Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 16

Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 16
S tykkishólmur liggur undir snjó- hulu þegar blaðamann ber þar að garði og rennir upp að stóru, rauðu timburhúsi, merktu Tang & Riis, þar sem aðsetur fyrir- tækisins Agustson ehf. hefur verið síðan 1933. Rakel tekur á móti blaðamanni og ljósmynd- ara Fréttablaðsins með kaffi og bakkelsi í notalegu umhverfi þessa gamla húss, sem byggt var árið 1890. „Tengdafaðir minn, Sigurður Ágústsson, keypti eignir Tang og Riis á uppboði árið 1933 en þá var fyrirtækið hefðbundin bændaverslun,“ segir Rakel um upphaf fjöl- skyldufyrirtækisins sem gekk undir nafn- inu Sigurður Ágústsson ehf. þar til um síð- ustu áramót. „Sigurður hafði verið að vinna fyrir fyrrum eigendur ásamt því að reka eigin útgerð, minka- og refabú. Síðar bætt- ist fleira við reksturinn, til dæmis bifreiða- stöð, fiskimjölsverksmiðja og bakarí. Það var gjarnan þannig í svona þorpum á þess- um tíma að menn voru bara í öllu. Árið 1942 byggði hann frystihús í Hólminum en fór síðan á þing árið 1949 og hélt rekstrinum áfram með aðstoð góðra manna.“ Eiginmaður Rakelar, Ágúst Sigurðsson, kom frá námi í Bandaríkjunum árið 1957 og tók þá við rekstrinum ásamt öðrum en Rakel kom síðan inn í það með honum eftir að hún kom í Stykkishólm. „Hann féll síðan frá árið 1993 en hafði átt hugmyndir að mörgum nýjungum sem fyrirtækið tókst á hendur eins og skelveiðum.“ Rakel kynntist Ágústi í skátaskóla við Úlfljótsvatn en sjálf er hún sjómannsdóttir úr Keflavík. „Ég kom til Stykkishólms árið 1963 og byrjaði fljótlega að vinna með Ágústi, manninum mínum, en hann rak þá bíóið á staðnum og lítið veitingahús sem kallaðist Tehúsið og sló alveg í gegn á þess- um tíma,“ segir Rakel brosandi. „Ég byrj- aði á að vinna með honum í þessu þegar ég flutti í Hólminn, seldi miða í bíó og afgreiddi í Tehúsinu, sem var með allt öðru ívafi en venjuleg sjoppa.“ Rakel segir Ágúst óneitanlega hafa komið með nýja strauma inn í samfélagið í Stykkishólmi. „Hann var í Bandaríkjunum í tvö ár og kynntist ýmsu þar en hann var líka mjög hugmyndaríkur alla tíð. Hann breytti til dæmis versluninni í sjálfsaf- greiðsluverslun, sem þótti á þeim tíma mjög framúrstefnulegt.“ Verslunina seldi Sigurður árið 1967 en hélt húsakynnunum en í verslunarhúsinu hafa skrifstofur fyrirtækisins alla tíð verið. Um áramótin eru komin fjörutíu ár síðan Rakel hóf störf í þessu skemmtilega húsi sem upphaflega var byggt sem pakk- hús fyrir Gramsverslun. „Ég hef sinnt ýmsu hjá fyrirtækinu þessa áratugi og þrátt fyrir að ég hafi alltaf verið lítið fyrir titla þá er ég nú skráður stjórnarformað- ur í dag. Ég hef verið mikið í fjármálun- um, bókhaldinu og er í raun ekkert óvið- komandi.“ Agustson hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar og er Rakel nú eigandi að fyrirtækinu ásamt börnunum sínum. „Það hafa fjórar kynslóðir starfað við fyrirtækið og sú fimmta er að stíga sín fyrstu skref innan þess,“ segir Rakel og heldur áfram: „Þegar Ágúst lést árið 1993 þá komu tvö af börnunum okkar hingað heim; Ingibjörg, sem er í bókhaldinu og fjármálunum með mér og Sigurður, sem tók við framkvæmda- stjórastöðu, en er nú fluttur til Danmerkur og heldur utan um reksturinn okkar þar en er líka að starfa með okkur hér.“ Rakel segir ástæðuna fyrir því að nafni fyrirtækisins var breytt úr Sigurður Ágústs- son ehf. í Agustson ehf. vera að fyrirtækið hóf útrás til Danmerkur árið 2002. „Við keyptum þá verksmiðju í Hirtshals á Norð- ur-Jótlandi. Fyrirtækið var og er að leggja niður skelfiskafurðir í saltlög, sem er þekkt vinnsluaðferð í Danmörku. Þetta fyrirtæki vinnur úr 15-16 hundruð tonnum af skel- fiskafurðum á ári en kaupir afurðirnar víðs vegar að, til dæmis frá Asíulöndum og Kan- ada. Útrásin hélt áfram og í fyrra keyptum við fyrirtæki í Vejle,“ segir Rakel en það fyrirtæki heitreykir regnbogaurriða úr 6.000 tonnum á ári. „Þar eru unnin 20-25 tonn á dag af silungi sem kemur lifandi inn í verksmiðj- una en hann er ræktaður af bændum í nágrenninu. Þetta er stærsta fyrirtækið í heitreykingu á silungi, að minnsta kosti í Danmörku. Við vinnum silunginn í neytenda- pakkningar, mest fyrir þýskan markað, en vörurnar fara líka annað.“ Þegar Agustson keypti verksmiðjuna fylgdi henni hús sem ekkert hafði verið notað í nokkur ár. „Þetta var verksmiðjuhús í mjög góðu ásigkomulagi og þangað flutt- um við í sumar kavíarverksmiðju sem við höfðum rekið í Stykkishólmi í tuttugu ár,“ segir Rakel en öll þessi fyrirtæki eru í dag rekin undir nafninu Agustson ehf. og Agustson A/S. „Heildarvelta okkar á ári er 3,5-4 milljarðar.“ „Til skamms tíma rákum við rækjuverk- smiðju hér í Stykkishólmi en hættum að pilla rækju um síðustu áramót. Núna flytj- um við inn pillaða rækju frá Kanada og pökkum henni í smápakkningar fyrir breska og franska smásölukeðju,“ segir Rakel en einnig á fyrirtækið öfluga skelfiskverk- smiðju. „Hér hafa þó ekki verið leyfðar skelveiðar um hríð en þetta er fjórða kvóta- árið sem skelveiðar eru bannaðar í Breiða- firði vegna hruns í stofninum sem á rætur að rekja til ákveðinnar sýkingar sem varð í stofninum hér.“ Fyrirtækið hefur alla tíð verið í einhverri útgerð og var áður fyrr mikið í bolfiski og saltfiski og rekur í dag eitt línuskip. „Þar sem við rákum kavíarverksmiðjuna áður erum við nú búin að setja upp öfluga salt- fiskverkun og erum því farin að vinna salt- fisk aftur, fyrst og fremst af þessu línu- skipi.“ Þrátt fyrir að vera upprunalega sjómanns- dóttir úr Keflavík segist Rakel fyrst og fremst líta á sig sem Hólmara í dag. „Ég Hef mjög sterkar taugar til samfélagsins Rakel Olsen er stjórnarfor- maður útgerðarfyrirtækisins Agustson ehf. í Stykkishólmi sem er í eigu fjölskyldu henn- ar. Sigríður Hjálmarsdóttir heimsótti Rakel í Hólminum og ræddi við hana um fyrir- tækið og lífið í Stykkishólmi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.