Fréttablaðið - 19.11.2006, Side 88

Fréttablaðið - 19.11.2006, Side 88
Veturinn sem ég fermdist var mér fengin sú ábyrgð að hlaupa í skarðið fyrir afa minn sem meðhjálpari í kirkjunni fyrir vestan. Á hverjum sunnudegi þann vetur mætti ég í kirkju og aðstoðaði séra Hannes við að komast í skrúðann. Sjálfsagt finnst fáum þrettán ára strákum það eftirsóknarvert hlutskipti að þurfa að mæta í messu á hverjum sunnudegi, hjálpa presti að klæða sig og hlusta á kór sem kappkost- aði að koma tónunum í hinar hæstu hæðir, helst alla leið til himna. fór þó fjarri að mér fyndist þetta vera kvöð. Þvert á móti, ég leit á þetta sem prófstein á hvaða mann ég hafði að geyma. Sem getur verið hughreystandi að vita þegar maður er þrettán ára. Á tímabili þóttist ég meira að segja orðinn virkilega trúaður, jafnvel ekki frá því að ég gæti orðið hel- víti fínn prestur seinna meir. Það átti þó eftir að fjara undan trúar- hitanum þegar afi kom aftur til starfa og ég fór að gera eitthvað annað á sunnudögum. þennan vetur hef ég hins vegar ekki þolað sunnudaga. eru gátt milli vikna, lok einnar og upphaf ann- arrar. Sá sem vill komast í fréttir vikunnar reynir ekki að vekja á athygli á sér og afrekum sínum á sunnudegi, hann veit sem er að annaðhvort er hann of seint á ferð eða of snemma. Allir dagar vik- unnar hafa sinn eigin karakter og sunnudagur er sá langþunglama- legasti. man eftir ófáum sunnudags- síðdögum þar sem ég var við það að tærast upp af óeirð, ekkert við að vera nema horfa á Húsið á sléttunni og sunnudagshugvekj- una. Með smá heppni var dagur- inn brotinn upp og ég sendur út í búð að kaupa rauðkál áður en lambahryggurinn var borinn á borð. bötnuðu sunnudagarnir eftir að ég flutti að heiman og var ekki lengur föst stærð í fjöl- skyldueiningunni heldur einn á báti. Sunnudagar voru ekki hann- aðir með slíkt fólk í huga. Þeir eru kannski bærilegir fyrir pör, kjarnafjölskyldur og áhugamenn um kappleiki en ekki okkur hin. ætti ég bara að ger- ast meðhjálpari aftur. Hugsa sér að það gæti bjargað fyrir mér 52 dögum á ári að hjálpa presti að klæða sig. Sunnudagar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.