Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 66
„Já, ein er sú mynd sem mér dett- ur strax í hug að nefna,“ segir Hilmar Oddsson kvikmynda- gerðarmaður sem bendir á eftir- tektarvert málverk að þessu sinni. Og það er heldur betur saga sem fylgir verkinu. Þegar Hilmar var fimmtán ára brann heimili fjölskyldu hans. Þar fóru ýmis minnisstæð málverk svo sem org- ínall eftir Mugg og Hamilton, einn frægasta popplistamann Bret- lands. Sem og Kjarvalsmyndin sem leikið hefur rullu í lífi Hilm- ars. „Við rúm mitt hékk eftirprent- un af Kjarvalsmynd, Gaman er að lifa, sem er í eigu Listasafns ASÍ. (Olía, 135x141cm). Þarna standa menn í fjörugrjótinu á Hellnum á Snæfellsnesi. Þetta er mystísk mynd. Og mér fannst alltaf sem þeir ættu sér eitthvert leyndarmál saman. Sögur eru um að menn færu í fjörur og hraun til að eiga leyndarmál. Svo brann myndin og ég var ekki í rónni fyrr en ég sá mörgum árum síðar orgínalinn á sýningu. Ég vann þá á Kjarvals- stöðum sem næturvörður með menntaskóla. Og um miðnæturbil átti ég eftirminnilegan samfund með þessari mynd. Það er eins og Kjarval sé að stríða með titli myndarinnar því svo mikil mystík er yfir mönnunum. En þetta mál- verk hefur „inspírerað“ mig til dæmis þegar ég gerði skólamynd mína í München. Sem gerist á Hellnum. Þá var ég að hugsa um þessa mynd Kjarvals.“ Kjarvalsmyndin sem brann Jón G. Friðjónsson prófessor hefur sent frá sér nýja, endurbætta og stóraukna útgáfu hins merka rits síns Mergur málsins, íslensk orða- tiltæki. „Sameiginlegt einkenni orðatiltækja,“ segir hann í for- mála, „er í fyrsta lagi að búningur þeirra er fastmótaður og þau eru notuð sem ein heild í málinu. Í öðru lagi svipar þeim að því leyti til ein- stakra orða að þau geta ekki staðið ein sér heldur krefjast þau sam- hengis“ og hann skiptir þeim í fimm flokka: „orðtök, talshætti, fastar líkingar, fleyg orð og sam- stæður“. Ritið er nú 1.133 blaðsíð- ur og ég bið menn að íhuga hvílíkr- ar elju og ástar á viðfangsefninu það krefst að ljúka slíku þrekvirki: að safna saman í eina bók þeim aragrúa orðatiltækja sem ein- kenna og prýða mál okkar, með öllum þeim dæmum sem tilgreind eru. Bókin er ómetanlegt hjálpar- gagn öllum sem vilja huga að orða- forða sínum og málfari. Þjóðin skuldar Jóni mikið þakklæti fyrir þetta einstæða verk. Þessi bók ætti að vera á hverju heimili í landinu. Afturbeygða fornafnið sig/sér/sín lætur lítið yfir og er því ekki fyr- irferðarmikið í málinu. En dapur- legt er að sjá það næstum hverfa og birtast svo óvænt þar sem það á ekki heima. Afturbeygða fornafn- ið vísar til þriðju persónu og er eins í öllum kynjum og báðum tölum. „Aðspurður um þá ákvörðun sína að koma nú inn í stjórnmálin sagði Jón, að honum fyndist þetta skylda sín.“ Hér á auðvitað að segja sér fyndist af því að hann vísar til sjálfs sín. Mbl. 12. júní. „Hörður sagði ... frá því að honum (sér) fyndist hann bráðum vera búinn að segja allt ...“ Mbl. 7. sept. „Þór- unn segir að henni (sér) lítist vel á ...“ Kvöldfréttir RÚV 14. sept. „Geir sagði einnig að honum (sér) hefði blöskrað ...“ Mbl. 22. okt. Hins vegar segir í fyrirsögn í Fréttablaðinu 21. sept: „Hann ætl- aði að drepa mig.“ En þar fyrir neðan stendur svo: Hann heldur að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. Sem þá merkir að hann hafi ætlað að svipta sig lífi en ekki að bana þeim sem segir frá. Merk- ingin snýst við. Önnur fyrirsögn í Fréttablað- inu 6. okt: Ungliðar heiðra Alfreð fyrir störf sín. Af hverju ætti að heiðra hann fyrir störf þeirra? Hér á auðvitað segja: fyrir störf hans. Hér eins og víðar þurfa blaða- menn að gæta sín á þessu yfirlæt- islausa fornafni. sagði fréttamaður ríkissjónvarps- ins á degi íslenskrar tungu. Fróð- legt þætti mér að sjá framan í þá sögn sem stýrir nefnifalli. Annað mál er það, að hlakka tekur með sér nefnifall: Ég hlakka til. Heiður Gestsdóttir sendir mér þessa fallegu braghendu sem ort var til ritfærra brúðhjóna: Baráttunnar besta vopn er beittur penni, bæði veit þið beita kunnið brýnt er nú að vel sé unnið. Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið ! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið . Dregið úr réttum svörum n.k. . - 99 kr. smsið Viltu eintak! Leystu Krossgátuna og sendu inn lausnarorðið!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.