Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 86

Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 86
Er vandræðalega ómannglögg „Ég hef fengið mjög jákvæð við- brögð. Síðast í gær þegar lítil frænka mín var að kenna mér að rista brauð án þess að brenna mig. Hún gerði engan greinarmun á mér og Geimálfinum,“ segir Árni Salómonsson sem vakið hefur athygli í sjónvarpsþáttunum Geim- álfinum frá Varslys í Ríkissjón- varpinu á sunnudögum. Geimálfurinn byrjaði sem lífs- leikninámskeið um slysavarnir fyrir 4.-6. bekk grunnskóla sem hefur nú verið gert að sjónvarps- þáttum. Árni segir að hann og höf- undurinn, Unnur María Sólmund- ardóttir, séu vinir og þannig hafi hann dregist inn í verkefnið. „Þetta var lokaverkefnið hennar í Kenn- araháskólanum. Ég er ekkert voða- lega hrifinn af því að leika álf en slysaðist til að vera með. Svo fékk hún verðlaun fyrir þetta og Slysa- varnarfélagið Landsbjörg vildi kaupa verkefnið. Ég fylgdi bara með,“ segir hann og hlær. Árni segir að slysatíðni barna á Íslandi sé sú hæsta á Norðurlönd- unum og með því hæsta sem gerist í Evrópu. Það megi eflaust skýra að einhverju leyti með því að börn hér séu frjálsari en annars staðar. Þess vegna sé nauðsynlegt að fræða börnin um hættur sem kunna að verða á vegi þeirra. „Boð- skapurinn í Geimálfinum gerði það að verkum að ég ákvað að vera með,“ segir Árni. Síðasta vetur fór Árni í heim- sókn í flesta grunnskóla landsins. Hann segir það hafa verið dásamlega reynslu. „Krakkarnir tóku mjög vel á móti Geimálfin- um,“ segir hann en Geimálfurinn hefur ekki haft sig mikið í frammi eftir að tökum á þáttunum lauk. Árni útilokar ekki að Geimálfur- inn dúkki upp aftur síðar, en í millitíðinni hefur hann sjálfur nóg að gera. Árni starfar á skrifstofu Sjálfs- bjargar og er trúlofaður. Hann er margreyndur leikari, hefur komið fram víða á 15 ára ferli og til að mynda leikið í tíu leikritum hjá Halaleikhópnum, sem er leikhóp- ur fatlaðra og ófatlaðra. Á föstu- dag lék Árni svo í síðastu sýningu á Þjóðarsálinni sem Einleikhúsið setti upp í Reiðhöll Gusts. Hann segir að þó að honum þyki afar vænt um leiklistina eigi hann síður von á því að mikið framhald verði á leikferlinum. „Maður á náttúru- lega aldrei að segja aldrei, en ég býst ekki við því að ég láti meira til mín taka en með Halaleikhópn- um. Það er skemmtilegt og opið samfélag sem erfitt er að slíta sig frá.“ Íþróttadeild RÚV fékk nýverið liðsauka í Lovísu Árnadóttur, en slíkir vinnustaðir hafa löngum þótt vera vígi karlkynsins. Lovísa segir það þó ágætt að vera stelpa á íþróttadeild. „Þá lækkar testoster- ónið hérna eitthvað að minnsta kosti. Það getur alveg verið þörf á því,“ sagði hún og hló. „Það er bara skemmilegt að vera í svona umhverfi með fullt af strákum. Það er oft aðeins öðruvísi húmor í gangi. Ég kann þessu mjög vel,” sagði hún. Lovísa er ekki ókunnug í Efsta- leitinu, því hún hefur unnið í hús- inu með hléum frá árinu 2000. „Ég var skrifta á fréttastofu Sjón- varpsins og hef tekið að mér afleysingastörf á hinum ýmsu deildum,“ sagði Lovísa, sem kveðst ekki hafa stundað íþróttir af miklum krafti sjálf. „Ég hef samt áhuga á mörgum íþrótta- greinum. Mismikinn þó,“ bætti hún við. „Uppáhaldið er nú ekki frumlegra en fótbolti. Svo hef ég gaman af að horfa á svona „stelpu- íþróttir“ eins og skautadans og samkvæmisdansa,“ sagði hún. „Það er aldrei að vita hvort ég reyni ekki að troða einhverju svo- leiðis að án þess þó að gera á hlut hinna, svo ég verði nú ekki alveg hrikalega óvinsæl,“ bætti hún við. Kann vel við strákahúmorinn ...fær Sverrir Þór Sverrisson fyrir að vekja athygli Íslend- inga á atkvæðamiklu starfi Unicef í Afríku. „Tataki“ kengúrusalat með mirinsoðnum nashi-perum og chili-sinnepsvinegrettu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.