Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 79
Tímabilið í NBA- körfuboltanum hefur byrjað lygi- lega vel fyrir Utah Jazz sem hefur unnið tólf leiki af þrettán í haust. Er það besta byrjun liðsins frá upphafi í deildinni og í fyrrinótt gerði liðið sér lítið fyrir og vann LA Lakers með 114 stigum gegn 108. Utah vann síðasta leikhlut- ann með tólf stigum og er það ekki í fyrsta skiptið sem liðið vinnur leiki sína á endasprettin- um. Kobe Bryant skoraði ekki nema tvö stig í fjórða leikhlutanum, þökk sé meðal annarra Andrei Kirilenko sem lék sinn fyrsta leik í gær eftir meiðsli sem voru búin að hrjá hann í síðustu fimm leikj- um á undan. Kirilenko varði fimm skot í leiknum en Bryant skoraði alls 27 stig. „Hér kom upp sú staða að Kiri- lenko skoraði aðeins fjögur stig í leiknum en var samt algjör lykil- maður í sigri liðsins,“ sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Carlos Boozer hélt áfram að sýna snilli sína og skoraði 31 stig og tók sextán fráköst. „Þeir keyrðu á okkur og settu okkur aðeins út af laginu. En við börðumst fyrir okkar hlut og tókum alla stjórn í leiknum,“ sagði Deron Williams sem skoraði ell- efu af sínum fimmtán stigum í fjórða leikhlutanum. Í síðustu þremur leikjum sínum hefur Utah þurft að ná upp sextán stiga forskoti andstæðingsins tví- vegis og 21 stigi einu sinni. Dallas og San Antonio eru tvö af sterkustu liðum deidarinnar og áttust við í fyrrinótt. Dallas gerði sér lítið fyrir og vann á útivelli, 95-92. Dirk Nowitzky fór sem fyrr fyrir Dallas-liðinu og skoraði 31 stig, þar af fjórtán í síðasta leik- hlutanum. Þá áttust Denver og Golden State við í ótrúlegum leik sem lauk með 140-129 sigri Denver. „Við getum aukið hraða okkar enn frekar,“ vildi þjálfari Denver þó meina þrátt fyrir flest skoruð stig liðsins í einum leik síðan 1991. Utah heldur áfram að fara á kostum í NBA El-Hadji Diouf, leikmað- ur Bolton, hefur viðurkennt að stunda leikaraskap en segist alls ekki vera sá eini. Hann segist bara vera snjall þegar hann lætur sig falla í vítateig andstæðinga til að reyna að fiska vítaspyrnu. „Stundum þarf ég að láta mig falla til að vinna víti. Þetta er bara hluti af fótboltanum. Snjöllustu knattspyrnumenn samtímans stunda þetta,“ sagði Diouf sem á klárlega ekki eftir að auka vinsældir sínar með þessum ummælum. Hann hefur verið að spila vel með Bolton en hefur þó nokkrum sinnum komist í fréttirnar fyrir hegðun sína. Viðurkennir leikaraskap Leonidas Sampanis hefur verið dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notað stera á Ólympíuleikun- um í Aþenu fyrir tveimur árum. Sampanis er grískur lyftingamað- ur sem vann bronsverðlaun á leikunum en þau voru síðan tekin af honum eftir að hann féll á lyfjaprófi og var dæmdur í keppnisbann. Sampanis hefur neitað allri sök og segir að einhver hafi látið sig taka stera án hans vitneskju. Þetta er mikið áfall fyrir grískt íþróttalíf en rétt fyrir Ólympíu- leikana voru spretthlaupararnir Kostas Kenteris og Katarina Thanou dæmd í bann eftir að hafa skrópað í lyfjaprófi. Þau eiga eftir að svara til saka fyrir framan dómstóla en þau dvöldu í fjóra daga á sjúkrahúsi um þetta leyti og sögðust hafa lent í mótorhjólaslysi. Dæmdur í háfs árs fangelsi Nemanja Vidic, varnar- maður Manchester United, er sá leikmaður sem hefur vakið hvað mesta athygli í enska boltanum á þessu tímabili. Þessi serbneski landsliðsmaður kom til United fyrir ári en gekk erfiðlega að fóta sig í ensku deildinni til að byrja með. Hann hefur spilað frábær- lega að undanförnu og segist vera farinn að aðlagast lífinu á Englandi. „Þetta var mjög erfitt í byrjun. Ég bjó á hóteli og gekk erfiðlega að aðlagast öðruvísi fótbolta og öðruvísi menningu í nýju landi. Ég var nokkurn veginn óþekktur en samt keyptur fyrir sjö milljónir punda. Stuðningsmenn voru efins og ég skynjaði það, Nú er allt komið á beinu brautina, ég hef keypt mér hús og enskan er orðin betri. Ég hef spilað vel en get spilað enn betur og er ákveðinn í að sýna það,“ sagði Vidic. Ég get spilað enn betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.