Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 83

Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 83
DHL-deild karla Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar Ítalska úrvalsdeildin Spænska úrvalsdeildin Belgíska úrvalsdeildin Hollenska úrvalsdeildin Þýska úrvalsdeildin „Ég átti ekki von á þessu. Það verður ekki tekið af Stjörnumönnum að þeir spiluðu vel á köflum í fyrri hálfleik en í hálfleik var ég sannfærður um að við myndum taka þetta,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari Fram, eftir að hans menn unnu ellefu marka sigur gegn Stjörn- unni á heimavelli sínum í gær. „Liðið er í mjög góðu ásigkomu- lagi og við náðum að nýta okkur það. Vörnin var góð og það sést á því að Stjarnan skoraði bara átta mörk í síðari hálfleik. Það vantar stórskyttur í þeirra lið og auðvitað hefur það áhrif en við erum að komast aftur í gang eftir þessa meistaradeild. Leikformið hefur skilað okkur fjórum sigrum í röð.“ Framarar náðu fljótt þægilegri forystu í leiknum í gær og voru með fjögurra marka forskot um tíma. Undir lok hálfleiksins náðu Stjörnumenn góðum leikkafla, skoruðu fjögur mörk í röð og jöfn- uðu 12-12. Síðasta markið fyrir hlé var þó eign Fram sem hafði því eins marks forskot 13-12 í hálf- leik. Allt leit út fyrir spennandi síðari hálfleik en sú varð ekki raunin. Framarar voru mun ákveðnari í sínum aðgerðum, keyrðu einfaldlega yfir gesti sína og unnu á endanum 31-19. Stjörnumenn voru augljóslega ekki sáttir við dómgæsluna en þeir fengu aðeins eitt vítakast í leiknum gegn þrettán vítum Fram- ara. Þá léku Stjörnumenn einum færri í samtals fjórtán mínútur en Framarar sex. Jóhann Gunnar Einarsson sýndi mikið öryggi á vítalínunni og skoraði hann níu af tíu mörkum sínum þaðan. Þá tók Einar Ingi Hrafnsson þrjú víti og skoraði úr þeim öllum. Stuðnings- menn Stjörnunnar fjölmenntu í Safamýrina en voru nær allir farn- ir þegar leiktíminn rann út. Leikmenn Stjörnunnar voru einfaldlega hugmyndalausir í seinni hálfleik og enginn þorði að taka á skarið. Á síðasta stundar- fjórðungi leiksins skoraði liðið aðeins tvö mörk en þau komu bæði undir lokin. „Það var margt sem við gerðum vitlaust en ég held að niðurstaðan sé bara sú að við séum ekki betra lið en þetta. Við settum markið hátt fyrir tímabilið en höfum verið að missa lykilmenn í meiðsli. Við höfum marga sterka og efnilega leikmenn en sem liðs- heild eigum við enn langt í land. Menn eru of ragir að mínu mati,“ sagði Konráð Olavsson, hinn reynslumikli leikmaður Stjörn- unnar. Þegar hann var spurður út í dómgæsluna vildi hann lítið segja. „Það þýðir ekkert að segja um þessi mál því það er enginn sem er að hlusta. Við töpuðum þessum leik sjálfir en ekki vegna dóm- gæslunnar. Það er samt greinilegt að ástandið í dómaramálum hér á landi er eins og það er vegna lélegrar stjórnunar í handboltan- um. Leikmenn hafa verið að kvarta undan einstökum dómurum í mörg ár en það er ekkert gert,“ sagði Konráð. Fram gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Stjörnuna 31-20 í DHL-deild karla í handbolta í gær. Fyrirfram var reiknað með spennandi leik en eftir jafnan fyrri hálfleik sáu gestirnir ekki til sólar í þeim síðari. Eiður Smári Guðjohnsen var enn á ný í lykilhlutverki hjá Spánarmeisturum Barcelona sem unnu í gær Villarreal á heimavelli, 4-0. Eiður fiskaði víti á 35. mínútu sem Ronaldinho skoraði úr og bætti svo sjálfur öðru marki við á 55. mínútu áður en hann var tek- inn af velli á 72. mínútu. Var þetta fimmta markið sem Eiður skoraði fyrir Börsunga í spænsku úrvalsdeildinni og það fyrsta með skalla. Hann var búinn að fá nokkur færi til að skora áður en að fyrsta markinu kom en þar fyrir utan átti hann skínandi góðan leik. Frank Rijkaard teflir greini- lega ekki á tvær hættur og skiptir Eiði út af þegar honum finnst sig- urinn ekki lengur í hættu. Skömmu áður en honum var skipt út skoraði Andres Iniesta þriðja mark Börsunga en hann gaf sendinguna á Eið Smára í öðru marki leiksins. Greinilegt er að þeir tveir ná einkar vel saman inni á vellinum. Ronaldinho skoraði svo fjórða mark leiksins og annað mark sitt í leiknum á 88. mínútu. Markið var stórglæsilegt svo ekki sé minna sagt. Xavi gaf háa sendingu inn á kappann sem tók boltann á kass- ann og skoraði svo með bakfalls- spyrnu án þess að boltinn snerti nokkru sinni jörðina. Sannarlega glæsilegur endir á leik þar sem Börsungar sýndu ótvíræða yfirburði. Eiður Smári skoraði og fiskaði víti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.