Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 10
greinar@frettabladid.is Mæðravernd er heilsuvernd og í eðlilegri meðgöngu á hún heima innan heilsu- gæslunnar, en ekki á kvennadeild LSH eins og var um árabil. Meðganga og fæðing er eðlileg í 80% til- vika. Á Reykjavíkursvæðinu njóta um 3.000 konur þjónustu mæðraverndar á ári hverju, 600 þeirra teljast í áhættumeðgöngu og þurfa aukið eftirlit. Miðstöð mæðraverndar tók við verkefnum LSH í meðgöngueftirliti um mitt ár 2001. Í kjölfarið voru gerðar skipulagsbreytingar í þá veru að mæðravernd í eðlilegri meðgöngu var færð til heilsugæslustöðva með fjölgun stöðugilda ljósmæðra. Við það breyttist hlut- verk Miðstöðvar mæðraverndar í að sinna konum í áhættumeðgöngu og vera faglegur bakhjarl mæðra- verndar á heilsugæslustöðvum. Þessar skipulagsbreytingar heppnuðust vel. All- flestar konur í eðlilegri meðgöngu njóta nú þjónustu ljósmæðra frá sömu heilsugæslustöð í mæðravernd og ungbarnaeftirliti og jafnvel einnig í sængurlegu eftir fæðingu. Þetta felur í sér aukna samfellu í þjónustu og persónulegri tengsl aðila. Ákvörðun um að færa þjónustu við konur í áhættu- meðgöngu til LSH var tilkynnt formlega 9. nóvember sl. og tók hún gildi sl. föstudag, 24. nóvember. Þessi breyting felur í sér einföldun á þjón- ustu við konur í áhættumeðgöngu. Þær leita aðeins á einn stað í stað tveggja áður, en tæki og tól og læknisfræðileg þekking á áhættu- meðgöngu er fyrst og fremst staðsett á LSH. Þessi tilhögun leiðir til aukins öryggis í þjónustu við barnshafandi konur í áhættu- meðgöngu, sem eru sterk rök, þótt vissulega megi líta á málið frá fleiri hliðum. Það má hins vegar gagnrýna hve skjótt þessar breytingar hefur borið að og hve lít- inn tíma starfsfólk og barnshafandi konur hafa haft til að aðlagast þessari breytingu. Jafnframt geri ég athugasemd við að á stuttum tíma hefur verið lagt í miklar fjárfestingar til breytinga á húsnæði og þjálfunar starfsfólks sem nú er hætta á að fari í súginn. Á þeim fimm árum sem þjónusta við barnshafandi konur í áhættumeðgöngu hefur verið flutt frá LSH til Miðstöðvar heilsuverndar og síðan aftur til LSH, hefur verið lagt í kostnaðarsamar breytingar á húsnæði, bæði á Heilsuverndarstöðinni og nú í nýju húsi Heilsugæsl- unnar í Reykjavík í Mjódd. Það er það sem ég hef kallað stefnuleysi og sóun á fjármunum, sem með fyrirhyggju hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Höfundur er alþingismaður og varaformaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis. Mæðravernd í brennidepli Á tak sendiráðs Íslands í Danmörku til kynningar á Jónasi Hallgrímssyni er athyglisvert. Á tvö hundr- uð ára ártíð Jónasar Hallgrímssonar verður efnt til margs konar viðburða á danskri grund sem draga fram hans hlut í stjórnmálum, félagslífi og fagurfræði – ekki aðeins Íslendingum til upprifjunar heldur líka Dönum. Nýlega var vakin athygli á hvarfi Gunnars Gunnarssonar úr danskri bókmenntasögu. Hann eins og nokkrir aðrir listamenn sem sóttu þegnrétt í dönsku listalífi eru þar nú utan garðs, telj- ast ekki með. Danir vita ekki af þeim. Viðbrögð marga Dana á opinberum vettvangi við umsvifum íslenskra fyrirtækja á danskri grund hafa vakið undrun hér heima. Þjóðirnar tvær deildu kjörum í fimm hundruð ár og áttu bæði fyrr og síðar viðskipti um býsna margt. Danskir og íslensk- ir ráðamenn hafa enda margsinnis ítrekað mikilvægi þess sam- eiginlega arfs sem við deilum með Dönum. En eins og mörg Evrópuríki sem efldust undir einveldi kon- ungsætta álfunnar og sóttu sér hráefni og auð í fjarlægar nýlend- ur hefur Dönum gengið furðu illa að átta sig á hver tök þeirra voru á hjálendunni Íslandi. Rétt eins og við höfum verið latir til að greina hvaða þættir efldust í menningu okkar og vitund í langri sögu undir handarjaðri stórvelda sem áttu hvert um sig stórt valdasvæði nær og fjær: danska konungsríkisins, breska heimsveldisins og síðast Bandaríkjanna. Sjálfstæði hafa menn hátt um en vilja lítið skoða ósjálfstæðið, hvað þá skilja það. Danir og Íslendingar gerðu vel ef þeir tækju saman sögu þessa tíma þegar þjóðirnar deildu yfirvaldi, stjórnsýslu, við- skiptastjórn og lögum. Með sameiginlegu átaki mætti kalla til sveitir fræðimanna í ólíkum greinum, efna til nýrrar sögulegrar rannsóknaáætlunar með samþættri vinnu og stýringu sem varp- aði nýju ljósi á sameiginlega sögu okkar. Slík verk þekkjast en eru fátíð. Almenn vitneskja um bönd og tengsl fortíðar eru oft sterkur grunnur nýrra tíma. Sameiginlegur áhugi stjórnvalda og menntasetra í báðum löndum á slíku átaki væri um leið dirfsku- full viðurkenning á blóðskyldu landanna, lifandi tengslum þjóð- anna fyrr og nú. Á sínum tíma réðust háskólar á Norðurlöndum í stórt verk í sögu miðalda, Kulturhistorisk Lexikon for Nordisk Middelald- er. Hvergi er sameiginleg menning Norðurlanda betur greind en þar. Sú kynslóð sem skóp það verk í tugum binda var ráðin í að næsta skref í samstarfi þessu væri sambærilegt rit um sið- skiptaöldina og upphaf einveldis. Það varð aldrei – því miður. Sendiráðið í Danmörku og ráðuneytin hér heima hafa erindi að sinna í danskri slóð. Við erum í félagi með Dönum – eigum með þeim langa sögu og hollt væri, báðum þjóðunum til nokkurs þroska og dýpri sjálfsskilnings, að hún væri rakin enn á ný og skoðuð nýjum augum. Dægilegra upphaf slíks þarfaverks, svo slett sé dönsku, væri ekki hægt að hugsa sér en ár Jónasar Hallgrímssonar. Dansk-íslenska félagið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hélt á föstudaginn málþing um stöðu Íslands í utanríkismálum. Þar talaði Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra. Ég heyrði ekki ræðu Valgerðar en ég las ummæli hennar sem birtust hér í Fréttablaðinu í gær. Þar komst ráðherrann meðal annars að þeirri niðurstöðu að við Íslendingar hefðum nú meira sjálfstraust en áður, að við stæðum keikir á alþjóðavettvangi og því ættum við að taka virkari þátt á pólitískri hlið Evrópusamvinnunar. Ég verð að játa að ég hef nokkrar efasemdir um þessa nálgun á umræðunni um ESB. Enginn efast um að Ísland er hluti af evrópsku þjóðafjölskyldunni, saga okkar og menning er evrópsk og framtíð okkar er evrópsk. Ákvörðunin um að grundvalla samskipti okkar við ríki Evrópu á samningnum um EES er ekki hægt að túlka sem svo að okkur hafi skort sjálfstraust til að ganga í ESB. Það hefur einfaldlega verið mat íslenskra ráðamanna að íslenskum hagsmunum væri best borgið með því samstarfi sem EES býður upp á. Ég er því ekki sammála Valgerði um að þetta snúist um sjálfstraust eða sjálfs- mynd. Það hafa ekki komið fram knýjandi rök fyrir því að þjóðin gangi í ESB, gallarnir við það að ganga inn eru fleiri en kostirnir sem því fylgja. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið veitir okkur að mestu sömu viðskiptakjör eins og við værum hluti af ESB. Við erum vissulega ekki fullgildir þátttakendur í pólitíska starfinu í Evrópu, það er augljóst. En spurningin er þessi, viljum við vera það, hvað er nákvæmlega unnið með því og hverju er fórnandi fyrir það? Valgerður nefndi að það yrði erfitt að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál við ESB. Þetta er rétt hjá Valgerði og hér á landi hafa hörðustu fylgismenn aðildar að ESB haft á orði að vitanlega yrðum við Íslendingar að afsala okkur fullum yfirráðum yfir fiskveiðiauð- lindinni ef við gengjum í samband- ið. Þeirra mat er síðan það að ávinn- ingurinn af aðild sé svo mikill að hægt væri að réttlæta slíka ákvörðun. Ólíklegt er að íslenska þjóðin muni samþykkja slíka gjörð, ég tala nú ekki um þegar viðbætast stóraukin útgjöld ríkissjóðs til Brussel og framsal á möguleikum okkar til að reka sjálfstæða peningamálastefnu. Hvað síðasta þáttinn varðar er rétt að minna á skoðanir hagfræðingsins Robert Mundell sem kallaður hefur verið guðfaðir evrunnar. Niðurstaða hans var sú að það þjónaði ekki hags- munum Íslands að taka upp evru. Hlutverk evrunnar er bæði efna- hagslegt og ekki síður pólitískt. Sameiginleg mynt á að knýja áfram pólitískan samruna ESB landanna. Sameiginlegur seðlabanki og sameiginlegir stýrivextir knýja á um að ríkisfjármál aðildarlandanna og efnahagsstarfsemin almennt séu í miklum takt. Milton Friedman benti réttilega á að það væri mjög flókið mál þegar sjálfstæð ríki gæfu út sameiginlega mynt sem ólíkt gull- eða silfurfæti gæti misst verðgildi sitt í verðbólgu. Hættan á því að einstaka lönd lentu í vandræðum og gætu ekki búið við hina sameiginlegu vaxtastefnu væri mikil. Sérstaklega gæti reynt á þetta á næsta áratug eða svo þegar nýju aðildaríkin tækju upp evruna. Friedman, sem var flestum mönnum fróðari um stjórn peningamála, var ekki alltof bjartsýnn á langtímahorfur evrunnar. Eina raunhæfa leiðin til að koma í veg fyrir þetta vandamál er að auka og dýpka hinn pólitíska og efnahagslega samruna ESB – sambandsríki Evrópu sambærileg við Bandaríki Norður Ameríku er sú lausn sem upptaka evrunnar ýtir undir. Þetta vita leiðtogar ESB og því hafa þeir reynt að ýta á aukinn samruna sambandins. En vandinn er sá að þjóðir Evrópu eru ólíkar innbyrðis og það virðist sem svo að almenningur í Evrópu líti fyrst á sig sem Frakka, Ítali, Þjóðverja, Englendinga o.s.frv. löngu áður en kemur að einhvers konar sameiginlegri evrópskri sjálfsmynd. Þetta kom skýrt fram nú á dögunum þegar Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrár- hugmyndir ESB í þjóðaratkvæða- greiðslum. En sameiginleg evrópsk sjálfsmynd er forsenda þess að hægt sé að tala um evrópskt lýðræði sem væri grunnur þess að færa aukið vald til Brussel. Sameiginleg evrópsk sjálfsmynd þýðir meðal annars að það sé eitthvert bindiefni sem gerir íbúum Evrópu mögulegt að ræða saman út fyrir eigin landamæri, gerir þeim kleift að komast að sameiginlegri niðurstöðu í kosningum sem taka til allra þegna álfunnar. Það virðist sem svo að þetta bindiefni sé til staðar hjá stórum hópi evrópskra stjórnmálamanna en því miður fyrir samrunahugmyndir þeirra þá virðist það bindiefni ekki ná til almennings. Aukið valdaframsal til Brussel án þess að til þess séu lýðræðislegar forsendur mun aldrei ganga upp. Þessi staðreynd stangast augljóslega á við þarfir evrunnar. Í ljósi þess að EES samningurinn þjónar hagsmunum okkar vel er ástæða fyrir okkur Íslendinga að bíða rólegir og sjá hver þróun mála verður í ESB á næsta áratug eða svo. Evran og lýðræðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.