Fréttablaðið - 20.11.2006, Page 26

Fréttablaðið - 20.11.2006, Page 26
Klassísk hönnun Finnans Eero Aarnio er einkennandi fyrir sjöunda áratuginn. Innanhússhönnuðurinn finnski, Eero Aarnio, fæddist árið 1932. Hann er vel þekktur fyrir nýstárlega húsgagna- hönnun á sjöunda áratugn- um. Þekktastir eru kúlulaga stólar hans sem hann vann úr plasti og trefjagleri. Aarno stundaði nám við iðnhönnunarskólann í Hels- inki en fór af stað með eigin framleiðslu árið 1962. Brátt kynnti hann til sögunnar boltastól- inn „Ball Chair“ sem er hol hálfkúla sem hvílir á einum fæti þannig að manneskja getur setið inni í kúl- unni. Svipuð hönnun var á kúlu- stólnum „Bubble Chair“ en sú hálf- kúla var gegnsæ og hékk úr loftinu. Önnur sköpunarverk Aarnios í gegnum tíðina eru til dæmis Pastil- stóllinn og Tómatstóllinn (þrjár kúlur með sæti í miðjunni). Skrúfu- borðið hans naut einnig vinsælda og leit út líkt og nafnið gefur til kynna eins og skrúfa sem skrúf- að hefur verið í gólfið. Hönnun Aarnios var áber- andi í menningu sjöunda ára- tugarins og sást oft sem hluti af sviðsmynd í framtíðarkvik- myndum þess tíma. Enn þann dag í dag starfar Aarnio við hönnun og þótt hann hafi á löngum ferli notað hefð- bundin efni eins og tré og stál legg- ur hann enn megináherslu á sinn sérstaka stíl þar sem lífleg form og litir eru mótuð í plast. Líkt og í vísindaskáldsögu 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.