Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 102

Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 102
... að gamaldags jólaepli standa enn fyrir sínu, þó að börnin í dag fái ýmislegt sætara en svo. Það er gott að geta gripið til þeirra yfir hátíðarnar þegar magann lengir eftir öðru en sætindum og svo eru þau líka svo undurfallega rauð. Á alltaf til Homeblest í eldhússkápnum Í Perlunni leynist lítil sælkera- verslun með dýrindis kræsing- um. Stefán Sigurðsson sagði verslunina státa af breiðum vöru- hópi. „Við erum með sultur og dijon-sinnep, rækjur frá Malasíu og Taílandi, dádýr og nautalundir. Svo erum við með reyktan lax og mjög mikið af innfluttum frosn- um sveppum, bæði villisveppum og kantarellusveppum,“ sagði hann. Verslunin hefur verið starf- rækt í ein þrjú ár og var komið á laggirnar í gegnum veitingastað- inn. „Þetta eru allt vörur sem við erum með umboð fyrir,“ sagði Stefán. „Við vorum með gesta- kokk frá Bourgogne á veitinga- staðnum. Þegar hann sá dijon- sinnepið sem við vorum að nota sagði hann bara að það væri ekki alvöru, og kom okkur í samband við einn besta sinnepsframleið- andann í Bourgogne. Þannig hafa þessi sambönd komið til,“ sagði Stefán, en í hillunum má einnig finna sultur frá Thursday Cottage, sem er einn af þremur bestu sultuframleiðendum í Bretlandi og brauðtertubrauð frá Ítalíu. Sveppirnir hafa verið afar vinsælir hjá sveppaunnendum, og sagði Stefán þá nánast ómiss- andi í jólamatseldina. Enginn starfsmaður er í búðinni, en það á þó að vera vandalaust að fá ráð- leggingar varðandi vöruna. „Það er fullt hús af kokkum hérna ef fólk vill spyrjast fyrir,“ sagði Stefán og hló. Perlan er samastaður sælkera Í desembermánuði gera vínáhugamenn alla jafna sérstaklega vel við sig og kaupa dýrari vín en aðra mánuði ársins. Framboðið af vandaðri vínum er meira á þessum árstíma en alla jafna og sérvara ratar inn sem annars er ekki á boðstólum. Vert er að vekja sérstaka athygli á því að oftast er lítil álagning á vörum í gjafaumbúðum, glösum sem fylgja með flöskum o.s.frv. Erlendis ratar svona varningur yfirleitt í sérvöruverslanir en hér verður ekki komist lengra en í hillur einkasölunnar og þar eru litlir möguleikar á að breiða úr sér og merkja vöruna með gassagangi. Því líta innflytjendur á gjafaumbúðirnar og fylgihlutina sem einn af örfáum möguleikum til kynningar og það endurspeglast í lágu verði sem kemur neytendum til góða. Þrátt fyrir há áfengisgjöld á Íslandi eru ekki öll vín dýr hérlendis. Um leið og komið er í milliverðflokk, um 1.500 kr., eru vín hérlendis á sambæri- legu verði og erlendis. Ég þreytist ekki á því að vísa vínáhugafólki í þennan verðflokk og minni á það að allt að fimmfaldur munur er á framleiðsluverði víns sem kostar 1.000 kr. og víns sem kostar 1.500 kr. Ofurskattar og gjöld skekkja myndina svo hroðalega í vínbúðum ríkisins. Flestar spurningar um vín sem ég fæ í desember snúast um hvaða vín eigi að drekka með jólamatnum. Oftast á fólk þá við íslenskan hátíðarmat á borð við hangikjöt, rjúpu og hamborgarhrygg. Í vínbúðunum liggja frammi ágætis upplýsingar um hvaða vín geta gengið með slíkum mat. Ég hef áður í pistlum mínum viðrað efasemdir mínar um það hversu vel vín eiga við slíkan mat og endurtek þær hér. Malt og appelsín með hangikjötinu, portvín með rjúpunni og belgískur munkabjór með hamborgarhryggnum eru bestu samsetningar sem ég get mælt með. Um veglegan hátíðarmat af öðrum toga gilda hefðbundnar leikreglur um samsetningu víns og matar. Ítölsku vínin sem ég fjalla um hér á síðunni ganga með flestum mat og eru einnig góð eins og sér. Ég mun fjalla um fleiri ítölsk vín í næstu viku. Hátíðlegt í gjafaumbúðum Þegar mikið er lagt í mat- reiðsluna má ekkert klikka og fæstir eru tilbúnir að taka mikla sénsa og kaupa vín sem þeir þekkja ekki. Aðrir eru opnir fyrir nýj- ungum eða velja trausta framleiðendur eða vín í kunnuglegum stíl. Um- fjöllun Fréttablaðsins um hátíðarvín þetta árið er þematengd og lítum við til Ítalíu af nokkrum ástæðum. Ítölsk vín mjög eiga vel við fjöl- breyttan mat. Þau eru yfirleitt ekki mjög þung sem er kostur þar sem flestir éta yfir sig á jól- unum og þung vín sem taka mikla orku frá manni eru ekki á bætandi! Þau eru líka dásamleg með ostum og súkkulaði og því prýðilegur fylgisveinn inn í kvöldið á rólegheitastundum við bóklestur og sjónvarpsgláp. Síð- ast en ekki síst urðu Ítalir heimsmeistarar í fótbolta í sumar og sá gleðilegi árangur fyrir okkur aðdáendur Ítala kemur enn upp í hugann í hvert skipti sem ég bergi á ítölskum vínum! Ég fékk til liðs við mig nokkra blaðamenn og vínáhugamenn til að smakka ítölsk vín. Flestir voru í senn ánægðir og hissa. Hissa vegna þess að flestir eru vanir að drekka ódýrari ítölsk vín og leita sjaldnast í þann verðflokk sem ég miðaði við en það eru vín sem kosta frá 1.500 kr. og upp úr. Ánægðir voru smakkararnir vegna þess hversu gífurlega öflug þessi vín eru og traust. Það er líka býsna einfalt að átta sig á gæðum og massa ítölsku vínanna út frá verðinu. Betri chianti-vínin kosta um 1.500 kr. og eftir því sem þau verða dýrari þá verða þau þyngri og öflugri. Þetta gildir allt að þriðja þúsundinu. Þá taka við chianti-vín sem eru orðin mjög massíf og boltar eins og amarone og brunello di montalcino. Ítalía er mesta vínframleiðslu- land heims og Toskana er hjarta ítalskrar víngerðar. Höfuðþrúga héraðsins er sangiovese og öll vínin sem við fjöllum um hér eru úr henni eða afbrigði hennar brunello sem kennd er við þorp- ið Montalcino. Chianti er heitið á hæðum í nágrenni Flórens. Vínin eru kennd við svæðið og kölluð classico ef þau eru úr kjarna svæðis- ins af bestu ekrun- um. Fontodi chianti classico er afar góður kostur fyrir þá sem vilja hreint og beint chianti af betra taginu. Ferskt og ljúft og á erindi með létt- ari hátíðarréttum. Vel þroskað miðað við aldur, en árgangurinn er 2004. 1.890 kr. Castello Di Quer- ceto chianti classico riserva er af hinum frábæra 2001 árgangi og hér höfum við fært okkur upp um þyngdarflokk. Orðið eins gott og hefð- bundið chianti vín getur orðið áður en mikið er farið að „fikta í því“ eins og stundum er sagt. 2.290 kr. Dievole er framleiðandi sem hefur vakið mikla athygli víða um heim. Í nýlegri vínbók frá amer- íska tímaritinu Food & Wine eru vín framleið- andans í þriðja sæti yfir bestu kaup frá Toskana. Þarna heldur um taumana kornung þýsk víngerðarkona sem heimsótti Ísland í sumar. Rinascimento er vinsælasta vínið (1.490 kr.) og La Vendemmia (2.290 kr.) er afar vel gert í klassískum léttum stíl. Hlutirnir fara hins vegar veru- lega að gerast í Novecento en smökkunarhópurinn kolféll fyrir því víni. Massíft en ljúft og ekki of ágengt. 3.190 kr. Argiano er firnagóður framleiðandi sem gerir vín á afar hagstæðu verði. Argiano Rosso Di Montalcino (1.750 kr.) er eitt af vínunum sem Vínþjónasam- tökin veittu Gyllta glasið í október. Argiano Brunello di Montalcino er feykilega vel gert vín, kryddað og höf- ugt og batnar eftir því sem lengra líður frá því að flaskan er tekin upp! Smökkunarhópur- inn leitaði mikið í þetta vín í restina á smökkuninni. Flott að geta fengið svona gott brunello á þessu verði. 3.290 kr. Castellani er annar mjög góður framleið- andi og hin hagstæðu kaup Campomaggio chianti classico (1.490 kr.) fékk Gyllta glasið í fyrra. Brunaio Bru- nello di Montalcino er ákaflega vel gert vín sem ræður við öflugan mat og verðið er mjög gott. 3.290 kr. Banfi er eitt þekktasta vörumerki Ítala í vínum og á fastan hóp aðdá- enda. Banfi Brunello di Montalcino fékk strax afgerandi stuðn- ing í smökkunarhópn- um og er sannarlega aðlaðandi. Eitt þeirra vína sem menn hamstra í Fríhöfninni. 4.190 kr. J J Kælið matvæli fljótt eftir suðu. Hitastig í kæli á að vera 0-4°C. Þvoið hendur oft og vel. Borð, ílát, áhöld og skurðarbretti eiga að vera hrein. Krossmengun verður ef bakteríur berast frá hráum matvælum yfir í tilbúin matvæli. Haldið hráum og til- búnum matvælum aðskildum. Gegnsteikið eða gegnsjóðið kjöt. Heit matvæli á hlaðborði eiga að vera við amk 60°C. J J J J J J J J J J U m h v e r f i s s t o f n u n S u ð u r l a n d s b r a u t 2 4 1 0 8 R e y k j a v í k s í J J Njótið jólamatarins! Gleðileg jól og farsælt komandi ár Rándýr vín er hægt að kaupa í vínbúðum og selja til útlanda með góðum hagnaði. Til dæmis er hið rándýra og eldgamla koníak Frapin árgerð 1888 tugum þúsunda ódýrari hér en á e- bay. Kostar aðeins 298.000 kr ...
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.