Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 18

Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 18
Langflest frumvörp ráðherra verða að lögum, en einungis átta ráðherrar hafa komið öllum þeim frumvörpum sem lögð hafa verið fram í gegn. Að meðal- tali hafa 90 prósent frumvarpa allra ráðherranna orðið að lögum. Hjá fjórum ráðherrum urðu innan við þrjú af hverjum fjórum frumvörpum að lögum á meðan þeir sátu í embætti. Það er hjá þeim Halldóri Ásgrímssyni sem forsætisráðherra, Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur sem mennta- málaráðherra, Geir H. Haarde sem utanríkisráðherra og Siv Frið- leifsdóttur sem umhverfisráð- herra sem hefur komið fæstum af sínum málum í gegn. Vegna þess hve fá frumvörp Geir H. Haarde og Jón Kristjánsson sem félags- málaráðherra lögðu fram, er það aðeins eitt frumvarp sem ekki náði samþykki hjá hvorum sem munar því að þeir ná ekki hundrað prósent hlutfall samþykkta frum- varpa. Ef litið er til þess hversu dug- legir ráðherrar hafa verið að leggja fram frumvörp hafa bæði Valgerður Sverrisdóttir, sem við- skipta- og iðnaðarráðherra og Árni Mathiesen sem fjármálaráðherra lagt flest frumvörp fyrir Alþingi, miðað við fjölda mánaða í emb- ætti. Miðað er við stöðu frum- varpa eins og hún lá fyrir föstu- daginn 17. nóvember, áður en fyrri greinin birtist. Að meðaltali hafa allir ráðherrarnir lagt fram 0,82 frumvörp á mánuði. Duglegastir við að leggja fram frumvörp á þessu kjörtímabili hafa verið viðskipta- og iðnaðar- ráðherrarnir tveir og fjármála- ráðherrarnir tveir. Í fimmta sæti kemur svo Halldór Ásgrímsson sem forsætisráðherra. Þá hafa Davíð Oddsson sem utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir sem utanríkisráð- herra og Jónína Bjartmarz sem umhverfisráðherra ekki lagt neitt frumvarp fram. Af þeim sem lögðu frumvarp fram lagði Hall- dór Ásgrímsson fæst frumvörpin fram sem utanríkisráðherra, eða að meðaltali 0,06 fyrir hvern mánuð í embætti. Fyrir utan forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar eru það utanríkisráðherrar og forsætis- ráðherrar sem leggja fæst frum- vörp fyrir Alþingi. Auk þeirra má nefna Tómas Inga Olrich, sem var einungis þrjá mánuði í embætti og Jónínu Bjartmarz umhverfisráð- herra sem fyrir viku síðan hafði ekki lagt fram frumvarp eftir fjóra mánuði í embætti. Líkt og í fyrri greininni er ein- ungis tekið tillit til þeirra 413 frumvarpa sem lögð hafa verið fram á þessu kjörtímabili. Af þeim hafa 317 frumvörp orðið að lögum. Þá teljast frumvörp sem fyrrum ráðherra undirbjó og lagði fyrst fram til tekna þeirra ráðherra sem leggja frumvöpin aftur fram og ná samþykki. Afrekaskrá ráðherra Átta ráðherrar hafa komið öllum sínum frum- vörpum í gegn á þessu kjörtímabili. Svanborg Sig- marsdóttir fer yfir síðari hluta afrekaskrárinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.