Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 17

Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 17
er reyndar í tuttugu ára gömlu menn- ingarfélagi kvenna sem heitir Emb- lurnar og er sögu- og menningarlega tengt. Það er sá félagslegur pakki sem ég hef tekið þátt í hér í bænum,“ segir hún og bætir því við að hún hafi alltaf haft mikið að gera enda með stóra fjölskyldu og mikinn rekstur og það tekur að sjálfsögðu heilmikinn tíma. „Lífið hefur snúist aðallega í kringum það, mikið í kringum reksturinn og mikið af gestum í tengslum við hann. Í gegnum árin hefur komið mikið af gestum tengdum rekstrinum, kaup- endur, eigendur erlendra fyrirtækja og allt mögulegt, auk kollega hér inn- anlands. Svo er ég náttúrlega með fjölskyldu og stóran vinahóp en í það fer mestur frítíminn,“ segir Rakel sem reynir þó að sinna áhugamálum eins og lestri, útivist og fleiru en hún fer til dæmis á skíði og ferðast um landið auk þess að ganga mjög mikið. „Mér leiðist aldrei,“ segir Rakel og heldur áfram: „Ég fer í sund á hverj- um morgni klukkan 7 áður en ég fer í vinnuna en í henni er ég til klukkan sex eða sjö á daginn. Svo fer ég bara heim og sinni þeim málum sem ég hef áhuga fyrir. Í raun dugir mér aldrei dagurinn fyrir allt það sem ég hef áhuga á að gera.“ Rakel á sjö barnabörn í dag en á von á því áttunda í janúar þannig að það er líka heilmikið til að fylgjast með. „Ég hef þó verið mjög heppin, alla tíð, því ég hef haft góða hjálp heima auk þess sem tengdamóðir mín var svo sannarlega betri en engin. Hún var lengi í sambýli með okkur og lifði til ársins 1988 og þá voru börnin okkar komnir vel á legg. Þrjú þeirra voru þá komin í burtu í skóla og aðeins sú yngsta heima.“ segir Rakel og bendir á að það sé náttúrlega allt annað að ala upp fjögur börn í svona þorpi heldur en í Reykjavík þar sem foreldrar eru alltaf að skutlast fram og til baka. „St. Fransiskusystur ráku hér barnaheim- ili og var það ómetanleg hjálp fyrir okkur. Þær tóku líka börn til sumar- dvalar frá Suðvesturhorninu í mörg ár. Það er fullt af fullorðnu fólki í dag sem hefur verið að segja frá því að hafa verið hér hjá systrunum,“ segir Rakel en systurnar eiga sér mjög merkilega sögu í Stykkishólmi. „Þær hafa alla tíð sett gríðarlega mikinn svip á mannlífið hér í Hólminum. Ég held að það verði aldrei fyllilega þakkað þeirra mikla starf og hvað þær hafa haft mikil áhrif á það hvað Stykkishólmur hefur verið á marga vegu stöðugt samfélag og menningar- legt miðað við stærð. Þær hafa skilað mjög miklu hér út í samfélagið, fyrir utan það að Hólmarar eiga aðgang að sjúkrahúsi sem er heldur ekkert gefið í svona litlu þorpi,“ segir Rakel og enn eru nokkrar systur að vinna við sjúkrahúsið en þær reka það þó ekki lengur. Rakel segir mannlífið í Stykkishólmi vera mjög gott. „Við höfum haft syst- urnar, grunnskóla, hótel, veitingastaði og ágætis afþreyingu fyrir fólk sem vill taka þátt í félagsstarfi. Hér er öflugt kvenfélag, Lions- hreyfingin, Emblurnar, menningarfé- lag kvenna, leikfélag, öflugur kirkju- kór, eldri borgarar með mjög öflugt félag sem heitir Aftanskin og ekki má gleyma bókasafninu. Þannig að ég myndi segja að mannlífið hér sé bara nákvæmlega eins gott og við viljum hafa það. Síðan erum við náttúrlega með þessa yndislegu sundlaug sem er frábær búbót fyrir svona samfélag. Mjög öflugt íþróttastarf og margt fleira þannig að hér þarf engum að leiðast. Það er náttúrlega alltaf undir manni sjálfum komið hvað maður vill taka þátt í mörgu því auðvitað er maður ekki heldur neitt skyldugur til neins. Ef maður er við góða heilsu þá hefur maður bara ekkert leyfi til að láta sér leiðast,“ segir hin kraftmikla útgerð- arkona, Rakel Olsen í Stykkishólmi. kom með því hugarfari að ég yrði hér alltaf, enda var maðurinn minn einka- barn og bundinn rekstrinum og byggðar- laginu. Mér fannst ágætt að koma til Stykkishólms og var ekkert að velta mér upp úr því hvort ég yrði hér stutt eða lengi. Ég bara lét þetta ganga yfir mig og í sjálfu sér leið mér strax vel hér,“ segir Rakel og bætir því við að hún sé náttúr- lega líka Keflvíkingur. Aðspurð hvernig það hafi verið að koma inn í svona volduga og vel stæða fjölskyldu segir Rakel að hvorki hún né tengdafólk hennar hafi verið neitt að spá í það. „Það hefur eflaust alveg farið fram- hjá mér ef það hefur þótt eitthvað mál. Það er engin spurning að þau höfðu öll mjög sterkar taugar til samfélagsins hér, bæði maðurinn minn og foreldrar hans, rétt eins og ég geri í dag. Hér er náttúr- lega okkar rekstur og fólkið sem vinnur fyrir okkur. Auðvitað tengist maður þessu tilfinningaböndum með árunum og mér þykir mjög vænt um samfélagið hér þrátt fyrir að vera ekki fædd og uppalin hér.“ Rakel segir að aldrei hafi annað verið inni í myndinni en að halda áfram eftir að Ágúst, eiginmaður hennar, féll frá. Hún segist aldrei hafa fundið fyrir að vera skuldbundin fyrirtækinu heldur hafi hún gert þetta allt með gleði enda hafi það verið eðlilegur hlutur þar sem hún var það tengd inn í reksturinn. „Enda er ég örugglega alveg eins mik- ill Hólmari eins og aðrir hér sem tengjast Hólminum,“ segir Rakel. Varðandi framtíðarsýn sína segir Rakel: „Það er náttúrlega bjargföst trú mín og von að skelfisksstofninn eigi eftir að ná sér á strik aftur hér í Breiðafirði og verði aftur sá burðarás sem hann var áður fyrir Hólminn. Það gæti þó tekið tíma og auð- vitað getum við ekki setið hér aðgerða- laus og beðið. Við erum að reyna að vinna okkur út úr hlutunum eins og við mögu- lega getum og það er meðal annars þess vegna sem við setjum á stofn saltfisk- verkun til að halda hér uppi atvinnu.“ Rakel segir að þeim sem séu í sjávar- útvegi finnist það sjálfsagt og eðlilegt að hlutirnir haldi áfram að ganga enda fylgi því ákveðin ábyrgð að vera handhafar kvótans. „Þess vegna ber okkur að leggja okkar af mörkum til þess að kvótinn geti haldist hér í byggðarlaginu og skapað frekari störf. Sem betur fer er líka margt annað að gerast hérna. Það er mikið byggt, eins og um allt land og margir sem áður unnu við skelbáta eða í skelfisk- svinnslu eru núna að vinna við smíðar og ýmis önnur iðnaðarmannastörf þannig að margir sem voru komnir út úr byggingar- geiranum eru núna komnir inn í hann aftur.“ Rakel segist ekki vera mjög virkur þátt- takandi í félagslífinu í Stykkishólmi. „Ég Ég hef sinnt ýmsu hjá fyrirtækinu þessa áratugi og þrátt fyrir að ég hafi alltaf verið lítið fyrir titla þá er ég nú skráður stjórnarfor- maður í dag. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu er mánudagurinn á jólapökkum til Evrópu er þriðjudagurinn á jólapökkum innanlands er miðvikudagurinn 4.12. 12.12. 20.12. www.postur.isFinndu pósthúsið næst þér á Komdu tímanlega ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - IS P 34 58 1 1 0/ 20 06 með jólapakkana

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.