fund að umræðan er komin af stað en það eru skipt- ar skoðanir á þessum breytingum hjá formönnum félaganna sem nú eru í Landsbankadeildinni. Einnig var leikjaniðurröðun næsta tímabils ákveðin bæði í Landsbankadeild karla og kvenna. Það er margir athyglisverðir leik- ir á dagskrá og má þar nefna að hjá körlunum faraÍslandsmeistar- ar FH uppá skaga og mæta ÍA í fyrstu umferð deildarinnar og Reykjavíkur félögin Valur og Fram mætast á Hlíðarenda þar sem Helgi Sigurðsson mætir sínum gömlu félögum. Liðin sem mættust í bikarúrslitum í haust, KR og Keflavík, mætast á heima- velli KR-inga í fyrstu umferðinni. Íslandsmeistarar Vals í kvenna- flokki hefja titilvörn sína á heima- velli gegn Keflvíkingum og nýlið- ar ÍR fá Breiðablik í heimsókn í Breiðholtið. FH mætir ÍA í fyrstu umferð SENDU SMS SKEYTIÐ JA VTF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru bíómiðar, tölvuleikir DVD myndir og margt fleira V in n in g ar v er ða a fh en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . Udo Erasmus er alþjóðlegt nafn í umræðunni um Omega-3 fitusýrur, kólesteról, meltingu og almennt heilbrigði. Hann er í hópi helstu næringarfræðinga heims og keppast vísindamenn um að vitna í rannsóknir hans. Einna þekktastur er hann fyrir framlag sitt og þróun á Omega fitusýrum. Hann hefur ritað fjölda greina og bóka um þessi viðfangsefni. Þekktastur er hann fyrir bókina: „Fats that Heal Fats that Kills“ Hjartasjúkdómar og of há blóðfita - Ein helsta meinsemd samtímans? Udo Erasmus heldur fyrirlestur á Grand hótel Reykjavík 28. nóvember kl. 10:00 - 12:00 fyrir fagfólk og kl.19:30 - 22:00 fyrir áhugafólk. Þetta er fyrirlestur fyrir alla þá sem glíma við of háa blóðfitu, þá sem er umhugað um meltingarstarfsemi sína og alls áhuga- og fagfólks um þessi málefni. Nánari upplýsingar hjá Heilsu í síma 533 3232 eða heilsa@heilsa.is Þú færð Udo‘s Choice í Heilsuhúsinu, Lyfju og flestum heilsubúðum Grótta tók í gær á móti Fram í DHL-deild kvenna í hand- bolta. Fyrir leikinn var Grótta talið sigurstranglegra enda liðið í öðru sæti deildarinnar og líklegt til að berjast um sigurinn í deild- inni í vetur. Fram veitti þó heima- mönnum harða keppni og stóð vel í Gróttu í fyrri hálfleik. Það dugði þó ekki til því lokatölur urðu 25- 19, Gróttu í vil. Leikmenn beggja liða voru lengi í gang í gær og fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en tæpar sex mínútur voru liðnar af leikn- um þegar Eva Margrét Kristins- dóttir kom Gróttu yfir en fram að því höfðu bæði lið farið illa með mörg góð færi. Það var mikið jafnræði með lið- unum í fyrri hálfleiknum og aðal- menn vallarins voru ef til vill dóm- ararnir, þeir Magnús Björnsson og Júlíus Sigurjónsson, sem oft og tíðum sýndu athyglisverða dóma og voru á kafla við það að missa leikinn úr höndum sér. Staðan þegar flautað var til leikhlés var 11-10 fyrir Gróttu og allt í járnum. Það var sama jafnræði með lið- unum í upphafi síðari hálfleiks og var í lok þess síðari. En með bætt- um varnarleik og hraðaupphlaup- um í kjölfarið sigu Gróttustúlkur smátt og smátt fram úr gestunum. Framstúlkur fundu fáar smugur á vörn Gróttu en það var helst Hekla Daðadóttir sem skoraði mörkin fyrir Fram í síðari hálfleik með skotum fyrir utan punkta- línu. Líkt og gegn Val á dögunum þá náðu Framstúlkur ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og fyrir vikið fór Grótta með sigur af hólmi, 25-19. „Mér fannst þetta mjög góður leikur. Við spiluðum hörkuvörn í fimmtíu mínútur. Við gáfum þeim stundum nokkur aulamörk en við spiluðum í heildina góða vörn. Mér fannst líka sóknin hraðari núna en hún hefur verið hjá okkur og ég var bara mjög ánægður með þenn- an leik,“ sagði Alfreð Finnsson, þjálfari Gróttu, og bætti því við að hann væri mjög ánægður að hafa unnið sterkt lið Framara þrisvar á þessu tímabili. „Þetta var bara ekki að ganga í síðari hálfleik. Við eigum eftir að stilla strengina betur saman. Þetta er ekki sama lið og vorum með í haust,“ sagði Magnús Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í gær. Gróttustúlkur höfðu betur gegn Fram í góðum handboltaleik í gær. Fram lék vel í fyrri hálfleik og náði ekki að halda út og því fóru heimamenn með sigur. Nú er ljóst að Thiago Motta, miðjumaður og félagi Eiðs Smára hjá Barcelona, getur leikið með liðinu gegn Real Mallorca í dag eftir að aganefnd spænska knattspyrnusambands- ins dró eins leiks bann leik- mannsins til baka. Motta fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann hlaut í leik Barcelona og Real Zaragoza um síðustu helgi. Motta fékk rautt spjald fyrir litlar sakir, en hönd Motta rétt kom við bringuna á Diego Milito sem féll í völlinn og hélt um andlit sér. Motta fékk bannið ógilt Nwankwo Kanu lýsti því yfir á dögunum að hann hafi mik- inn áhuga á að fara aftur til holl- enska liðsins Ajax frá Amster- dam. Búist er við að þessi yfirlýsing leikmannsins muni ergja Harry Redknapp, stjóra Portsmouth, en Kanu er marka- hæsti leikmaður liðsins á þessari leiktíð. Óhætt er að segja að Kanu hafi hlotið endurnýjun lífdaga eftir að hann gekk í raðir Portsmouth fyrir tímabilið. Kanu náði sér ekki á strik með West Bromwich Albion síðasta vetur en hefur nú skorað sjö mörk í tíu leikjum fyrir Ports- mouth á þessari leiktíð. Þrátt fyrir þetta gengi virðist Kanu hafa mik- inn áhuga á að fara til Ajax. „Rætur mínar eru hjá Ajax. Þar óx ég úr grasi og mig langar mikið að fara þangað aftur. Edgar Dav- ids hefur líka sagt að hann langi þangað aftur og við getum átt góðan tíma þar saman. Ef Ajax er til í að fá okkur þá væri ég tilbúinn. Ég myndi fara með fjölskylduna mína með næstu vél til Amsterdam, ég þekki borg- ina mjög vel. Ég á marga vini þar og lögfræðingurinn minn er þar líka. Ég fylgist vel með Ajax og þó að liðið sé breytt þá eru stuðnings- mennirnir enn þeir sömu. Ég var ánægður í Amsterdam, ánægður með borgina, ánægður með félag- ið og ánægður með vinum mínum,“ sagði Kanu í viðtali við Daily Express. Ajax er uppeldisfélag Nígeríu- mannsins og hann vann m.a. Meist- aradeild Evrópu með félaginu. Kanu saknar Ajax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.