Fréttablaðið - 21.12.2006, Síða 112

Fréttablaðið - 21.12.2006, Síða 112
Sænski framherjinn Henrik Larsson er kominn til Manchester United þar sem hann mun dvelja í þrjá mánuði á láni frá Helsingborg í heimalandi sínu. Larsson er byrjaður að æfa með liðinu og segir sjálfur að hann geri engar kröfur um byrjunarliðssæti hjá toppliði ensku úrvalsdeildar- innar. Hann mun líklega spila sinn fyrsta leik þann 7. janúar, gegn Aston Villa, þar sem hans gamli lærifaðir frá Celtic, Martin O´Neill, er við stjórnvölinn. „Augljóslega mun stjórinn ákveða hvar og hvenær hann mun nota mig. Fyrir mér er ekkert vandamál að vera varamaður. Ég veit til hvers ég er kominn hingað og vonandi stend ég undir vænt- ingunum. Ég mun gera eins vel og ég get á æfingum og leggja mig allan fram þegar ég fæ tækifæri til að spila,“ sagði Larsson á blaða- mannafundi á Old Trafford í gær. Þessi fyrrverandi leikmaður Celtic og Barcelona er enn í frá- bæru formi og sáu forráðamenn spænska liðsins mikið á eftir framherjanum sem var iðinn við kolann fyrir Spánar- og Evrópu- meistarana. Hann er sannfærður um að hann nái að aðlagast lífinu á Englandi þrátt fyrir að dvelja þar aðeins í stuttan tíma. „Ég tel að í hvert skipti sem maður er í vítateignum verður maður að klára færið sitt eins fljótll og unnt er, það er ekkert öðruvísi en í Svíþjóð eða annars staðar. Þegar þú færð færi er mikil- vægt að vera rólegur og yfirveg- aður. Vonandi tekst mér það vel upp hérna. Ég hlakka mikið til þess að fá að spila. Ég tek bara einn leik í einu og sé til hvað ger- ist,“ sagði Larsson. Sir Alex Ferguson er í skýjun- um með komu Larsson sem Fergie hefur lengi haft augastað á. „Við þurftum á svona reynslu- miklum leikmanni að halda. Ég vona að þetta skipti sköpum, þessi tími sem hann verður hérna gæti verið það mikilvægasta á tímabil- inu fyrir okkur og ég vona það svo sannarlega. Besta staðan hans er líklega sem framherji en ég hef séð hann spila á köntunum áður,“ sagði Ferguson um sinn nýjasta liðsmann sem áhugavert verður að fylgjast með. Gæti spilað lykilhlutverk í titilbaráttunni Þrátt fyrir afleitt gengi í ensku úrvalsdeildinni og niður- lægjandi tap fyrir þriðjudeildarliði Wycombe í enska deildabikarnum er starf Les Reed, knattspyrsnu- stjóra Charlton, ekki í neinni hættu. Stjórn Charlton ætlar sér greinilega að vera þolinmóðari í garð Reeds en forvera hans, Iain Dowie, sem var rekinn eftir aðeins tólf leiki við stjórnvölinn um miðjan nóvember. „Það er mikið búið að gera úr bakgrunni Les en við berum fullt sjálfstraust til þjálfarateymisins með hann fremstan í flokki. Það hefur ekki fengið tækifæri til að gera þær breytingar sem það vill gera en augljóslega kemur sá tími núna í janúar,“ sagði Peter Varney, stjórnarformaður félagsins. „Við munum ekki skipta um knattspyrnustjóra í byrjun árs. Við höfum fulla trú á því að staðan muni snúast okkur í hag,“ bætti Varney við en Charlton situr í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinn- ar og hefur aðeins hlotið tólf stig úr átján leikjum. Les Reed verð- ur ekki rekinn Áður hefur komið fram að rússneski markvörðurinn Igor Akinfeev vakti athygli Arsene Wenger, stjóra Arsenal, í leik liðsins gegn CSKA Mosvku sem lyktaði með markalausu jafntefli. Sjálfur segir Akinfeev að honum sé heiður sýndur með að svo stórt félag sýni honum áhuga. „Það gerist ekki oft á ferli knattspyrnumanns. Ef tilboð berst frá Arsenal mun ég skoða málið vel og vandlega,“ sagði Akinfeev. Aðalmarkvörður Arsenal, Jens Lehmann, verður 38 ára gamall á næsta ári. Orðaður við Arsenal Framherjinn Salomon Kalou hefur ekki áhyggjur af þeirri staðreynd að hann eigi enn eftir að skora fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Kalou gekk til liðs við félagið í sumar frá PSV Einhoven þar sem hann skoraði 35 mörk í 67 leikjum á þremur tímabilum. „Ég veit að ég mun skora,“ sagði Kalou sem átti skot í stöng í leik Everton og Chelsea um helgina. „Ég veit ekki hvenær en ég verð að vera þolinmóður. Ég veit að Chelsea þarf á mér að halda og ætla ég að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.“ Ég mun skora Stuttgart hefur ákveðið að draga samningstilboð sitt til landsliðsmarkmannsins Timo Hildebrand til baka. Það þýðir að hinn 27 ára gamli Hildebrand mun yfirgefa liðið næsta sumar þegar hann verður samningalaus. Ljóst er að þessi snjalli markmaður verður mjög eftirsóttur en hann hefur hug á að breyta til. „Við buðum honum mjög góðan samning en hann vildi ekki skuld- binda sig. Það er í góðu lagi og við virðum það. Við munum ekki halda áfram viðræðum en annar sterkur markmaður verður í liðinu okkar fyrir næsta tímabil sem uppfyllir kröfur okkar og markmið fyrir framtíðina,“ sagði Horst Held, yfirmaður íþrótta- mála hjá Stuttgart. Fer frítt frá Stuttgart Spánverjinn Rafael Nadal segir að komið sé fram við tennis- spilara eins og glæpamenn þegar kæmi að lyfjaprófunum. Hann er í öðru sæti heimslistans og segir að hann hafi gengist undir sextán eða sautján lyfjapróf á árinu, nú síðast á heimili hans um liðna helgi. „Það er komið fram við okkur eins og við værum glæpamenn,“ sagði Nadal. „Ekki veit ég um að stjórnmálamenn þurfi að gangast undir lyfjapróf eða neitt í þeim dúr,“ sagði hann. „Ég er bara íþróttamaður eins og hver annar. Ég gengst við reglunum en mér finnst að þetta sé komið út í alger- ar öfgar.“ Nadal fagnaði mörgum sigrum á árinu sem er að líða og var til að mynda með mikla yfirburði á leir- völlum. Hann bætti 29 ára gamalt met Guillermo Vilas er hann vann sinn 53. sigur í röð á leirvöllum á opna franska meistaramótinu. Hann vann Roger Federer í úrslit- um Opna franska. Hann féll þó í skugga Federers á síðari hluta ársins en þeir mætt- ust aftur í úrslitum Wimbledon- mótsins sem sá svissneski vann örugglega. Þar var þó önnur við- ureign minnisstæðari er hann sló út Andre Agassi í síðasta Wimb- ledon-móti þess síðarnefnda. Nadal mun senn hefja undir- búning fyrir Opna ástralska meist- aramótið sem hefst í janúar næst- komandi. Komið fram við okkur eins og glæpamenn Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram í þýska handbolt- anum í gærkvöld. Magdeburg kom verulega á óvart með stórsigri á Kiel, 39-24, en Kiel var tveim mörkum yfir í leikhléi, 16-18. Allt fór aftur á móti úrskeiðis hjá lið- inu í síðari hálfleik þar sem það skoraði aðeins sex mörk. Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg gripu tækifærið báðum höndum með því að leggja Gylfa Gylfason og félaga í Wilhelms- havener, 35-27, í lokaleik Viggós með Flensburg á heimavelli. Flensburg er fyrir vikið með tveggja stiga forystu á toppi deild- arinnar en Flensburg sækir Kiel heim á Þorláksmessu. Það var mikil stemning þegar einn helsta goðsögn Gummers- bach, Kóreubúinn Kyung Shin- Yoon, mætti á sínn gamla heima- völl í gær með Hamburg. Leikurinn var jafn og æsispennandi frá upp- hafi til enda og lyktaði með jafn- tefli, 29-29. Róbert Gunnarsson skoraði jöfnunarmarkið mínútu fyrir leikslok. Guðjón Valur Sig- urðsson og Róbert Gunnarsson skoruðu báðir 4 mörk fyrir Gum- mersbach. Íslendingaliðið Gummersbach gerði jafntefli á heimavelli, 29-29, við Hamburg í gær. Flensburg er eitt á toppi deildarinnar þar sem Kiel tapaði í Magdeburg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.