Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 54
6 „Ég held fast í þá hefð að halda upp á jólin hjá móður minni, Þóru Steinunni Gísladóttur, þótt ég hafi búið í London í heil tíu ár eða frá því að ég fór út í nám,“ segir Björg, sem lagði stund á óperu- og ljóða- söng við Royal Northern College of Music í Manchester og síðan hjá dr. Iris Dell’Acqua í London. Móðir Bjargar býr á fallegu prestssetri á Akureyri, en maður hennar gegndi þar prestakalli í ein þrettán ár áður en hann féll frá árið 1995. Húsfreyjan heldur nú ein heimili en um hver jól safnast stór- fjölskyldan saman hjá henni til að halda þau hátíðleg, Björg, systkini hennar þrjú, makar og systkina- börn. „Við reynum að halda fast í ákveðnar hefðir,“ heldur Björg áfram. „Höfum til að mynda skýrar reglur um hvernig jólaundirbún- ingurinn skuli vera. Laufabrauðs- gerðin er ein sú allra mikilvægasta, en stórfölskyldan hittist yfirleitt við hana. Við leggjum töluvert upp úr útskurðinum, sérstakri gerð stjarna sem amma kenndi okkur að hand- skera og segja má að séu orðnar að einkennismerki laufabrauðsins okkar. Á aðventunni er einnig fastur liður að gera heimagerðar jóla- skreytingar og smákökur. Allir eiga sína uppáhalds tegund, til að mynda sörur, og er nýrri tegund líka bætt við um hver jól. Fjöl- skyldan bíður síðan eftirvænting- arfull eftir jólagrautnum hennar mömmu með heimalöguðu kara- mellusósunni. Sýður hún alltaf tvo-þrjá potta á Þorláksmessu til að eiga bæði á aðfangadagskvöld og í jólaboðinu fyrir stórfjölskylduna á jóladag. Upphefst þá barátta um að fá möndluna, sem sett er út í, þar sem vegleg verðlaun eru í boði.“ Björg segist hlakka til að geta átt rólegar stundir í faðmi fjöl- skyldunnar þegar önnum ljúki. „Jólaundirbúningurinn fyrir þessi jól var óvenju annasamur, þar sem ég sendi nýverið frá mér diskinn Himnarnir opnast - jólaperlur. Við fjölskyldan ætlum því að að ein- blína á rólegheit, fara í messu eins og við höfum fyrir venju og njóta samverunnar.“ JÓLAGRAUTUR OG KARAMELLU- SÓSA MÓÐUR BJARGAR: Hrísgrjón eru lögð í vatnsbleyti í sex til átta tíma. Vatn rétt látið fljóta yfir grjónin. Síðan er grautur soðinn á venjulegan hátt með rúsínum, bragðbættur með salti og sykri eftir smekk. Soðið með léttmjólk á lágum hita. Mjólkinni bætt smám saman út í og hrært vel í af og til. Grauturinn er soðinn þar til hann tekur í sig lit af rúsínum og hrísgrjónin orðin sprungin og mjúk. Getur tekið allt að tvo til þrjá tíma. Grauturinn er síðan kældur, hrærður vel upp. Þeyttum rjóma og möndlum þvínæst bætt út í. Settur í kæli í að minnsta kosti tvær klukkustundir og borinn fram með kaldri karamellusósu. KARAMELLUSÓSA 125 g sykur 2½ dl vatn 1¼ dl þeyttur rjómi Sykurinn bræddur á pönnu þar til hann verður ljósbrúnn. Sjóðandi vatni bætt út í. Látið sjóða vel saman en passið að það brenni ekki. Kælt í skál. Rjóma bætt út í og hrært vel. roald@frettabladid.is Kemur heim um hver jól Björg Þórhallsdóttir söngkona ferðast hver jól frá London til fjölskyldunnar á Akureyri. Fjölskyldan er fastheldin á ýmsar hefðir eins og laufabrauðsgerð. LAUFABRAUÐIÐ HENNAR ÖMMU Hérna er gömul uppskrift að laufabrauði frá ömmu Bjargar, Björgu Steindórsdóttur, sem hefur verið notuð í fjölskyldunni frá því að hún var ung. 1,5 kg hveiti 150 g smjörlíki 3 tsk. ger 3 msk. sykur 1 tsk. salt (rúmlega) 3 pelar mjólk (7,5 dl mjólk) Mjólk og smjörlíki er hitað saman að suðu. Hnoðað saman við þurrefnin. Þegar deigið er mátulega hnoðað er það rúllað upp í pylsu og vafið inn í viskastykki. Skorið í litla bita sem eru flattir út. Best er að kakan sé svo þunn að það sjáist í borðið í gegnum hana. Skorið út og kakan „pikkuð“. Snöggsteikt á báðum hliðum upp úr djúpsteiking- arfeiti. Mikilvægt að láta fituna renna vel af kökunni eftir steikingu, slétta vel úr henni og þerra með eldhúspappír. { jólahald }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.