Fréttablaðið - 26.11.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 26.11.2006, Síða 18
Langflest frumvörp ráðherra verða að lögum, en einungis átta ráðherrar hafa komið öllum þeim frumvörpum sem lögð hafa verið fram í gegn. Að meðal- tali hafa 90 prósent frumvarpa allra ráðherranna orðið að lögum. Hjá fjórum ráðherrum urðu innan við þrjú af hverjum fjórum frumvörpum að lögum á meðan þeir sátu í embætti. Það er hjá þeim Halldóri Ásgrímssyni sem forsætisráðherra, Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur sem mennta- málaráðherra, Geir H. Haarde sem utanríkisráðherra og Siv Frið- leifsdóttur sem umhverfisráð- herra sem hefur komið fæstum af sínum málum í gegn. Vegna þess hve fá frumvörp Geir H. Haarde og Jón Kristjánsson sem félags- málaráðherra lögðu fram, er það aðeins eitt frumvarp sem ekki náði samþykki hjá hvorum sem munar því að þeir ná ekki hundrað prósent hlutfall samþykkta frum- varpa. Ef litið er til þess hversu dug- legir ráðherrar hafa verið að leggja fram frumvörp hafa bæði Valgerður Sverrisdóttir, sem við- skipta- og iðnaðarráðherra og Árni Mathiesen sem fjármálaráðherra lagt flest frumvörp fyrir Alþingi, miðað við fjölda mánaða í emb- ætti. Miðað er við stöðu frum- varpa eins og hún lá fyrir föstu- daginn 17. nóvember, áður en fyrri greinin birtist. Að meðaltali hafa allir ráðherrarnir lagt fram 0,82 frumvörp á mánuði. Duglegastir við að leggja fram frumvörp á þessu kjörtímabili hafa verið viðskipta- og iðnaðar- ráðherrarnir tveir og fjármála- ráðherrarnir tveir. Í fimmta sæti kemur svo Halldór Ásgrímsson sem forsætisráðherra. Þá hafa Davíð Oddsson sem utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir sem utanríkisráð- herra og Jónína Bjartmarz sem umhverfisráðherra ekki lagt neitt frumvarp fram. Af þeim sem lögðu frumvarp fram lagði Hall- dór Ásgrímsson fæst frumvörpin fram sem utanríkisráðherra, eða að meðaltali 0,06 fyrir hvern mánuð í embætti. Fyrir utan forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar eru það utanríkisráðherrar og forsætis- ráðherrar sem leggja fæst frum- vörp fyrir Alþingi. Auk þeirra má nefna Tómas Inga Olrich, sem var einungis þrjá mánuði í embætti og Jónínu Bjartmarz umhverfisráð- herra sem fyrir viku síðan hafði ekki lagt fram frumvarp eftir fjóra mánuði í embætti. Líkt og í fyrri greininni er ein- ungis tekið tillit til þeirra 413 frumvarpa sem lögð hafa verið fram á þessu kjörtímabili. Af þeim hafa 317 frumvörp orðið að lögum. Þá teljast frumvörp sem fyrrum ráðherra undirbjó og lagði fyrst fram til tekna þeirra ráðherra sem leggja frumvöpin aftur fram og ná samþykki. Afrekaskrá ráðherra Átta ráðherrar hafa komið öllum sínum frum- vörpum í gegn á þessu kjörtímabili. Svanborg Sig- marsdóttir fer yfir síðari hluta afrekaskrárinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.