Fréttablaðið - 26.11.2006, Side 88

Fréttablaðið - 26.11.2006, Side 88
Íslenskan er yndislega gegnsætt mál. Við búum í lýðveldi af því að lýðurinn hefur völdin. Hér er lýð- ræði af því að lýðurinn ræður. Að vísu hefur lýðurinn svo margt annað að gera að hann hefur komið sér upp fulltrúalýðræði þar sem lýðurinn velur fulltrúa til að ráða fyrir sig. Þetta væri hreint fyrirtak ef fyrirkomulagið á því hvernig lýð- urinn velur fulltrúana væri ekki svona ólýðræðislegt. flokkanna hafa nefni- lega komið sér upp prófkjörum. Þar raðar lítið brot af væntanlegum kjósendum flokksins upp listanum sem boðinn verður fram. Þannig getur tiltölulega fámennur hópur með samanteknum ráðum komið fullkomlega óhæfum frambjóð- anda, jafnvel forhertum glæpa- manni, í eitt efstu sætanna þvert á vilja alls meirihluta kjósenda. taka síðan þátt í því að kippa lýðræðinu úr sambandi á þennan hátt með því að hamra stögugt á því að þessi eða hinn sé í „öruggu“ sæti. Í lýðræði sem stend- ur undir nafni, en er ekki skrípa- mynd af hugtakinu, á enginn að vera „öruggur“ um eitt einasta atkvæði fyrr en það hefur verið greitt honum. Ef þjófóttur mútu- þegi kemst á þing má það ekki vera af því að nokkrir siðblindingjar sem meta dugnað meira en heiðarleika komu honum í „öruggt“ sæti í próf- kjöri. Það á að vera af því að kjós- endur í flokksins í kjördæminu völdu hann sem fulltrúa sinn. hafa einfaldlega gengið sér gjörsamlega til húðar. Það vekur manni beinlínis ugg að vongóð þingmannsefni skuli jafn- vel kosta jafnmiklu til að komast á þing og þau geta vænst að fá í kaup á kjörtímabilinu. Annað hvort er það alveg himinhrópandi augljós- lega vondur bisnes eða eitthvað er í gangi sem maður veit ekki um en ætti að vera á allra vitorði í lýðræð- isþjóðfélagi. er löngu orðið tímabært að leggja prófkjör og forvöl niður og sameina þau kosningum. Það er ekki mikið mál og auðvelt í framkvæmd að kjósendur númeri, segjum tíu manns frá einum og upp í tíu, um leið og þeir kjósa flokkinn sem þeir bjóða sig fram fyrir. Þannig ráða þeir sem sannarlega kjósa hvern flokk hverjir fulltrúar hans eru en ekki fáeinir einstaklingar sem stjórnast kunna af annarlegum forsendum. verður eitthvað í þess- um kosningum og aðdraganda þeirra til þess að lýðræðinu verði stungið í samband aftur. Að kippa lýðræð- inu úr sambandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.