Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 65
H A U S MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Ú T T E K T Þótt Seðlabankanum kunni að hafa fatast aðeins flugið fyrir ári telja sérfræðingar samt að honum hafi tekist að sýna á ný fram á að hann ætli sér að standa undir hlutverki sínu og hafi unnið trú markaðarins á ný. Þar kann líka að hafa hjálpað til að á þessu ári voru gerðar breytingar á skipulagi ákvarðanatöku bankans hvað stýrivexti varðar. Formlegum vaxtaákvörðunardögum var fjölgað úr fjór- um í sex og jafnframt áréttað að bankinn kynni að grípa til viðeigandi ráðstafana þar fyrir utan ef þurfa þætti. Á morgun er til dæmis annar aukavaxtaákvörðunardagurinn á þessu ári. HÆKKA STÝRIVEXTIR? Til marks um óvissu í efnahagsmálum er að greiningardeildir stóru viðskiptabankanna eru ekki á einu máli um hvaða leið Seðlabankinn kemur til með að fara í stýrivaxtaákvörðun sinni á morgun. Landsbankinn telur líklegast að stýrivextir verði óbreyttir, Glitnir er á sama máli en vill þó ekki útiloka 25 punkta hækkun, en greiningardeild Kaupþings segir ekki þær breytingar hafa átt sér stað í þróun efnahagsmála að réttlæti að Seðlabankinn bregði út af yfirlýstri stefnu og spáir 25 til 50 punkta hækkun stýrivaxtanna. Landsbankinn segir ýmis merki um viðsnún- ing í efnahagslífinu, minni þenslu og þar með minnkandi verðbólguþrýsting. Þannig hafi dregið úr vexti útlána og húsnæðisverð hætt að hækka, auk þess sem undanfarnar verð- bólgumælingar hafi verið lágar. Þá sýni tölur um hagvöxt, einkaneyslu og fjárfestingar á þriðja ársfjórðungi mun minni vöxt en áður. Á móti bendir bankinn svo á að veiking krónunn- ar 5,6 prósent frá síðustu spá Seðlabankans auki að öðru óbreyttu verðbólguþrýsting og að kosningaloforð séu í algleymingi. Greiningardeild Kaupþings bendir á að oft hafi verið rætt um hve skjótt íslenskt hagkerfi sé í förum á milli uppsveiflu og niðursveiflu. „Og nýjustu tölur um hagvöxt á þriðja ársfjórðungi frá Hagstofu Íslands virðast bera þess vitni. Landsframleiðsla Íslands óx aðeins 0,8 prósent og að mati Greiningardeildar verður heildarhagvöxtur á þessu ári um þrjú prósent. Þetta er mun minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir,“ bendir Kaupþing á í nýrri greiningu og rifjar upp að þar á bæ hafði verði spáð um 4,7 prósenta hagvexti í ár, fjármálaráðuneytið hafi spáð 4,2 prósenta vexti og Seðlabankinn 4,0 prósenta vexti. „Svo virðist sem hagsveiflan hafi nú þegar náð hámarki og farið sé að draga saman í efnahagslífinu, en hagvöxtur hefur ekki mælst minni í þrjú ár. Nýjustu verðbólgutölur fyrir desember benda einnig til þess að veru- lega hafi dregið úr verðbólguþrýstingi,“ segir bankinn og telur að í þjóðhagsreikningnum séu farin að sjást áhrif hárra vaxta, mettunar í einkaneyslu og loka stóriðjuframkvæmda. „Hins vegar er vert að hafa í huga að þessar tölur sýna ekki nýja stefnu í þjóðarútgjöldum þar sem ljóst er að hagsveiflan náði hámarki á fyrri hluta þessa árs. Allir spáaðilar hafa til að mynda gert ráð fyrir því að einkaneysla dragist saman á næsta ári. Spurningin er aðeins hve hratt aðlögunin gengur eftir.“ Greiningardeildin telur aðhaldið sem er í stýrivöxtum nú nægilegt til þess að verðbólga verði komin að markmiði Seðlabankans á næst ári, en í Peningamálum Seðlabankans sem út komu í nóvember er hins vegar gert ráð fyrir að verðbólga verði enn yfir mörkum árið 2008 og talað um að frekara vaxtaaðhalds sé lík- lega þörf. „Samt sem áður brást Seðlabankinn ekki við með vaxtahækkun þá,“ segir grein- ingardeildin og vísar til þess að í staðinn hafi Seðlabankinn ákveðið aukavaxtaákvörðunar- fundinn á morgun „með því fororði að þær nýju upplýsingar sem myndu koma fram í millitíðinni mynduðu öruggari flöt“ fyrir stýrivaxtaákvörðun bankans. Kaupþing segir raunina vera þá að upplýsingar hafi vísað í báðar áttir. Tölur um viðskiptahalla bendi í átt að auknu ójafnvægi og ný fjárlög hljóti að leiða til verri verðbólguhorfa um leið og áhrif matarskattslækkunarinnar í mars fjari út. Í öfuga átt bendi svo síðasta verðbólgumæling og og hagvaxtartölur. SVIGRÚM TIL LÆKKANA Á NÆSTA ÁRI Greiningardeild Kaupþings telur því að verulega óvissa hafi myndast um ákvörðun Seðlabankans sem nú hafi fengið röksemd- ir til að halda stýrivöxtum óbreyttum eða hækka. „Raunar er töluverð óvissa um efna- hagsþróun ársins 2007. Ljóst er að kaupmáttur launafólks mun hækka verulega á fyrri hluta næsta árs vegna umtalsverðra skattalækk- ana, launahækkana og lækkunar verðbólgu. Spurningin snýst í raun um það hvað íslensk- ur almenningur mun gera við þennan aukna kaupmátt. Ef honum er öllum varið í neyslu er nægilegt fóður fyrir áframhaldandi þenslu og viðskiptahalla,“ segir greiningardeildin og bendir á að einkaneysla hér sé um 65 pró- sent af landsframleiðslu og sé jafnframt sú breytilegasta eða óstöðugasta af öllum lönd- um OECD. „Tekið saman fær Greiningardeild ekki séð að spá Seðlabankans frá síðustu Peningamálum hafa hnikast mikið til og telur því meiri líkur en ella að bankinn hækki vexti og þá má búast við að hækkun á bilinu 25 til 50 punktar verði fyrir valinu. Ennfremur er ljóst að hvort sem Seðlabankinn bætir einni stýrivaxtahækkun við eður ei virðist allt benda til þess að bankinn muni viðhalda mjög sterku peningalegu aðhaldi á næsta ári til þess að halda mögulegum þenslueldum í skefjum.“ Greiningardeild Glitnis segir hins vegar mestar líkur á óbreyttum stýrivöxtum þótt einnig komi til greina 25 punkta hækkun. „Við teljum hið fyrrnefnda þó líklegra, það er að bankinn haldi vöxtum sínum óbreytt- um. Í byrjun nóvember sagði bankinn að verðbólguhorfur hefðu batnað verulega en áfram væri þörf á ströngu aðhaldi. Greining bankans benti til þess að enn væri ástæða til að auka aðhaldið í peningamálum en það var þó ekki gert. Ákveðið var að fresta vaxtahækkun um sinn og var bætt við vaxta- ákvörðunardegi,“ segir bankinn og bendir á að vaxtaákvörðunin á morgun verði byggð á sömu greiningu og birt var í byrjun nóvem- ber og þeim viðbótarupplýsingum sem nú séu tiltækar. „Vaxtahaukarnir í Seðlabankanum mæla ef til vill áfram með frekari vaxta- hækkun en við teljum líklegast að banka- stjórnin kjósi að halda vöxtum óbreyttum. Líklegt er að þeir vísi til þess að hagvöxtur dregst verulega saman um þessar mundir og verðbólgan hjaðnar. Ekki er heldur hægt að horfa framhjá því að verðbólguvæntingar hafa dregist umtalsvert saman þótt það sé afleiðing einskiptis handstýrðra aðgerða,“ segir bankinn og vísar þar til fyrirhugaðra matarskattslækkana í mars komandi. Þá segir Glitnir mikla spennu á vinnumark- aði og launaskrið sýna áfram mikla undir- liggjandi spennu í hagkerfinu og því muni Seðlabankinn fara með gát og því sé enn bið í vaxtalækkun þótt hún kunni að koma til á fyrri hluta ársins. „Verðbólgan mun stefna hratt að verðbólgumarkmiði bankans. Kemur þar til viðbótar við hina almennu efnahags- þróun handaflsaðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka matvöruverð. Segja má að það skapi ákveðið svigrúm fyrir Seðlabankann til að lækka vexti sína. Óumdeilt er að lækkun mat- arskatts er þensluhvetjandi aðgerð, en bein áhrif á mælda verðbólgu eru hins vegar að öllum líkindum meiri en óbein áhrif hennar á mælda verbólgu vegna aukinnar þenslu.“ i stýrivaxta eimur tímum um síðar gerir banka- efur frá vordögum 2004. Þá höfðu róðir segja sumir hverjir að bankan- „Skynsamlegra hefði verið að geyma þær til loka hagsveiflunnar.“ 16 14 12 10 8 6 4 2 0 ap r.0 4 m aí .0 4 jú n. 04 jú l.0 4 ág ú. 04 se p. 04 ok t.0 4 nó v. 04 de s. 04 ja n. 05 fe b. 05 m ar .0 5 ap r.0 5 m aí .0 5 jú n. 05 jú l.0 5 ág ú. 05 se p. 05 ok t.0 5 nó v. 05 de s. 05 ja n. 06 fe b. 06 m ar .0 6 ap r.0 6 m aí .0 6 jú n. 06 jú l.0 6 ág ú. 06 se p. 06 ok t.0 6 nó v. 06 de s. 06 V E R Ð B Ó L G A O G S T Ý R I V E X T I R F R Á Þ V Í Í A P R Í L 2 0 0 4 T I L D A G S I N S Í D A G − − − 12 mánaða verðbólga − − − Stýrivextir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.