Fréttablaðið - 26.11.2006, Síða 86

Fréttablaðið - 26.11.2006, Síða 86
Er vandræðalega ómannglögg „Ég hef fengið mjög jákvæð við- brögð. Síðast í gær þegar lítil frænka mín var að kenna mér að rista brauð án þess að brenna mig. Hún gerði engan greinarmun á mér og Geimálfinum,“ segir Árni Salómonsson sem vakið hefur athygli í sjónvarpsþáttunum Geim- álfinum frá Varslys í Ríkissjón- varpinu á sunnudögum. Geimálfurinn byrjaði sem lífs- leikninámskeið um slysavarnir fyrir 4.-6. bekk grunnskóla sem hefur nú verið gert að sjónvarps- þáttum. Árni segir að hann og höf- undurinn, Unnur María Sólmund- ardóttir, séu vinir og þannig hafi hann dregist inn í verkefnið. „Þetta var lokaverkefnið hennar í Kenn- araháskólanum. Ég er ekkert voða- lega hrifinn af því að leika álf en slysaðist til að vera með. Svo fékk hún verðlaun fyrir þetta og Slysa- varnarfélagið Landsbjörg vildi kaupa verkefnið. Ég fylgdi bara með,“ segir hann og hlær. Árni segir að slysatíðni barna á Íslandi sé sú hæsta á Norðurlönd- unum og með því hæsta sem gerist í Evrópu. Það megi eflaust skýra að einhverju leyti með því að börn hér séu frjálsari en annars staðar. Þess vegna sé nauðsynlegt að fræða börnin um hættur sem kunna að verða á vegi þeirra. „Boð- skapurinn í Geimálfinum gerði það að verkum að ég ákvað að vera með,“ segir Árni. Síðasta vetur fór Árni í heim- sókn í flesta grunnskóla landsins. Hann segir það hafa verið dásamlega reynslu. „Krakkarnir tóku mjög vel á móti Geimálfin- um,“ segir hann en Geimálfurinn hefur ekki haft sig mikið í frammi eftir að tökum á þáttunum lauk. Árni útilokar ekki að Geimálfur- inn dúkki upp aftur síðar, en í millitíðinni hefur hann sjálfur nóg að gera. Árni starfar á skrifstofu Sjálfs- bjargar og er trúlofaður. Hann er margreyndur leikari, hefur komið fram víða á 15 ára ferli og til að mynda leikið í tíu leikritum hjá Halaleikhópnum, sem er leikhóp- ur fatlaðra og ófatlaðra. Á föstu- dag lék Árni svo í síðastu sýningu á Þjóðarsálinni sem Einleikhúsið setti upp í Reiðhöll Gusts. Hann segir að þó að honum þyki afar vænt um leiklistina eigi hann síður von á því að mikið framhald verði á leikferlinum. „Maður á náttúru- lega aldrei að segja aldrei, en ég býst ekki við því að ég láti meira til mín taka en með Halaleikhópn- um. Það er skemmtilegt og opið samfélag sem erfitt er að slíta sig frá.“ Íþróttadeild RÚV fékk nýverið liðsauka í Lovísu Árnadóttur, en slíkir vinnustaðir hafa löngum þótt vera vígi karlkynsins. Lovísa segir það þó ágætt að vera stelpa á íþróttadeild. „Þá lækkar testoster- ónið hérna eitthvað að minnsta kosti. Það getur alveg verið þörf á því,“ sagði hún og hló. „Það er bara skemmilegt að vera í svona umhverfi með fullt af strákum. Það er oft aðeins öðruvísi húmor í gangi. Ég kann þessu mjög vel,” sagði hún. Lovísa er ekki ókunnug í Efsta- leitinu, því hún hefur unnið í hús- inu með hléum frá árinu 2000. „Ég var skrifta á fréttastofu Sjón- varpsins og hef tekið að mér afleysingastörf á hinum ýmsu deildum,“ sagði Lovísa, sem kveðst ekki hafa stundað íþróttir af miklum krafti sjálf. „Ég hef samt áhuga á mörgum íþrótta- greinum. Mismikinn þó,“ bætti hún við. „Uppáhaldið er nú ekki frumlegra en fótbolti. Svo hef ég gaman af að horfa á svona „stelpu- íþróttir“ eins og skautadans og samkvæmisdansa,“ sagði hún. „Það er aldrei að vita hvort ég reyni ekki að troða einhverju svo- leiðis að án þess þó að gera á hlut hinna, svo ég verði nú ekki alveg hrikalega óvinsæl,“ bætti hún við. Kann vel við strákahúmorinn ...fær Sverrir Þór Sverrisson fyrir að vekja athygli Íslend- inga á atkvæðamiklu starfi Unicef í Afríku. „Tataki“ kengúrusalat með mirinsoðnum nashi-perum og chili-sinnepsvinegrettu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.