Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2006, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 19.11.2006, Qupperneq 86
Viðkvæmni er helsti veikleikinn „Hvaaaa, neineineineineinei … ég verð ekki fullur. Geri allt svona sóber,“ segir Pétur Jóhann Sigfús- son. Hann mun standa í eldlínunni í kvöld ásamt Ragnhildi Steinunni þegar þau verða kynnar í því sem hlýtur að teljast einn hápunkta samkvæmislífsins í henni Reykja- vík. Í kvöld verða Edduverðlaunin afhent í 8. skipti með pomp og prakt. Galadress og kjólföt. Sem aðalkynnar feta þau Ragnhildur Steinunn og Pétur í fótspor helstu og glæsilegustu sjónvarpsstjarna, leikara og skemmtikrafta landsins. Aðalkynnar hafa verið frá upphafi þessir: Aðalkynnar: Þorfinnur Ómars- son, Steinunn Ólína og Jón Ársæll, svo Valgeir Guðjónsson og Edda Heiðrún Backman, þá Logi Berg- mann og Valgerður Matthíasdóttir, Kristján Kristjánsson og Helga Braga, Eva María og Sveppi og nú allra síðast var Þorsteinn Guð- mundsson. Sé litið á þennan fína hóp má sjá skýrar línur. Glæsileikinn í fyrir- rúmi og kryddað með fíflalátum. Reyndar var Pétur Jóhann ekkert búinn að leggja neinar línur þegar Fréttablaðið náði af honum tali. „Við flippum eitthvað.“ Hann er reyndar í sérkennilegri stöðu því Pétur Jóhann er tilnefnd- ur í tveimur flokkum sjálfur. Í „Leikið sjónvarpsefni“ fyrir Stelp- urnar og í „Skemmtiþætti ársins“ fyrir Strákana. Hann segist þó ætla að gæta þess að vera ekki hlut- drægur sem kynnir. En þessi kynnavinna þýðir það að hann getur ekki slakað á og fagnað úti í sal – fari svo að hann vinni. Eða ekki. Ragnhildur Steinunn er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að kvöldið verður Péturs. „Já, svo gæti hann fengið verðlaun sem vin- sælasti sjónvarpsmaður- inn. Þetta gæti heldur betur orðið kvöldið hans Péturs. Reyndar er það svo að þar sem hann mætir, þá og þar er kvöldið hans. Pétur Jóhann fer ekki fram hjá manni þar sem hann er,“ segir Ragnhildur Steinunn. Kvöldið leggst vel í hana en hún dregur ekki á það dul, þegar for- verar hennar í Eddukynningum eru þuldir upp. „Þá fær maður nettan sting í magann, hvort maður eigi heima þarna. En þetta er sannkallaður heiður að fá að kynna Edd- una. Og að vinna með Pétri er alveg frábært. Það hefur geng- ið mjög vel. Mér líst vel á þetta þar til annað kemur í ljós.“ Að sögn Ragnhildar Steinunnar ætla þau kynnaparið ekki að skrifa brandarana. Enda komi það ævin- lega hallærislega út. Þau búa að hvatvísum Pétri auk þess sem þau hafa hist og látið reyna á stemning- una sín á milli. „Já, og skrifað niður einhverja punkta. Annars erum við ekki aðal- atriði kvöldsins heldur bara að kynna hvað sé næst á dagskrá. Gerum það af látleysi og von- andi skemmtilega.” … fær Gísli Jóhannsson sem lét gamlan draum rætast, fetaði í fótspor Johnny Cash og flutti til Nashville, þar sem kántrítónlist hans hefur strax vakið athygli. Þeir Davíð Óskar Ólafs- son, Hreinn Beck og Árni Filippusson vinna nú að verkefni sem þeir kalla Painting Love, ásamt Dananum Bjarke von Koning. „Við förum til tólf borga, stillum upp trönum og striga og biðjum vegfarendur um að mála ást,“ útskýrði Davíð. Hugmyndin er sprottin úr ástarsorg Bjarke. „Við þekkjumst frá því að við vorum saman í kvikmynda- skóla í Kaupmannahöfn og þróuðum hugmyndina í sameiningu. Ætlunin er að búa til dagatal, og selja svo myndirnar tólf á uppboði til styrktar Lækna án landamæra. Svo tökum við upp og erum með ljós- myndara á svæðinu,“ sagði Davíð, en þeir íhuga nú að gefa einnig út bók. „Það er eins og við náum einhvern veg- inn til fólks í gegnum þetta. Það var til dæmis stelpa í Kaup- mannahöfn sem mál- aði hauskúpu á strigann. Bjarke spurði hana út í það, og þá brotnaði hún saman og sagði frá því að hún hefði nýlega misst fyrstu ástina sína úr krabba- meini. Þess vegna sá hún ástina í þessu ljósi,“ sagði Davíð. Þeir félagar eru nú hálfnaðir með verk- efnið, en á mánudag verða þeir staddir í Smáralindinni þar sem veg- farendum gefst kostur á að mála ást- ina. Biðja vegfarendur að mála ást V in n in g ar ve rð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . DÝRIN TAKA VÖLDIN! MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS JA OSF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FARÐU ÁMYNDINASPILAÐULEIKINN! 11. HVERVINNUR!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.