Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 85
[Hlutabréf] Stork í Hollandi hefur upplýst að 16,5 milljónir evra hafi kostað að gera fyrr á árinu skýrslu þar sem vegnir voru og metnir kostir fyrir- tækisins gagnvart yfirtöku og brotthvarfi af markaði. Upphæðin jafngildir tæplega 1,5 milljörðum króna. Fyrirtækið hélt stefnu sinni og hefur síðan lent í deilu við stærstu hluthafa sína, bandarísku fjárfest- ingasjóðina Centaurus og Paulson, Hollenska viðskiptaritið NRC Handelsblad fjallaði á mánudag um kostnaðinn við skýrslugerðina, en hann er talinn óheyrilegur. Hingað til hefur leynt hvílt yfir sundurliðun, en leiddar að því líkur að stór hluti kostnaðarins hafi verið til bankamanna vegna ráð- gjafar „við að verja“ félagið. Deilt á skýrslu- kostnað Stork Morgan Stanley, annað stærsta verðbréfafyrirtæki heims, skilaði 26 prósenta meiri hagnaði á fjórða ársfjórðungi reikningsársins, sem lauk í lok nóvember, samanborið við sama tíma í fyrra. Hagnaður fjórðungsins nam yfir 120 milljörðum króna. Auknar tekjur af hlutabréfa- og skuldabréfaumsýslu og þóknunar- tekjur frá fjárfestingabankastarf- semi vegna fyrirtækjasamruna og nýskráninga skýra meiri hagnað. Hlutabréf í Morgan Stanley hækkuðu um þrjú prósent eftir tíðindin og hefur gengi félagsins hækkað um 46 prósent það sem af er ári. Góðæri hjá Morgan Stanley Eitt stærsta fjarskipta- og upplýsinga- tæknifyrirtæki heims, BT Group, fyrr- um British Telecom, hefur áhuga á að byggja hundrað þúsund fermetra gagnamiðstöð á Íslandi. Hefur félagið falið Data Íslandia að gera hagkvæmn- isathugun á því að reka slíka gagnamið- stöð hér og er stefnt að því að niðurstöð- urnar liggi fyrir innan nokkurra vikna. Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Íslandia, segist bjartsýnn á að BT Group velji Ísland. Ef af verður gætu allt að því tvö hundruð ný störf skapast, auk þess sem ný þjónustu- og stoðfyrirtæki verði til. Áhrifin myndu að hans sögn ekki einungis ná til höfuðborgarsvæðis- ins. „Þegar gagnamiðstöð af þessari stærðargráðu er byggð þarf alltaf vara- gagnamiðstöð í ákveðinni fjarlægð frá hinni. Sú miðstöð yrði byggð á lands- byggðinni.“ Ákvörðun um hvar á landinu það yrði hefur ekki verið tekin. Squire segir að auk stöðugs atvinnuumhverf- is og mikillar reynslu í vistun rafrænna gagna, sé hreinleiki íslensku orkunnar það sem helst dragi BT Group að Íslandi. „Krafan um nýtingu hreinn- ar orku og mikil gagnavistunarþörf fer sívaxandi í Evrópu. Það opnar mikla möguleika fyrir Ísland.“ Data Íslandia leiðir verkefnið og mun veita BT Group alhliða þjónustu við langtímagagnavistsun og stýringu rafrænna gagna. Verkefnið er unnið í samvinnu við Farice og íslensk orku- og gagnavistunarfyrirtæki. Áhugi á gagnamiðstöð Bandaríski hugbúnaðarrisinn Mic- rosoft tilkynnti í gær að sátt hefði náðst við fjölföldunarfyrirtækið MPO Group vegna ólöglegrar fjöl- földunar á hugbúnaði frá Micro- soft. Rannsókn málsins hefur stað- ið yfir í nokkur ár. Sáttin felst meðal annars í því að MPO Group, sem hefur höfuð- stöðvar í Frakklandi en með starf- semi á Írlandi og í Taílandi, gengst við því að fjölfalda tugi þúsunda ólöglegra útgáfa af Microsoft Exchange og SQL Server hugbún- aðardiskum samkvæmt fölsuðum leyfissamningi og greiðir Micro- soft margar milljónir Bandaríkja- dala vegna málsins. Sátt í fölsunar- máli Microsoft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.