Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 2
edda.is „Hvorki hógvært né látlaust“ Jón Ásgeir Jóhannes- son, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson og Stefán Hilmarsson, sem öll tengjast rannsókn á skattamálum Baugs, hafa lagt fram kæru í Hér- aðsdómi Reykjavíkur vegna meints vanhæfis yfirmanna efnahags- brotadeildar Ríkislögreglustjóra. Þetta staðfestu Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, og Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhann- esar Jónssonar, í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Kæran byggist á því að þessir fimm einstaklingar, sem saman standa að þessari kæru, telja að yfirmenn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hafi með orðum og athöfnum sínum opin- berað það að þeir gæti ekki hlut- leysis við rannsókn í þessu máli,“ sagði Gestur. Kærendur ætla sér ekki að svara spurningum er varða skatta- rannsóknina þangað til niðurstaða fæst í kærumálinu en það verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur á morgun. Eggert Óskarsson hefur verið skipaður dómari í kærumálinu. Upphaf skattamálsins, sem nú er til rannsóknar, er kæra skatt- rannsóknarstjóra vegna ætlaðra brota einstaklinga og fyrirtækja tengdum Baugi á skattalögum árið 2004. Eins og haft hefur verið eftir Jóni H. B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra, í Fréttablaðinu tengj- ast ætluð brot á skattalögum ekki því máli sem er til meðferðar fyrir dómi né heldur þeim málefnum Baugs sem eru til skoðunar hjá yfirskattanefnd. Samkvæmt upp- lýsingum frá Jóni hafa margir rétt- arstöðu sakborninga í málinu en hann hefur ekki viljað gefa það upp hversu margir það eru. Aðalmeðferð í Baugsmálinu, sem nú er til meðferðar í héraðs- dómi, fer fram 12. febrúar á næsta ári en átján ákæruliðir bíða efnis- meðferðar eftir að fyrsta lið ákærunnar var vísað frá dómi. Vitnalisti ákæruvaldsins telur 82 vitni en verjendur sakborninga í málinu ætla sér að kalla til að minnsta kosti tíu vitni til viðbótar. Arngrímur Ísberg, dómari í mál- inu, sagðist við fyrirtöku málsins búast við því að aðalmeðferð í mál- inu gæti tekið allt upp í fimm vikur og gaf Sigurður Tómas Magnús- son, settur saksóknari í málinu, það í skyn að vitnaleiðslur yfir Jóni Ásgeiri gætu tekið allt upp í þrjá daga. Ekki náðist í Jón H. B. Snorra- son, yfirmann efnahagsbrotadeild- ar Ríkislögreglustjóra, við vinnslu þessarar fréttar. Kæra vegna meints vanhæfis yfirmanna Fimm einstaklingar sem hafa stöðu sakborninga í rannsókn lögreglu vegna meintra brota á skattalögum hafa kært meint vanhæfi lögreglumanna. Orð og athafnir yfirmanna lögreglunnar gefa tilefni til kæru, segir Gestur Jónsson. Erninum Sigurerni verður sleppt í dag. Hann hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Laugardal síðan í lok júní. Samkvæmt niðurstöðum sýna sem tekin voru úr fuglinum er hann ósýktur og fær að halda til síns heima í Grundarfirði. Þar mun Sigurbjörg Pétursdóttir, bjargvættur arnarins, sleppa honum. Sigurörn kom í Húsdýragarð- inn í tengslum við verkefnið „Villt dýr í hremmingum“. Hann hafði steypst ofan í lón en náð að koma sér að landi þar sem honum var bjargað. Einhverra hluta vegna vantaði á hann stélfjaðrirn- ar, en þær hafa nú vaxið aftur og er örninn sjálfbjarga á ný. Sigurerni sleppt Tæp vika er eftir af rjúpnaveiðitímabilinu í ár og ljóst að umhleypingar í veðri hafa sett stórt strik í reikning veiðimanna. Aðeins tólf til fjórtán veiðidagar af 25 hafa nýst vegna veðurs og er talið að aldrei hafi eins lítið veiðst af rjúpu þegar veiðar hafa verið leyfðar á annað borð. Eins hefur lítið sést af rjúpu í flestum landshlutum og veiðimenn á nokkrum stöðum á Austurlandi helst lent í sæmilega góðri veiði. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir marga veiðimenn hafa gengið daglangt án þess að sjá fugl. „Veðrið hefur spilað stórt hlutverk. Framan af var haustið mjög milt og rjúpan hafði æti um allt. Því hefur fuglinn verið mjög dreifður og styggur.“ Sigmar segir einnig marga bændur af landsbyggðinni hafa haft samband við sig og sagt að hretið í haust hafi haft mjög slæm áhrif á stofninn. „Svo er talað um það á Suður- og Vesturlandi hvað mikið er af ref. Það var mikið í fyrra en keyrir um þverbak núna.“ Það er einnig skoðun Sigmars að veiðimenn virði þau tilmæli umhverfisráðherra að stunda hófveiði, sem hefur töluverð áhrif á heildarveiðina. Hann á því ekki von á mikilli sókn síðustu dagana þar sem margir veiðimenn hafi náð sínum rjúpum nú þegar. Skotveiðifélag Íslands hyggst gera skoðanakönn- un meðal skotveiðimanna nú um mánaðamótin. Þar verða athugaðir margir þættir veiðanna sem snúa sérstaklega að veiðimönnum. Tæplega fimmtugur króatískur maður lést í gærmorgun í vinnuslysi á Fljóts- dalsheiði. Slysið varð með þeim hætti að verið var að hífa einangrunarkeðju upp í mastur, þar sem verið er að breyta Kröflulínu 2 vegna Kára- hnjúkavirkjunar, þegar keðjan féll til jarðar og lenti á starfsmanni króatísks fyrirtækis sem þar er að störfum sem verktaki fyrir Landsnet. Læknir og sjúkrabíll sem eru á Kára- hnjúkasvæðinu voru komnir á innan við stund- arfjórðungi og var maðurinn fluttur á sjúkra- húsið á Egilsstöðum. Hann var úrskurðaður látinn við komuna þangað. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir slysið hafa orsakast af því að reipi hafi slitnaði þegar verið var að hífa keðjuna upp. „Það er ekki vitað af hverju reipið slitnaði en málið er komið í rannsókn, bæði hjá lögregl- unni á Egilsstöðum og Vinnueftirlitinu.“ Alls hafa orðið fjögur banaslys í tengslum við framkvæmdirnar á Kárahnjúkum, þar af þrjú á þessu ári. Þrír ungir Íslendingar hafa látist í fyrri slysunum. Undirbúningsframkvæmdir hófust um mitt ár 2002 en verkið hófst af alvöru vorið 2003 eftir að gengið hafði verið frá öllum samningum að sögn Sigurðar Arnalds, tals- manns Landsvirkjunar vegna Kárahnjúka- virkjunar. „Þetta eru náttúrulega gríðarlega miklar og hættulegar framkvæmdir en allt meira en núll er mikið.“ Banaslys varð á Fljótsdalsheiði Gylfi, yrði Íslendingum betur borgað með evru? Mapuche-indíánaætt- bálkurinn frá Chile ætlar að lögsækja Microsoft vegna þýðingar á stýrikerfinu Windows. Leiðtogar ættbálksins segja að fyrirtækið hafi brotið lög þegar það þýddi stýrikerfi sitt á tungu- málið mapuzugun, sem talað er af um fjögur hundruð þúsund Chile- búum, án leyfis þeirra. Leiðtogarnir sendu Bill Gates einnig bréf þar sem hann er sakaður um „vitsmunalegan stuld“. Málshöfðunin vekur upp spurning- una um hvort hægt sé að eiga tungumál, en talsmenn Microsoft hafa ekki tjáð sig um málið. Kæra þýðingu án þeirra leyfis Ríkisstjórn Rúanda hefur kallað erindreka sinn heim frá París og sendiherra Frakka í Rúanda undirbjó heimför sína í gærkvöldi, en hann átti að reka úr landi eftir helgi. Frönsk rannsókn á morði forseta Rúanda árið 1994 stendur nú yfir og voru gefnar út handtökuskipanir á níu háttsetta embættismenn núverandi stjórnar landsins á miðvikudag. Mennirnir eru grunaðir um aðild að morðinu og bandamenn núverandi forseta, Pauls Kagame. Haft er eftir dómsmálaráð- herra Rúanda að stjórnmálasam- bandinu hafi verið slitið vegna yfirgangssemi Frakka. Slítur stjórn- málasambandi við Frakkland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.